Hafði lokið loðnuleit en snúið við til að kanna vestangöngu Kristján Már Unnarsson skrifar 28. febrúar 2024 21:03 Heimaey VE-1, skip Ísfélagsins, kannar núna hugsanlega loðnugöngu undan Vestfjörðum. Vísindamenn frá Hafrannsóknastofnun eru um borð. Vilhelm Gunnarsson Fiskiskipið Heimaey VE var á siglingu af Vestfjarðamiðum í dag áleiðis til heimahafnar eftir að hafa lokið loðnuleit þegar ákvörðun var tekin um að snúa skipinu til frekari leitar. Ástæðan er vísbending sem barst síðdegis um loðnugöngu undan Patreksfirði. Loðnubrestur virtist blasa við þennan veturinn eftir að stefndi í að loðnuleitinni, sem hrundið var af stað í síðustu viku, lyki í dag án árangurs. En núna hefur vaknað smávon eftir þessar nýjustu vendingar, en greint var frá þeim í kvöldfréttum Stöðvar 2. Þetta er þriðja loðnuleitin sem Hafrannsóknastofnun og útgerðirnar standa fyrir frá áramótum. Tvö skipanna, Ásgrímur Halldórsson og Polar Ammassak, luku leit undan Suðausturlandi í byrjun vikunnar en fundu aðeins litla loðnugöngu. Þessar byggðir eiga mest undir loðnuveiðum og vinnslu loðnu.Grafík/Sara Rut Fannarsdóttir Vonin var bundin við að þriðja skipið, Heimaey, myndi finna stóra torfu undan Húnaflóa, eins og gerðist í fyrra. Sú von brást og Heimaey, með fiskifræðinga Hafrannsóknastofnunar um borð, fann heldur ekkert við hafísjaðarinn undan Vestfjörðum. Loðnuleitinni var í raun lokið í morgun og Heimaey á siglingu undan miðjum Breiðafirði áleiðis til heimahafnar þegar Hafrannsókastofnun ákvað síðdegis að snúa skipinu við. Ástæðan er sú að línubátur að veiðum á Víkurál undan Patreksfirði tilkynnti um loðnutorfu og að þorskur þar væri kjaftfullur af loðnu. Birkir Bárðarson fiskifræðingur er verkefnisstjóri loðnuleitarinnar.Sigurjón Ólason Að sögn Birkis Bárðarsonar, fiskifræðings og verkefnisstjóra loðnuleitarinnar, er vonin sú að hér geti verið svokölluð vestanganga á ferðinni, sem gerist af og til. Hann segir vonina þó veika um að þarna sé nægilegt magn af loðnu á ferð til að grænt ljós verði gefið á loðnuveiðar. Það skýrist betur þegar búið verður að mæla loðnugönguna, væntanlega um miðjan dag á morgun. Loðnan hefur verið næstverðmætasti veiðistofn Íslendinga á eftir þorskinum. Miklir hagsmunir eru í húfi, einkum fyrir þær byggðir þar sem loðnuvinnsla er stunduð. Loðnan gaf í fyrra um sextíu milljarða króna útflutningsverðmæti og um fimmtíu milljarða króna árið áður. Yfirvofandi loðnubrestur yrði því áfall fyrir þjóðarbúið. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Loðnuveiðar Sjávarútvegur Vísindi Vestmannaeyjar Fjarðabyggð Langanesbyggð Múlaþing Vopnafjörður Akranes Sveitarfélagið Hornafjörður Efnahagsmál Tengdar fréttir Engar torfur fundist enn í loðnuleitinni Þriðja loðnuleitin frá áramótum, sem núna stendur yfir, hefur enn sem komið er ekki skilað neinni viðbót sem gefur tilefni til að ætla að grænt ljós verði gefið á loðnuveiðar þennan veturinn. Tvö leitarskip af þremur hafa lokið sinni yfirferð en það þriðja heldur áfram að leita næstu tvo til þrjá daga. 26. febrúar 2024 11:55 Segja að loðnan gæti verið að bíða eftir nýju tungli Starfsmenn Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum velta því nú fyrir sér hvort loðnan hafi ekki enn fundist vegna þess að hún bíði eftir nýju tungli. Það er byggt á gamalli japanskri sjómannaspeki. 22. febrúar 2024 15:42 Síðasta vonin gæti verið Húnaflóatorfa Eftir árangurslausar tilraunir til að finna loðnuna hefur verið ákveðið að efna til nýs leitarleiðangurs í von um að afstýra loðnubresti. Skammur tími er til stefnu áður en loðnan drepst og verður lagt í hann strax á morgun. 21. febrúar 2024 20:40 Mest lesið Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Viðskipti innlent Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Viðskipti innlent Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Viðskipti innlent Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Ellison klórar í hælana á Musk Viðskipti erlent Fleiri fréttir Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Sjá meira
