Virkjum krafta frjálsra félagasamtaka Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar 27. febrúar 2024 08:30 Í dag, 27. febrúar, er alþjóðlegur dagur frjálsra félagasamtaka. Við erum mörg sem höfum tekið þátt í starfi félagasamtaka einhvern tímann á ævinni. Störf félagasamtaka mynda verðmætan félagsauð fyrir samfélagið, fólk með sambærileg lífsgildi og áhugamál. Það að vera í félagi er þroskandi og gefandi fyrir einstaklinginn en ekki síður gegna frjáls félagasamtök lykilhlutverki í gangverki lýðræðis og almannaheillastarfsemi. Í gegnum grasrótarstarf er hægt að hafa mótandi áhrif á samfélagið og láta gott af sér leiða. Starfsemi frjálsra félagasamtaka ómetanleg samfélaginu Frjáls félagasamtök vinna ómælda og verðmæta vinnu í þágu samfélags okkar og almannahagsmuna, drifin áfram af hugsjónum um réttlátari og betri heim. Oft fylla þau í skörð í þjónustu þar sem stjórnvöld hafa enn ekki komið að, eða byrja á nýjungum sem síðar eiga eftir að skila sér inn í „kerfið“. Almannaheillasamtök koma málum á dagskrá og veita stjórnvöldum og fyrirtækjum afar þýðingarmikið aðhald. Hef mætt ákalli um aukinn stuðning og styrkara rekstrarumhverfi Mörg félagasamtök búa ekki við nægan fyrirsjáanleika í rekstri því nauðsynlegir styrkir eru veittir til skamms tíma í senn, oft ekki lengur en til eins árs. Ég hef lagt áherslu á það sem ráðherra að mæta óskum um samninga til lengri tíma. Sem umhverfis- og auðlindaráðherra jók ég einnig rekstrarstyrki til frjálsra félagasamtaka úr 13 m.kr. árlega í 50 m.kr. sem fór til um 20-25 félagasamtaka. Sem félags- og vinnumarkaðsráðherra tók ég þá ákvörðun að skipta velferðarstyrkjum sem veittir hafa verið til margra ára upp í verkefnastyrki og rekstrarstyrki og hefur það mælst vel fyrir. Ég hef tvöfaldað fjármagn til velferðarstyrkja á þessu kjörtímabili, úr 107 milljónum króna árið 2022 í 220 milljónir króna í ár, auk þess sem samningum við frjáls félagasamtök sem sinna margvíslegri velferðarþjónustu utan þessara styrkja hefur fjölgað. Skattaafsláttur vegna framlaga til almannaheillafélaga Það er rík hefð fyrir því á Íslandi að almenningur styðji við frjáls félagasamtök sem starfa að almannaheillum með fjárframlögum. Til að hvetja til frekari styrkja voru gerðar breytingar á skattaumhverfi frjálsra félagasamtaka af ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur. Breytingarnar fólu í sér að einstaklingar geti fengið skattaafslátt upp á allt að 350.000 krónur á ári vegna framlaga til almannaheillafélaga. Með þessu er fólki gert auðveldara um vik til að styrkja almannaheillastarfsemi. Árið 2022 nýttu 96.000 einstaklingar sér þetta úrræði en samanlagt styrktu einstaklingar og fyrirtæki almannaheillasamtök um 6,6 milljarða króna. Frjáls félagasamtök eru driffjöður framfara – tökum þátt Ég hvet öll til þess að nýta sér lýðræðislegan rétt sinn til að ganga í og taka þátt í starfi frjálsra félagasamtaka, sama hvort það er björgunarsveit, góðgerðasamtök, líknarfélög, náttúruverndarsamtök, stjórnmálasamtök eða önnur, allt eftir áhuga og aðstæðum hvers og eins. Þannig virkjum við kraftinn sem í frjálsum félagasamtökum býr og í okkur sjálfum. Til hamingju með alþjóðlegan dag frjálsra félagasamtaka. Höfundur er félags- og vinnumarkaðsráðherra og þingmaður Vinstri grænna í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Ingi Guðbrandsson Vinstri græn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Félagasamtök Mest lesið Síðasti naglinn í líkkistuna? Ragnheiður Stephensen Skoðun Af töppum Einar Bárðarson Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson Skoðun Við höfum tækifæri, sjálfstæðismenn! Kristín Linda Jónsdóttir Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Skoðun Skoðun Við höfum tækifæri, sjálfstæðismenn! Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Síðasti naglinn í líkkistuna? