Þremur sekúndum frá endalokunum á Reykjanesbrautinni Kolbeinn Tumi Daðason og Rafn Ágúst Ragnarsson skrifa 28. febrúar 2024 01:03 Rútan byrjuð að fara yfir á rangan vegarhelming. Sólborgu Guðbrandsdóttur brá mikið á leið sinni til Reykjavíkur eftir Reykjanesbrautinni þegar hún mætti rútu á fleygiferð á móti henni á öfugum vegarhelmingi. Hún og fleiri bílstjórar fyrir aftan hana neyddust til að sveigja út í kant til að verða ekki fyrir rútunni. „Ég var bara að keyra í bæinn og svo gerist þetta bara á fimm sekúndum. Rútan sveigir bara allt í einu inn á okkar vegahelming. Þar sem er járn á milli akreina sitthvoru megin við mig,“ segir hún í samtali við fréttastofu. Sólborg var rétt að koma að álverinu í Straumsvík á fjórða tímanum í dag þegar rútubílstjórinn fór yfir á öfugan vegarhelming. Hún telur líklega hafa munað þremur sekúndum að hún fengi rútuna framan á sig. Þá hefði ekki þurft að spyrja að leikslokum. Atvikið má sjá í myndbandinu að neðan úr mælaborðsmyndavél Ísleifs Jónssonar. „Mér fannst í augnablikinu eins og vinnubíllinn fyrir framan hefði hemlað og hann hefði brugðist þannig við með því að fara yfir á hina akreinina. Hann hafði allan tímann í heiminum til að fara út í kant. Hann keyrði framhjá okkur mjög hratt,“ segir Sólborg greinilega brugðið. Sólborg Guðbrandsdóttir hlaut verðlaunin JCI sem framúrskarandi ungur Íslendingur árið 2022.JCI „Ég held ég hafi verið bíll númer tvö sem mætti honum þarna. Það er nýbúið að vera banaslys þarna. Ég er reiðust yfir því að þetta sé ekki tvöfaldað. Ég sat í stjórn hópsins Stopp hingað og ekki lengra! sem hefur verið að berjast fyrir tvöfölduninni. Við fórum á fund með samgönguráðherra 2018-19 og ég veit ekki hver staðan er enn þá. Það eru banaslys sem gerast liggur við á hverju ári og runa af banaslysum bara núna í janúar og febrúar. Ég veit ekki hversu mikið þarf til.“ Mbl vakti fyrst athygli á aksturslagi rútunnar og ræddi við Harald Ingþórsson sem var nokkrum bílum fyrir aftan Sólborgu. Í bílnum með Haraldi var Vilhjálmur Magnússon sem fylgdist með rútunni í baksýnisspeglinum. „Vilhjálmur fylgdist svo með rútunni í baksýnisspeglinum og sá hana keyra áfram á öfugum vegarhelmingi eða alla vega svo langt sem hann náði að fylgja henni eftir í speglinum. Það kemur fljótlega þarna brekka og blindhæð fyrir aftan okkur en við vitum svo ekkert hvernig bílarnir sem komu á eftir okkur brugðust við,“ sagði Haraldur við Mbl. Líkt og Sólborgu var honum verulega brugðið. Umferðaröryggi Hafnarfjörður Samgöngur Tengdar fréttir „Fráleitur“ eltingaleikur bílstjórans Sláandi dæmi um hraðakstur á breyttum rafhlaupahjólum hafa ratað inn á borð lögreglu síðustu misseri. Í einu tilviki ók foreldri á áttatíu kílómetra hraða með barn í fanginu. Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir þó fráleitt og stórhættulegt að bílstjórar brjóti lög til að ná slíkum brotum á myndband, eins og gerðist fyrir helgi. 18. september 2023 22:11 Fjórtán ára flúði lögreglu á ofsahraða á Holtavörðuheiði Fjórtán ára unglingur er grunaður um að hafa ekið á ofsahraða yfir Holtavörðuheiði á föstudag. Málið var tilkynnt til barnaverndar. 5. október 2022 10:16 Enn eitt slysið á Sogavegi og sumir kenna hraðahindrun um Íbúar í og við Sogaveg í póstnúmeri 108 í Reykjavík sjá hlutina ólíkum augum þegar þeir velta fyrir sér hörðum árekstri sem varð um miðnætti í gærkvöldi. Þá var bíl ekið á þvílíkum hraða yfir hraðahindrun að hann hafnaði á og skemmdi þrjá bíla sem lagt var í götunni. 10. mars 2022 14:02 Mest lesið Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Lenti utan vegar við austan við Grundarfjörð Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Fleiri fréttir Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar við austan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Sjá meira
