Einkunnir Íslands: Sveindís Jane og Bryndís Arna afgreiddu Serba Íþróttadeild skrifar 27. febrúar 2024 17:40 Íslenska liðið að fagna marki á Kópavogsvelli í dag Vísir/Hulda Margrét Ísland vann endurkomusigur gegn Serbíu 2-1. Gestirnir komust yfir og útlitið var ekki bjart. Sveindís Jane sýndi það hins vegar að hún er endakallinn í þessu liði og átti þátt í báðum mörkum Íslands. Íslenska kvennalandsliðið mun því leika áfram í A-deild Þjóðadeildarinnar eftir 2-1 sigur á Kópavogsvelli. Hér má sjá einkunnir Íslands. Einkunnir Íslands Telma Ívarsdóttir, markvörður 5 Telma var í miklum vandræðum í fyrri hálfleik. Hún átti slæma sendingu á Karólínu sem endaði með að Serbía skoraði. Einnig var hún nálægt því að gefa mark á 23. mínútu þegar hún sendi beint á Vesnu Milivojevic en komst til baka og varði skot hennar. Guðrún Arnardóttir, hægri bakvörður 5 Er ekki bakvörður og það sást hvað eftir annað. Varðist þokkalega en bauð ekki upp á neitt í sóknarleiknum. Ekki við hana að sakast. Hún er bara sett í rangt hlutverk. Glódís Perla Viggósdóttir, miðvörður 7 Eins og alltaf spilaði Glódís afar vel og stýrði liðinu eins og sannur fyrirliði. Hvar væri íslenska liðið án hennar? Ingibjörg Sigurðardóttir, miðvörður 6 Varðist ágætlega en átti í miklum vandræðum með að skila boltanum á samherja. Betri í seinni hálfleik en þeim fyrri. Sædís Rún Heiðarsdóttir, vinstri bakvörður 4 Hefði mátt láta meira að sér kveða í sókninni. Lenti stundum í vandræðum í vörninni. Spilaði betur eftir því sem leið á leikinn. Hildur Antonsdóttir, miðjumaður 6 Var öflug á miðjunni og var mikið í boltanum. Hildur fór illa með færi í stöðunni 1-1 en flest annað gerði hún vel. Orðin mikilvægur hlekkur í íslenska liðinu. Alexandra Jóhannsdóttir, miðjumaður 7 Lagði upp jöfnunarmark Íslands. Alexandra átti þá frábæra sendingu inn fyrir vörn Serbíu á Sveindísi Jane sem skoraði. Barðist og vann vel og reyndi eins og hún gat að drífa íslenska liðið áfram. Gríðarlega mikilvæg í þessu einvígi. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir, framliggjandi miðjumaður 4 Karólína gaf fyrsta mark leiksins þar sem hún átti skelfilega sendingu til baka og tapaði boltanum sem endaði með marki. Fann sig engan veginn og getur miklu betur en hún sýndi í dag. Hlín Eiríksdóttir, hægri kantmaður: 4 Hlín komst lítið í boltann og þegar að hún fékk sendingar þá var hún í vandræðum með að hemja boltann. Sveindís Jane Jónsdóttir, vinstri kantmaður 8 - maður leiksins Algjör leikbreytir. Sveindís klúðraði dauðafæri í fyrri hálfleik þar sem boltinn datt fyrir hana nálægt markinu en skaut framhjá. Fátt gekk upp hjá henni fyrstu 75 mínútur leiksins en hætti aldrei og var alltaf ógnandi. Skoraði jöfnunarmarkið þar sem hún vippaði yfir markvörð Serbíu og átti svo stoðsendinguna í sigurmarkinu. Réði úrslitum í leiknum. Ólöf Sigríður Kristinsdóttir, framherji 5 Fékk stórt og mikið tækifæri og bjó til gott færi í fyrri hálfleik þar sem hún lagði boltann á Karólínu en skot hennar fór framhjá. Hefði mátt halda boltanum betur. Varamenn Guðný Árnadóttir - Kom inn á fyrir Guðrúnu á 64. mínútu 6 Íslenska liðið leit betur út með hana í stöðu hægri bakvarðar en Guðrúnu. Fín innkoma. Bryndís Arna Níelsdóttir - Kom inn á fyrir Ólöfu á 64. mínútu 7 Það tók Þorstein tíma að velja hann í landsliðið en hún gæti hafa bjargað starfinu hans þar sem hún skoraði sigurmarkið. Amanda Andradóttir - Kom inn á fyrir Hlín á 71. mínútu Spilaði ekki nóg til að fá einkunn en átti flotta innkomu og