Jafnlaunavottun sé orðin að bissness Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 28. febrúar 2024 08:45 Diljá Mist Einarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Vísir/Vilhelm Diljá Mist Einarsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins hyggst leggja til breytingar á lögum um jafnlaunavottun þannig að hún verði valkvæð en ekki skylda líkt og í dag. Hún segir engan marktækan mun á kynbundnum launamun fyrirtækja með vottunina og þeirra sem séu án hennar. Þetta er meðal þess sem fram kom í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Þar segist Diljá Mist hafa lagt fram fyrirspurn síðasta þingvetur um kostnað og árangur síðustu ár af jafnlaunavottun. Lög voru sett um jafnlaunavottun árið 2017 af þáverandi ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar. „Ég sendi inn fyrirspurn síðasta þingvetur og í ljós kemur að annars vegar þá mælist ekki marktækur munur á kynbundnum launamun hjá aðilum sem hafa annars vegar innleitt þennan jafnlaunastaðal sem er lögbundin skylda og hinsvegar hjá þeim sem hafa ekki gert það.“ Stjórnvöld hafi ekki hugmynd um kostnaðinn Diljá segist einnig hafa lagt fram fyrirspurn um kostnað vegna jafnlaunavottuninnar, það er að segja hvað hún kosti atvinnurekendur. Hún segir stjórnvöld ekki hafa hugmynd um það, enda hafi ekki verið spáð í kostnaðinn þegar lögin voru teiknuð upp. Hann er mikill? „Hann er svakalega mikill og samkvæmt könnun sem Samtök atvinnulífsins gerðu hjá sínum félagsmönnum þá kostar þetta vottunarferli að meðaltali sextán milljónir per fyrirtæki og þá bara sem startkostnaður. Það er ekki kostnaðurinn við að viðhalda vottuninni, af því að þú þarft alltaf að fá þetta staðfest aftur og aftur og aftur.“ Diljá segir að sé allt tekið saman samkvæmt þeim upplýsingum sem voru lagðar til grundvallar því þegar lögin voru lögfest þá kosti vottunarferli tugi milljarða. Vottunarferlið orðið að bissness Hvert fara þessir peningar? „Þú kaupir þér þjónustu til þess að fara í gegnum vottunarferlið. Þú ert með ráðgjafafyrirtæki. Þetta er bara orðið algjör bissness,“ segir Diljá. Hún segist hafa fengið ábendingar um það að gengið sé mjög hart fram gegn fyrirtækjum vegna málsins. Öll fyrirtæki með fleri en 25 stöðugildi verði að tryggja sér vottunina ellegar sé hægt að leggja á þau dagssektir. Diljá segir það hafa reynst gríðarlega erfitt fyrir lítil fyrirtæki sem eru með marga hlutastarfsmenn. „Þannig það er ekki eitt heldur allt. Og við erum bara búin að ná frábærum árangri síðustu ár og áratugi þegar það kemur að kynbundnum launamun og auðvitað er það mjög mikilvægt en þegar kannanir sýna að það er ekki marktækur munur á þeim sem hafa öðlast vottunina og þeim sem hafa ekki gert það þá er það auðvitað mjög skýr vísbending um það að þetta kerfi sé ekki að virka.“ Verði valkvætt Diljá bendir auk þess á að Ísland sé eina landið sem hafi lögfest slíkt kerfi. Hún segir að þeim rökum hafi verið beitt að Ísland stæði framarlega í jafnréttismálum en ekki þegar kæmi að kynbundnum launamuni. „En þá bara aftur: Samsanburðarmarkaðir okkar hafa ekki tekið þetta upp, að lögfesta svona kerfi. Síðan er ekki hægt að sýna fram á árangur.“ Þannig árangurinn sem þegar hefur verið náð, hann hefur ekkert með þetta kerfi að gera? „Nei hann hefur ekkert með þetta kerfi að gera. Eins og þið bendið á, við erum bara heimsmeistarar í jafnrétti, þetta er bara kúltúrinn í okkar samfélagi, við eigum ekkert að gefa afslátt af því,“ segir Diljá. „Og þess vegna legg ég til, með þessari lagabreytingu, að þetta verði bara valkvætt, fyrirtæki sem vilji skreyta sig með þessu og senda ákveðin skilaboð, þau geta alveg gert það og þetta kerfi verður til staðar.“ Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Viðreisn Jafnréttismál Vinnumarkaður Bítið Mest lesið „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Viðskipti innlent Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ Atvinnulíf Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Viðskipti innlent Þórdís til dómsmálaráðuneytisins Viðskipti innlent Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Viðskipti innlent Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Viðskipti innlent Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Viðskipti innlent Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Viðskipti innlent „Þetta eru bara krakkar sem eru í þessu fyrir peningana“ Neytendur Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Sjá meira
Þetta er meðal þess sem fram kom í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Þar segist Diljá Mist hafa lagt fram fyrirspurn síðasta þingvetur um kostnað og árangur síðustu ár af jafnlaunavottun. Lög voru sett um jafnlaunavottun árið 2017 af þáverandi ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar. „Ég sendi inn fyrirspurn síðasta þingvetur og í ljós kemur að annars vegar þá mælist ekki marktækur munur á kynbundnum launamun hjá aðilum sem hafa annars vegar innleitt þennan jafnlaunastaðal sem er lögbundin skylda og hinsvegar hjá þeim sem hafa ekki gert það.“ Stjórnvöld hafi ekki hugmynd um kostnaðinn Diljá segist einnig hafa lagt fram fyrirspurn um kostnað vegna jafnlaunavottuninnar, það er að segja hvað hún kosti atvinnurekendur. Hún segir stjórnvöld ekki hafa hugmynd um það, enda hafi ekki verið spáð í kostnaðinn þegar lögin voru teiknuð upp. Hann er mikill? „Hann er svakalega mikill og samkvæmt könnun sem Samtök atvinnulífsins gerðu hjá sínum félagsmönnum þá kostar þetta vottunarferli að meðaltali sextán milljónir per fyrirtæki og þá bara sem startkostnaður. Það er ekki kostnaðurinn við að viðhalda vottuninni, af því að þú þarft alltaf að fá þetta staðfest aftur og aftur og aftur.“ Diljá segir að sé allt tekið saman samkvæmt þeim upplýsingum sem voru lagðar til grundvallar því þegar lögin voru lögfest þá kosti vottunarferli tugi milljarða. Vottunarferlið orðið að bissness Hvert fara þessir peningar? „Þú kaupir þér þjónustu til þess að fara í gegnum vottunarferlið. Þú ert með ráðgjafafyrirtæki. Þetta er bara orðið algjör bissness,“ segir Diljá. Hún segist hafa fengið ábendingar um það að gengið sé mjög hart fram gegn fyrirtækjum vegna málsins. Öll fyrirtæki með fleri en 25 stöðugildi verði að tryggja sér vottunina ellegar sé hægt að leggja á þau dagssektir. Diljá segir það hafa reynst gríðarlega erfitt fyrir lítil fyrirtæki sem eru með marga hlutastarfsmenn. „Þannig það er ekki eitt heldur allt. Og við erum bara búin að ná frábærum árangri síðustu ár og áratugi þegar það kemur að kynbundnum launamun og auðvitað er það mjög mikilvægt en þegar kannanir sýna að það er ekki marktækur munur á þeim sem hafa öðlast vottunina og þeim sem hafa ekki gert það þá er það auðvitað mjög skýr vísbending um það að þetta kerfi sé ekki að virka.“ Verði valkvætt Diljá bendir auk þess á að Ísland sé eina landið sem hafi lögfest slíkt kerfi. Hún segir að þeim rökum hafi verið beitt að Ísland stæði framarlega í jafnréttismálum en ekki þegar kæmi að kynbundnum launamuni. „En þá bara aftur: Samsanburðarmarkaðir okkar hafa ekki tekið þetta upp, að lögfesta svona kerfi. Síðan er ekki hægt að sýna fram á árangur.“ Þannig árangurinn sem þegar hefur verið náð, hann hefur ekkert með þetta kerfi að gera? „Nei hann hefur ekkert með þetta kerfi að gera. Eins og þið bendið á, við erum bara heimsmeistarar í jafnrétti, þetta er bara kúltúrinn í okkar samfélagi, við eigum ekkert að gefa afslátt af því,“ segir Diljá. „Og þess vegna legg ég til, með þessari lagabreytingu, að þetta verði bara valkvætt, fyrirtæki sem vilji skreyta sig með þessu og senda ákveðin skilaboð, þau geta alveg gert það og þetta kerfi verður til staðar.“
Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Viðreisn Jafnréttismál Vinnumarkaður Bítið Mest lesið „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Viðskipti innlent Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ Atvinnulíf Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Viðskipti innlent Þórdís til dómsmálaráðuneytisins Viðskipti innlent Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Viðskipti innlent Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Viðskipti innlent Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Viðskipti innlent Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Viðskipti innlent „Þetta eru bara krakkar sem eru í þessu fyrir peningana“ Neytendur Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Sjá meira
Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Viðskipti innlent
Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Viðskipti innlent