Jafnlaunavottun sé orðin að bissness Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 28. febrúar 2024 08:45 Diljá Mist Einarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Vísir/Vilhelm Diljá Mist Einarsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins hyggst leggja til breytingar á lögum um jafnlaunavottun þannig að hún verði valkvæð en ekki skylda líkt og í dag. Hún segir engan marktækan mun á kynbundnum launamun fyrirtækja með vottunina og þeirra sem séu án hennar. Þetta er meðal þess sem fram kom í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Þar segist Diljá Mist hafa lagt fram fyrirspurn síðasta þingvetur um kostnað og árangur síðustu ár af jafnlaunavottun. Lög voru sett um jafnlaunavottun árið 2017 af þáverandi ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar. „Ég sendi inn fyrirspurn síðasta þingvetur og í ljós kemur að annars vegar þá mælist ekki marktækur munur á kynbundnum launamun hjá aðilum sem hafa annars vegar innleitt þennan jafnlaunastaðal sem er lögbundin skylda og hinsvegar hjá þeim sem hafa ekki gert það.“ Stjórnvöld hafi ekki hugmynd um kostnaðinn Diljá segist einnig hafa lagt fram fyrirspurn um kostnað vegna jafnlaunavottuninnar, það er að segja hvað hún kosti atvinnurekendur. Hún segir stjórnvöld ekki hafa hugmynd um það, enda hafi ekki verið spáð í kostnaðinn þegar lögin voru teiknuð upp. Hann er mikill? „Hann er svakalega mikill og samkvæmt könnun sem Samtök atvinnulífsins gerðu hjá sínum félagsmönnum þá kostar þetta vottunarferli að meðaltali sextán milljónir per fyrirtæki og þá bara sem startkostnaður. Það er ekki kostnaðurinn við að viðhalda vottuninni, af því að þú þarft alltaf að fá þetta staðfest aftur og aftur og aftur.“ Diljá segir að sé allt tekið saman samkvæmt þeim upplýsingum sem voru lagðar til grundvallar því þegar lögin voru lögfest þá kosti vottunarferli tugi milljarða. Vottunarferlið orðið að bissness Hvert fara þessir peningar? „Þú kaupir þér þjónustu til þess að fara í gegnum vottunarferlið. Þú ert með ráðgjafafyrirtæki. Þetta er bara orðið algjör bissness,“ segir Diljá. Hún segist hafa fengið ábendingar um það að gengið sé mjög hart fram gegn fyrirtækjum vegna málsins. Öll fyrirtæki með fleri en 25 stöðugildi verði að tryggja sér vottunina ellegar sé hægt að leggja á þau dagssektir. Diljá segir það hafa reynst gríðarlega erfitt fyrir lítil fyrirtæki sem eru með marga hlutastarfsmenn. „Þannig það er ekki eitt heldur allt. Og við erum bara búin að ná frábærum árangri síðustu ár og áratugi þegar það kemur að kynbundnum launamun og auðvitað er það mjög mikilvægt en þegar kannanir sýna að það er ekki marktækur munur á þeim sem hafa öðlast vottunina og þeim sem hafa ekki gert það þá er það auðvitað mjög skýr vísbending um það að þetta kerfi sé ekki að virka.“ Verði valkvætt Diljá bendir auk þess á að Ísland sé eina landið sem hafi lögfest slíkt kerfi. Hún segir að þeim rökum hafi verið beitt að Ísland stæði framarlega í jafnréttismálum en ekki þegar kæmi að kynbundnum launamuni. „En þá bara aftur: Samsanburðarmarkaðir okkar hafa ekki tekið þetta upp, að lögfesta svona kerfi. Síðan er ekki hægt að sýna fram á árangur.“ Þannig árangurinn sem þegar hefur verið náð, hann hefur ekkert með þetta kerfi að gera? „Nei hann hefur ekkert með þetta kerfi að gera. Eins og þið bendið á, við erum bara heimsmeistarar í jafnrétti, þetta er bara kúltúrinn í okkar samfélagi, við eigum ekkert að gefa afslátt af því,“ segir Diljá. „Og þess vegna legg ég til, með þessari lagabreytingu, að þetta verði bara valkvætt, fyrirtæki sem vilji skreyta sig með þessu og senda ákveðin skilaboð, þau geta alveg gert það og þetta kerfi verður til staðar.“ Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Viðreisn Jafnréttismál Vinnumarkaður Bítið Mest lesið Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina Atvinnulíf „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Sjá meira
