Hin unga Kristín Erla Ó. Johnson, fædd árið 2002, er gengin í raðir Víkings frá KR en hún hefur alla sín tíð leikið með svarthvíta liðinu í Vesturbæ. Varnarmaðurinn skrifar undir tveggja ára samning í Víkinni.
Kristín Erla Ó. Johnson (f.2002) hefur skrifað undir samning við Knattspyrnudeild Víkings en samningurinn er til tveggja ára.
— Víkingur (@vikingurfc) February 26, 2024
Knattspyrnudeild Víkings býður Kristínu hjartanlega velkomna í Hamingjuna. Áfram Víkingur https://t.co/45LCYWdxeM pic.twitter.com/Cm7Ifl6tnd
Kristín Erla hóf að leika með meistaraflokki aðeins 15 ára gömul og hefur alls spilað alls 82 leiki, þar af 34 í Bestu deildinni. Þá á hún að baki 12 leiki fyrir U-16 og U-17 ára landslið Íslands.
Víkingur heimsækir Stjörnuna í 1. umferð Bestu deildarinnar þann 22. apríl næstkomandi.