hafði jákvæð áhrif á leik Ísland. Átti góða sendingu á Sveindísi sem lagði upp sigurmarkið. Hélt boltanum vel undir lok leiksins þegar Íslendingar vörðu forskotið. Selma Sól Magnúsdóttir - kom inn á fyrir Hildi á 90. mínútu Spilaði ekki nóg til að fá einkunn. Þjóðadeild kvenna í fótbolta Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði Fótbolti Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Sport „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn Sadio Mané hafnaði Manchester United Enski boltinn Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn Handbolti Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Fótbolti Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Enski boltinn Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ Handbolti McTominay hoppaði hærra en Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir Aron í góðum málum á miðjunni en algjör hörmung hjá Jóhanni Haítí búið að hringja í leikmann Sunderland fyrir HM Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Hægribakvarðarkrísa hjá Liverpool Snýr aftur eftir 26 mánuði Sjáðu bestu mörkin og lætin sem eru í vændum í London Rak tána í hurð og missir af risaleikjum Liði Di María afhentur nýr titill að því er virðist upp úr þurru Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Sakna Jota en myndu aldrei nota það sem afsökun Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði McTominay hoppaði hærra en Ronaldo Elías eftirsóttur á Íslandi og fall gæti skilað honum heim Sadio Mané hafnaði Manchester United Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár FIFA setur nettröllin á svartan lista „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Krónprinsinn ætlar að mæta á bikarúrslitaleik Örnu og Sædísar Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Kom Haítí á HM án þess að hafa nokkurn tímann komið til landsins Big Ben í kvöld: Arnar Péturs, Sölvi og Gummi Hreiðars gestir Sjá meira
Íslenska kvennalandsliðið mun því leika áfram í A-deild Þjóðadeildarinnar eftir 2-1 sigur á Kópavogsvelli. Hér má sjá einkunnir Íslands. Einkunnir Íslands Telma Ívarsdóttir, markvörður 5 Telma var í miklum vandræðum í fyrri hálfleik. Hún átti slæma sendingu á Karólínu sem endaði með að Serbía skoraði. Einnig var hún nálægt því að gefa mark á 23. mínútu þegar hún sendi beint á Vesnu Milivojevic en komst til baka og varði skot hennar. Guðrún Arnardóttir, hægri bakvörður 5 Er ekki bakvörður og það sást hvað eftir annað. Varðist þokkalega en bauð ekki upp á neitt í sóknarleiknum. Ekki við hana að sakast. Hún er bara sett í rangt hlutverk. Glódís Perla Viggósdóttir, miðvörður 7 Eins og alltaf spilaði Glódís afar vel og stýrði liðinu eins og sannur fyrirliði. Hvar væri íslenska liðið án hennar? Ingibjörg Sigurðardóttir, miðvörður 6 Varðist ágætlega en átti í miklum vandræðum með að skila boltanum á samherja. Betri í seinni hálfleik en þeim fyrri. Sædís Rún Heiðarsdóttir, vinstri bakvörður 4 Hefði mátt láta meira að sér kveða í sókninni. Lenti stundum í vandræðum í vörninni. Spilaði betur eftir því sem leið á leikinn. Hildur Antonsdóttir, miðjumaður 6 Var öflug á miðjunni og var mikið í boltanum. Hildur fór illa með færi í stöðunni 1-1 en flest annað gerði hún vel. Orðin mikilvægur hlekkur í íslenska liðinu. Alexandra Jóhannsdóttir, miðjumaður 7 Lagði upp jöfnunarmark Íslands. Alexandra átti þá frábæra sendingu inn fyrir vörn Serbíu á Sveindísi Jane sem skoraði. Barðist og vann vel og reyndi eins og hún gat að drífa íslenska liðið áfram. Gríðarlega mikilvæg í þessu einvígi. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir, framliggjandi miðjumaður 4 Karólína gaf fyrsta mark leiksins þar sem hún átti skelfilega sendingu til baka og tapaði boltanum sem endaði með marki. Fann sig engan veginn og getur miklu betur en hún sýndi í dag. Hlín Eiríksdóttir, hægri kantmaður: 4 Hlín komst lítið í boltann og þegar að hún fékk sendingar þá var hún í vandræðum með að hemja boltann. Sveindís Jane Jónsdóttir, vinstri kantmaður 8 - maður leiksins Algjör leikbreytir. Sveindís klúðraði dauðafæri í fyrri hálfleik þar sem boltinn datt fyrir hana nálægt markinu en skaut framhjá. Fátt gekk upp hjá henni fyrstu 75 mínútur leiksins en hætti aldrei og var alltaf ógnandi. Skoraði jöfnunarmarkið þar sem hún vippaði yfir markvörð Serbíu og átti svo stoðsendinguna í sigurmarkinu. Réði úrslitum í leiknum. Ólöf Sigríður Kristinsdóttir, framherji 5 Fékk stórt og mikið tækifæri og bjó til gott færi í fyrri hálfleik þar sem hún lagði boltann á Karólínu en skot hennar fór framhjá. Hefði mátt halda boltanum betur. Varamenn Guðný Árnadóttir - Kom inn á fyrir Guðrúnu á 64. mínútu 6 Íslenska liðið leit betur út með hana í stöðu hægri bakvarðar en Guðrúnu. Fín innkoma. Bryndís Arna Níelsdóttir - Kom inn á fyrir Ólöfu á 64. mínútu 7 Það tók Þorstein tíma að velja hann í landsliðið en hún gæti hafa bjargað starfinu hans þar sem hún skoraði sigurmarkið. Amanda Andradóttir - Kom inn á fyrir Hlín á 71. mínútu Spilaði ekki nóg til að fá einkunn en átti flotta innkomu og hafði jákvæð áhrif á leik Ísland. Átti góða sendingu á Sveindísi sem lagði upp sigurmarkið. Hélt boltanum vel undir lok leiksins þegar Íslendingar vörðu forskotið. Selma Sól Magnúsdóttir - kom inn á fyrir Hildi á 90. mínútu Spilaði ekki nóg til að fá einkunn.
Þjóðadeild kvenna í fótbolta Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði Fótbolti Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Sport „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn Sadio Mané hafnaði Manchester United Enski boltinn Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn Handbolti Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Fótbolti Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Enski boltinn Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ Handbolti McTominay hoppaði hærra en Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir Aron í góðum málum á miðjunni en algjör hörmung hjá Jóhanni Haítí búið að hringja í leikmann Sunderland fyrir HM Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Hægribakvarðarkrísa hjá Liverpool Snýr aftur eftir 26 mánuði Sjáðu bestu mörkin og lætin sem eru í vændum í London Rak tána í hurð og missir af risaleikjum Liði Di María afhentur nýr titill að því er virðist upp úr þurru Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Sakna Jota en myndu aldrei nota það sem afsökun Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði McTominay hoppaði hærra en Ronaldo Elías eftirsóttur á Íslandi og fall gæti skilað honum heim Sadio Mané hafnaði Manchester United Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár FIFA setur nettröllin á svartan lista „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Krónprinsinn ætlar að mæta á bikarúrslitaleik Örnu og Sædísar Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Kom Haítí á HM án þess að hafa nokkurn tímann komið til landsins Big Ben í kvöld: Arnar Péturs, Sölvi og Gummi Hreiðars gestir Sjá meira