Strauk píkuna á samstarfskonu á árshátíð úti á landi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 27. febrúar 2024 13:28 Fram kemur í dómum að lögreglumenn við embætti utan höfuðborgarsvæðisins hafi skutlað manninum til Reykjavíkur. Lögreglumenn af höfuðborgarsvæðinu hafi ekið á móti þeim og tekið við manninum. Vísir/Vilhelm Karlmaður hefur verið dæmdur í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa árétti samstarfskonu sína kynferðislega á árshátíð fyrirtækisins haustið 2022. Konan hætti störfum hjá fyrirtækinu og færði sig yfir á vinnustöð þar sem aðeins konur vinna. Það var 1. október 2022 sem fyrirtækið hélt árshátíð á hóteli á suðvesturhorninu, utan höfuðborgarsvæðisins. Konan var nýbyrjuð að vinna á staðnum og var mætt með eiginmanni sínum. Karlmaðurinn hafði unnið þar í fjögur til fimm ár. Konan lýsti því að hún hefði verið að dansa með öðrum starfsmönnum á meðan trúbador spilaði Teenage Dirtbag fyrir hópinn. Karlmaðurinn hefði gengið í áttina til hennar og hún talið hann ætla á barinn. Hann hefði gengið að henni og snert á henni píkuna með fingri sínum utan klæða. Konan sagðist hafa frosið, verið í algjörlegu áfalli og hugsað hvort þetta hefði í alvöru gerst. Kona á dansgólfinu hefði spurt hana hvort það væri í lagi með hana og hún sagt: „Nei, hann snerti á mér píkuna.“ Tekur nú stærri skammta af lyfjum Konan sagðist hafa farið að borðinu sínu og brotnaði niður. Allt hefði farið í háaloft og eiginmaður hennar farið við fleiri menn að leita uppi karlmanninn. Á þessum tíma hefði hún verið búin að ljúka eins og hálfs árs áfallameðferð vegna kynferðisbrots. Í kjölfarið hefði hún hætt störfum hjá fyrirtækinu og farið að vinna á stað þar sem eingöngu konur vinni. Hún sagðist ekki geta verið inni í herbergi með karlmönnum. Hún hefði verið komin af kvíða- og þunglyndislyfjum en tæki nú stærri skammta en áður. Hún væri ekki sama manneskja. Karlmaðurinn neitaði sök og sagðist ekki hafa áreitt konuna kynferðislega. Hefði orðið snerting hefði það verið óvart. Eftirlitsmyndavélar ættu að staðfesta það. Engar upptökur voru til af atburðum í salnum. Sagði áreitni ekki í sínum karakter Hann sagðist hafa drukkið einn bjór og einn sterkan drykk en minni hans væri þó almennt þokukennt. Gestir sögðu hann hafa tekið upp myndbönd af konum á dansgólfinu en sjálfur sagðist hann hafa verið að taka upp trúbadorinn og prófa nýja símann sinn. Hann sagði ekki í sínum karakter að gera hluti eins og honum væri gefið að sök. Aftur á móti hefði hann heyrt að konan kvartaði undan fólki yfir minniháttarhlutum. Héraðsdómur taldi framburð mannsins hvað varðaði áfengisdrykkju misvísandi því aðrir gestir og lögregla hafi lýst mikilli ölvun af hans hálfu. Gestir hefðu sagt hann taka myndir í óþökk kvenna á dansgólfinu en hann ekkert munað eftir því. Hann hefði aftur á móti munað eftir því þegar farið var með hann inn á hótelherbergi. Var framburður mannsins metinn ótrúverðugur á meðan framburður konunnar var talinn hafa verið stöðugur og trúverðugur um þau atriði sem skiptu máli. Var maðurinn dæmdur í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi og til að greiða konunni hálfa milljón króna í bætur. Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur. Dómsmál Vinnustaðamenning Kynferðisofbeldi Mest lesið Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Fleiri fréttir Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Sjá meira
Það var 1. október 2022 sem fyrirtækið hélt árshátíð á hóteli á suðvesturhorninu, utan höfuðborgarsvæðisins. Konan var nýbyrjuð að vinna á staðnum og var mætt með eiginmanni sínum. Karlmaðurinn hafði unnið þar í fjögur til fimm ár. Konan lýsti því að hún hefði verið að dansa með öðrum starfsmönnum á meðan trúbador spilaði Teenage Dirtbag fyrir hópinn. Karlmaðurinn hefði gengið í áttina til hennar og hún talið hann ætla á barinn. Hann hefði gengið að henni og snert á henni píkuna með fingri sínum utan klæða. Konan sagðist hafa frosið, verið í algjörlegu áfalli og hugsað hvort þetta hefði í alvöru gerst. Kona á dansgólfinu hefði spurt hana hvort það væri í lagi með hana og hún sagt: „Nei, hann snerti á mér píkuna.“ Tekur nú stærri skammta af lyfjum Konan sagðist hafa farið að borðinu sínu og brotnaði niður. Allt hefði farið í háaloft og eiginmaður hennar farið við fleiri menn að leita uppi karlmanninn. Á þessum tíma hefði hún verið búin að ljúka eins og hálfs árs áfallameðferð vegna kynferðisbrots. Í kjölfarið hefði hún hætt störfum hjá fyrirtækinu og farið að vinna á stað þar sem eingöngu konur vinni. Hún sagðist ekki geta verið inni í herbergi með karlmönnum. Hún hefði verið komin af kvíða- og þunglyndislyfjum en tæki nú stærri skammta en áður. Hún væri ekki sama manneskja. Karlmaðurinn neitaði sök og sagðist ekki hafa áreitt konuna kynferðislega. Hefði orðið snerting hefði það verið óvart. Eftirlitsmyndavélar ættu að staðfesta það. Engar upptökur voru til af atburðum í salnum. Sagði áreitni ekki í sínum karakter Hann sagðist hafa drukkið einn bjór og einn sterkan drykk en minni hans væri þó almennt þokukennt. Gestir sögðu hann hafa tekið upp myndbönd af konum á dansgólfinu en sjálfur sagðist hann hafa verið að taka upp trúbadorinn og prófa nýja símann sinn. Hann sagði ekki í sínum karakter að gera hluti eins og honum væri gefið að sök. Aftur á móti hefði hann heyrt að konan kvartaði undan fólki yfir minniháttarhlutum. Héraðsdómur taldi framburð mannsins hvað varðaði áfengisdrykkju misvísandi því aðrir gestir og lögregla hafi lýst mikilli ölvun af hans hálfu. Gestir hefðu sagt hann taka myndir í óþökk kvenna á dansgólfinu en hann ekkert munað eftir því. Hann hefði aftur á móti munað eftir því þegar farið var með hann inn á hótelherbergi. Var framburður mannsins metinn ótrúverðugur á meðan framburður konunnar var talinn hafa verið stöðugur og trúverðugur um þau atriði sem skiptu máli. Var maðurinn dæmdur í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi og til að greiða konunni hálfa milljón króna í bætur. Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur.
Dómsmál Vinnustaðamenning Kynferðisofbeldi Mest lesið Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Fleiri fréttir Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Sjá meira