„Ég var bara að keyra í bæinn og svo gerist þetta bara á fimm sekúndum. Rútan sveigir bara allt í einu inn á okkar vegahelming. Þar sem er járn á milli akreina sitthvoru megin við mig,“ segir hún í samtali við fréttastofu. Sólborg var rétt að koma að álverinu í Straumsvík á fjórða tímanum í dag þegar rútubílstjórinn fór yfir á öfugan vegarhelming. Hún telur líklega hafa munað þremur sekúndum að hún fengi rútuna framan á sig. Þá hefði ekki þurft að spyrja að leikslokum. Atvikið má sjá í myndbandinu að neðan úr mælaborðsmyndavél Ísleifs Jónssonar. „Mér fannst í augnablikinu eins og vinnubíllinn fyrir framan hefði hemlað og hann hefði brugðist þannig við með því að fara yfir á hina akreinina. Hann hafði allan tímann í heiminum til að fara út í kant. Hann keyrði framhjá okkur mjög hratt,“ segir Sólborg greinilega brugðið. Sólborg Guðbrandsdóttir hlaut verðlaunin JCI sem framúrskarandi ungur Íslendingur árið 2022.JCI „Ég held ég hafi verið bíll númer tvö sem mætti honum þarna. Það er nýbúið að vera banaslys þarna. Ég er reiðust yfir því að þetta sé ekki tvöfaldað. Ég sat í stjórn hópsins Stopp hingað og ekki lengra! sem hefur verið að berjast fyrir tvöfölduninni. Við fórum á fund með samgönguráðherra 2018-19 og ég veit ekki hver staðan er enn þá. Það eru banaslys sem gerast liggur við á hverju ári og runa af banaslysum bara núna í janúar og febrúar. Ég veit ekki hversu mikið þarf til.“ Mbl vakti fyrst athygli á aksturslagi rútunnar og ræddi við Harald Ingþórsson sem var nokkrum bílum fyrir aftan Sólborgu. Í bílnum með Haraldi var Vilhjálmur Magnússon sem fylgdist með rútunni í baksýnisspeglinum. „Vilhjálmur fylgdist svo með rútunni í baksýnisspeglinum og sá hana keyra áfram á öfugum vegarhelmingi eða alla vega svo langt sem hann náði að fylgja henni eftir í speglinum. Það kemur fljótlega þarna brekka og blindhæð fyrir aftan okkur en við vitum svo ekkert hvernig bílarnir sem komu á eftir okkur brugðust við,“ sagði Haraldur við Mbl. Líkt og Sólborgu var honum verulega brugðið.
Umferðaröryggi Hafnarfjörður Samgöngur Tengdar fréttir „Fráleitur“ eltingaleikur bílstjórans Sláandi dæmi um hraðakstur á breyttum rafhlaupahjólum hafa ratað inn á borð lögreglu síðustu misseri. Í einu tilviki ók foreldri á áttatíu kílómetra hraða með barn í fanginu. Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir þó fráleitt og stórhættulegt að bílstjórar brjóti lög til að ná slíkum brotum á myndband, eins og gerðist fyrir helgi. 18. september 2023 22:11 Fjórtán ára flúði lögreglu á ofsahraða á Holtavörðuheiði Fjórtán ára unglingur er grunaður um að hafa ekið á ofsahraða yfir Holtavörðuheiði á föstudag. Málið var tilkynnt til barnaverndar. 5. október 2022 10:16 Enn eitt slysið á Sogavegi og sumir kenna hraðahindrun um Íbúar í og við Sogaveg í póstnúmeri 108 í Reykjavík sjá hlutina ólíkum augum þegar þeir velta fyrir sér hörðum árekstri sem varð um miðnætti í gærkvöldi. Þá var bíl ekið á þvílíkum hraða yfir hraðahindrun að hann hafnaði á og skemmdi þrjá bíla sem lagt var í götunni. 10. mars 2022 14:02 Mest lesið Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Lenti utan vegar við austan við Grundarfjörð Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Fleiri fréttir Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar við austan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Sjá meira
„Fráleitur“ eltingaleikur bílstjórans Sláandi dæmi um hraðakstur á breyttum rafhlaupahjólum hafa ratað inn á borð lögreglu síðustu misseri. Í einu tilviki ók foreldri á áttatíu kílómetra hraða með barn í fanginu. Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir þó fráleitt og stórhættulegt að bílstjórar brjóti lög til að ná slíkum brotum á myndband, eins og gerðist fyrir helgi. 18. september 2023 22:11
Fjórtán ára flúði lögreglu á ofsahraða á Holtavörðuheiði Fjórtán ára unglingur er grunaður um að hafa ekið á ofsahraða yfir Holtavörðuheiði á föstudag. Málið var tilkynnt til barnaverndar. 5. október 2022 10:16
Enn eitt slysið á Sogavegi og sumir kenna hraðahindrun um Íbúar í og við Sogaveg í póstnúmeri 108 í Reykjavík sjá hlutina ólíkum augum þegar þeir velta fyrir sér hörðum árekstri sem varð um miðnætti í gærkvöldi. Þá var bíl ekið á þvílíkum hraða yfir hraðahindrun að hann hafnaði á og skemmdi þrjá bíla sem lagt var í götunni. 10. mars 2022 14:02