Þetta er meðal þess sem fram kom í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Þar segist Diljá Mist hafa lagt fram fyrirspurn síðasta þingvetur um kostnað og árangur síðustu ár af jafnlaunavottun. Lög voru sett um jafnlaunavottun árið 2017 af þáverandi ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar. „Ég sendi inn fyrirspurn síðasta þingvetur og í ljós kemur að annars vegar þá mælist ekki marktækur munur á kynbundnum launamun hjá aðilum sem hafa annars vegar innleitt þennan jafnlaunastaðal sem er lögbundin skylda og hinsvegar hjá þeim sem hafa ekki gert það.“ Stjórnvöld hafi ekki hugmynd um kostnaðinn Diljá segist einnig hafa lagt fram fyrirspurn um kostnað vegna jafnlaunavottuninnar, það er að segja hvað hún kosti atvinnurekendur. Hún segir stjórnvöld ekki hafa hugmynd um það, enda hafi ekki verið spáð í kostnaðinn þegar lögin voru teiknuð upp. Hann er mikill? „Hann er svakalega mikill og samkvæmt könnun sem Samtök atvinnulífsins gerðu hjá sínum félagsmönnum þá kostar þetta vottunarferli að meðaltali sextán milljónir per fyrirtæki og þá bara sem startkostnaður. Það er ekki kostnaðurinn við að viðhalda vottuninni, af því að þú þarft alltaf að fá þetta staðfest aftur og aftur og aftur.“ Diljá segir að sé allt tekið saman samkvæmt þeim upplýsingum sem voru lagðar til grundvallar því þegar lögin voru lögfest þá kosti vottunarferli tugi milljarða. Vottunarferlið orðið að bissness Hvert fara þessir peningar? „Þú kaupir þér þjónustu til þess að fara í gegnum vottunarferlið. Þú ert með ráðgjafafyrirtæki. Þetta er bara orðið algjör bissness,“ segir Diljá. Hún segist hafa fengið ábendingar um það að gengið sé mjög hart fram gegn fyrirtækjum vegna málsins. Öll fyrirtæki með fleri en 25 stöðugildi verði að tryggja sér vottunina ellegar sé hægt að leggja á þau dagssektir. Diljá segir það hafa reynst gríðarlega erfitt fyrir lítil fyrirtæki sem eru með marga hlutastarfsmenn. „Þannig það er ekki eitt heldur allt. Og við erum bara búin að ná frábærum árangri síðustu ár og áratugi þegar það kemur að kynbundnum launamun og auðvitað er það mjög mikilvægt en þegar kannanir sýna að það er ekki marktækur munur á þeim sem hafa öðlast vottunina og þeim sem hafa ekki gert það þá er það auðvitað mjög skýr vísbending um það að þetta kerfi sé ekki að virka.“ Verði valkvætt Diljá bendir auk þess á að Ísland sé eina landið sem hafi lögfest slíkt kerfi. Hún segir að þeim rökum hafi verið beitt að Ísland stæði framarlega í jafnréttismálum en ekki þegar kæmi að kynbundnum launamuni. „En þá bara aftur: Samsanburðarmarkaðir okkar hafa ekki tekið þetta upp, að lögfesta svona kerfi. Síðan er ekki hægt að sýna fram á árangur.“ Þannig árangurinn sem þegar hefur verið náð, hann hefur ekkert með þetta kerfi að gera? „Nei hann hefur ekkert með þetta kerfi að gera. Eins og þið bendið á, við erum bara heimsmeistarar í jafnrétti, þetta er bara kúltúrinn í okkar samfélagi, við eigum ekkert að gefa afslátt af því,“ segir Diljá. „Og þess vegna legg ég til, með þessari lagabreytingu, að þetta verði bara valkvætt, fyrirtæki sem vilji skreyta sig með þessu og senda ákveðin skilaboð, þau geta alveg gert það og þetta kerfi verður til staðar.“
Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Viðreisn Jafnréttismál Vinnumarkaður Bítið Mest lesið Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina Atvinnulíf „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Sjá meira