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Af töppum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Plasttappamálið og skrækjandi þingmenn Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson skrifar Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Minni kvenna - lofræða gervigreindar til hinnar íslensku konu Steinar Birgisson skrifar Skoðun Forvarnarsamtök óska skýringa á seinagangi Árni Einarsson skrifar Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson skrifar Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Í dag, 27. febrúar, er alþjóðlegur dagur frjálsra félagasamtaka. Við erum mörg sem höfum tekið þátt í starfi félagasamtaka einhvern tímann á ævinni. Störf félagasamtaka mynda verðmætan félagsauð fyrir samfélagið, fólk með sambærileg lífsgildi og áhugamál. Það að vera í félagi er þroskandi og gefandi fyrir einstaklinginn en ekki síður gegna frjáls félagasamtök lykilhlutverki í gangverki lýðræðis og almannaheillastarfsemi. Í gegnum grasrótarstarf er hægt að hafa mótandi áhrif á samfélagið og láta gott af sér leiða. Starfsemi frjálsra félagasamtaka ómetanleg samfélaginu Frjáls félagasamtök vinna ómælda og verðmæta vinnu í þágu samfélags okkar og almannahagsmuna, drifin áfram af hugsjónum um réttlátari og betri heim. Oft fylla þau í skörð í þjónustu þar sem stjórnvöld hafa enn ekki komið að, eða byrja á nýjungum sem síðar eiga eftir að skila sér inn í „kerfið“. Almannaheillasamtök koma málum á dagskrá og veita stjórnvöldum og fyrirtækjum afar þýðingarmikið aðhald. Hef mætt ákalli um aukinn stuðning og styrkara rekstrarumhverfi Mörg félagasamtök búa ekki við nægan fyrirsjáanleika í rekstri því nauðsynlegir styrkir eru veittir til skamms tíma í senn, oft ekki lengur en til eins árs. Ég hef lagt áherslu á það sem ráðherra að mæta óskum um samninga til lengri tíma. Sem umhverfis- og auðlindaráðherra jók ég einnig rekstrarstyrki til frjálsra félagasamtaka úr 13 m.kr. árlega í 50 m.kr. sem fór til um 20-25 félagasamtaka. Sem félags- og vinnumarkaðsráðherra tók ég þá ákvörðun að skipta velferðarstyrkjum sem veittir hafa verið til margra ára upp í verkefnastyrki og rekstrarstyrki og hefur það mælst vel fyrir. Ég hef tvöfaldað fjármagn til velferðarstyrkja á þessu kjörtímabili, úr 107 milljónum króna árið 2022 í 220 milljónir króna í ár, auk þess sem samningum við frjáls félagasamtök sem sinna margvíslegri velferðarþjónustu utan þessara styrkja hefur fjölgað. Skattaafsláttur vegna framlaga til almannaheillafélaga Það er rík hefð fyrir því á Íslandi að almenningur styðji við frjáls félagasamtök sem starfa að almannaheillum með fjárframlögum. Til að hvetja til frekari styrkja voru gerðar breytingar á skattaumhverfi frjálsra félagasamtaka af ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur. Breytingarnar fólu í sér að einstaklingar geti fengið skattaafslátt upp á allt að 350.000 krónur á ári vegna framlaga til almannaheillafélaga. Með þessu er fólki gert auðveldara um vik til að styrkja almannaheillastarfsemi. Árið 2022 nýttu 96.000 einstaklingar sér þetta úrræði en samanlagt styrktu einstaklingar og fyrirtæki almannaheillasamtök um 6,6 milljarða króna. Frjáls félagasamtök eru driffjöður framfara – tökum þátt Ég hvet öll til þess að nýta sér lýðræðislegan rétt sinn til að ganga í og taka þátt í starfi frjálsra félagasamtaka, sama hvort það er björgunarsveit, góðgerðasamtök, líknarfélög, náttúruverndarsamtök, stjórnmálasamtök eða önnur, allt eftir áhuga og aðstæðum hvers og eins. Þannig virkjum við kraftinn sem í frjálsum félagasamtökum býr og í okkur sjálfum. Til hamingju með alþjóðlegan dag frjálsra félagasamtaka. Höfundur er félags- og vinnumarkaðsráðherra og þingmaður Vinstri grænna í Suðvesturkjördæmi.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun