Noona kaupir SalesCloud Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 27. febrúar 2024 10:26 Jón Hilmar Karlsson, nýr framkvæmdastjóri SalesCloud og Kjartan Þórisson framkvæmdastjóri Noona. Noona Labs ehf., sem á og rekur markaðstorgið Noona og rekstrarumsjónarkerfið Noona HQ, hefur fest kaup á öllu hlutafé í hugbúnaðarfyrirtækinu SalesCloud ehf., sem hefur um áraraðir þróað sölu- og greiðslukerfi fyrir veitingastaði, bari, hótel og ýmsa afþreyingu hér á landi og í Svíþjóð. Þetta kemur fram í tilkynningu. Þar segir að kaupin séu gerð með blöndu af reiðufé og nýju hlutafé í Noona Labs ehf. Noona þjónustar 1.800 fyrirtæki í 16 löndum en viðskiptavinir SalesCloud eru 300 talsins. Þá segir í tilkynningunni að yfir Yfir 120.000 íslendingar hafa sótt Noona appið sem fékk nýlega hæstu einkunn í flokki íslenskra vefþjónusta í árlegri mælingu Maskínu, en um 200.000 þjónustur eru bókaðar á hverjum mánuði í gegnum kerfi Noona á Íslandi. Samanlagt voru Noona og SalesCloud með rúmlega 340 milljónir króna í árstekjur árið 2023. „Þessi kaup eru stórt stökk fram á við fyrir Noona og ég er virkilega spenntur fyrir möguleikunum sem munu núna opnast. Þetta mun gera bæði félögin mun sterkari og skila sér í öflugara vöruframboði fyrir viðskiptavini okkar og notendur,“ segir Kjartan Þórisson, stofnandi og framkvæmdarstjóri Noona. Samkvæmt heimasíðu Noona er markmið félagsins að hjálpa fólki að skapa sterk viðskiptasambönd. Svona birtist Noona appið íslenskum notendum. Jón Hilmar verður framkvæmdastjóri SalesCloud Þá segir í tilkynningunni að SalesCloud sé þekktast hér á landi fyrir sölu- og greiðslulausnir en félagið þjónustar meðal annars þekkt fyrirtæki eins og Brauð & Co, Minigarðinn, Hvammsvík, Wok On, Grillmarkaðinn og Íslandshótel. Jón Hilmar Karlsson, meðstofnandi Noona, mun taka yfir sem framkvæmdastjóri SalesCloud þangað til félögin tvö hafa sameinast að fullu. Hann segir að þetta marki nýtt tímabil í sögu SalesCloud, sem muni taka stakkaskiptum: „Við munum einbeita okkur að því að þjónusta núverandi viðskiptavini SalesCloud enn betur, laga það sem bæta má, bæta við nýrri virkni sem lengi hefur verið beðið eftir og vinna áfram með þá fjölmörgu kosti sem kerfi SalesCloud hafa nú þegar upp á að bjóða. Ég get ekki beðið eftir því að sýna viðskiptavinum SalesCloud allt það sem við erum með planað. Það eru bjartir tímar framundan.“ Helgi Andri Jónsson, stofnandi SalesCloud og fyrrum framkvæmdastjóri, mun aftur hefja störf hjá félaginu sem tæknilegur ráðgjafi samhliða þessum breytingum eftir að hafa sagt upp störfum sumarið 2023. „Ég hef lengi fylgst með Noona. Kjartan og Jón Hilmar hafa byggt upp frábært fyrirtæki og ég hlakka til að hjálpa þeim á þessum mikilvægu tímamótum.“ Hluti af starfsfólki Noona á Íslandi. Greiðslumiðlun Verslun Veitingastaðir Kaup og sala fyrirtækja Upplýsingatækni Mest lesið Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Enn deila Musk og Altman Viðskipti erlent Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Viðskipti innlent Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu. Þar segir að kaupin séu gerð með blöndu af reiðufé og nýju hlutafé í Noona Labs ehf. Noona þjónustar 1.800 fyrirtæki í 16 löndum en viðskiptavinir SalesCloud eru 300 talsins. Þá segir í tilkynningunni að yfir Yfir 120.000 íslendingar hafa sótt Noona appið sem fékk nýlega hæstu einkunn í flokki íslenskra vefþjónusta í árlegri mælingu Maskínu, en um 200.000 þjónustur eru bókaðar á hverjum mánuði í gegnum kerfi Noona á Íslandi. Samanlagt voru Noona og SalesCloud með rúmlega 340 milljónir króna í árstekjur árið 2023. „Þessi kaup eru stórt stökk fram á við fyrir Noona og ég er virkilega spenntur fyrir möguleikunum sem munu núna opnast. Þetta mun gera bæði félögin mun sterkari og skila sér í öflugara vöruframboði fyrir viðskiptavini okkar og notendur,“ segir Kjartan Þórisson, stofnandi og framkvæmdarstjóri Noona. Samkvæmt heimasíðu Noona er markmið félagsins að hjálpa fólki að skapa sterk viðskiptasambönd. Svona birtist Noona appið íslenskum notendum. Jón Hilmar verður framkvæmdastjóri SalesCloud Þá segir í tilkynningunni að SalesCloud sé þekktast hér á landi fyrir sölu- og greiðslulausnir en félagið þjónustar meðal annars þekkt fyrirtæki eins og Brauð & Co, Minigarðinn, Hvammsvík, Wok On, Grillmarkaðinn og Íslandshótel. Jón Hilmar Karlsson, meðstofnandi Noona, mun taka yfir sem framkvæmdastjóri SalesCloud þangað til félögin tvö hafa sameinast að fullu. Hann segir að þetta marki nýtt tímabil í sögu SalesCloud, sem muni taka stakkaskiptum: „Við munum einbeita okkur að því að þjónusta núverandi viðskiptavini SalesCloud enn betur, laga það sem bæta má, bæta við nýrri virkni sem lengi hefur verið beðið eftir og vinna áfram með þá fjölmörgu kosti sem kerfi SalesCloud hafa nú þegar upp á að bjóða. Ég get ekki beðið eftir því að sýna viðskiptavinum SalesCloud allt það sem við erum með planað. Það eru bjartir tímar framundan.“ Helgi Andri Jónsson, stofnandi SalesCloud og fyrrum framkvæmdastjóri, mun aftur hefja störf hjá félaginu sem tæknilegur ráðgjafi samhliða þessum breytingum eftir að hafa sagt upp störfum sumarið 2023. „Ég hef lengi fylgst með Noona. Kjartan og Jón Hilmar hafa byggt upp frábært fyrirtæki og ég hlakka til að hjálpa þeim á þessum mikilvægu tímamótum.“ Hluti af starfsfólki Noona á Íslandi.
Greiðslumiðlun Verslun Veitingastaðir Kaup og sala fyrirtækja Upplýsingatækni Mest lesið Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Enn deila Musk og Altman Viðskipti erlent Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Viðskipti innlent Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Sjá meira