Loðnubrestur virtist blasa við þennan veturinn eftir að stefndi í að loðnuleitinni, sem hrundið var af stað í síðustu viku, lyki í dag án árangurs. En núna hefur vaknað smávon eftir þessar nýjustu vendingar, en greint var frá þeim í kvöldfréttum Stöðvar 2. Þetta er þriðja loðnuleitin sem Hafrannsóknastofnun og útgerðirnar standa fyrir frá áramótum. Tvö skipanna, Ásgrímur Halldórsson og Polar Ammassak, luku leit undan Suðausturlandi í byrjun vikunnar en fundu aðeins litla loðnugöngu. Þessar byggðir eiga mest undir loðnuveiðum og vinnslu loðnu.Grafík/Sara Rut Fannarsdóttir Vonin var bundin við að þriðja skipið, Heimaey, myndi finna stóra torfu undan Húnaflóa, eins og gerðist í fyrra. Sú von brást og Heimaey, með fiskifræðinga Hafrannsóknastofnunar um borð, fann heldur ekkert við hafísjaðarinn undan Vestfjörðum. Loðnuleitinni var í raun lokið í morgun og Heimaey á siglingu undan miðjum Breiðafirði áleiðis til heimahafnar þegar Hafrannsókastofnun ákvað síðdegis að snúa skipinu við. Ástæðan er sú að línubátur að veiðum á Víkurál undan Patreksfirði tilkynnti um loðnutorfu og að þorskur þar væri kjaftfullur af loðnu. Birkir Bárðarson fiskifræðingur er verkefnisstjóri loðnuleitarinnar.Sigurjón Ólason Að sögn Birkis Bárðarsonar, fiskifræðings og verkefnisstjóra loðnuleitarinnar, er vonin sú að hér geti verið svokölluð vestanganga á ferðinni, sem gerist af og til. Hann segir vonina þó veika um að þarna sé nægilegt magn af loðnu á ferð til að grænt ljós verði gefið á loðnuveiðar. Það skýrist betur þegar búið verður að mæla loðnugönguna, væntanlega um miðjan dag á morgun. Loðnan hefur verið næstverðmætasti veiðistofn Íslendinga á eftir þorskinum. Miklir hagsmunir eru í húfi, einkum fyrir þær byggðir þar sem loðnuvinnsla er stunduð. Loðnan gaf í fyrra um sextíu milljarða króna útflutningsverðmæti og um fimmtíu milljarða króna árið áður. Yfirvofandi loðnubrestur yrði því áfall fyrir þjóðarbúið. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Loðnuveiðar Sjávarútvegur Vísindi Vestmannaeyjar Fjarðabyggð Langanesbyggð Múlaþing Vopnafjörður Akranes Sveitarfélagið Hornafjörður Efnahagsmál Tengdar fréttir Engar torfur fundist enn í loðnuleitinni Þriðja loðnuleitin frá áramótum, sem núna stendur yfir, hefur enn sem komið er ekki skilað neinni viðbót sem gefur tilefni til að ætla að grænt ljós verði gefið á loðnuveiðar þennan veturinn. Tvö leitarskip af þremur hafa lokið sinni yfirferð en það þriðja heldur áfram að leita næstu tvo til þrjá daga. 26. febrúar 2024 11:55 Segja að loðnan gæti verið að bíða eftir nýju tungli Starfsmenn Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum velta því nú fyrir sér hvort loðnan hafi ekki enn fundist vegna þess að hún bíði eftir nýju tungli. Það er byggt á gamalli japanskri sjómannaspeki. 22. febrúar 2024 15:42 Síðasta vonin gæti verið Húnaflóatorfa Eftir árangurslausar tilraunir til að finna loðnuna hefur verið ákveðið að efna til nýs leitarleiðangurs í von um að afstýra loðnubresti. Skammur tími er til stefnu áður en loðnan drepst og verður lagt í hann strax á morgun. 21. febrúar 2024 20:40 Mest lesið Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Viðskipti innlent Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Viðskipti innlent Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Viðskipti innlent Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Ellison klórar í hælana á Musk Viðskipti erlent Fleiri fréttir Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Sjá meira
Engar torfur fundist enn í loðnuleitinni Þriðja loðnuleitin frá áramótum, sem núna stendur yfir, hefur enn sem komið er ekki skilað neinni viðbót sem gefur tilefni til að ætla að grænt ljós verði gefið á loðnuveiðar þennan veturinn. Tvö leitarskip af þremur hafa lokið sinni yfirferð en það þriðja heldur áfram að leita næstu tvo til þrjá daga. 26. febrúar 2024 11:55
Segja að loðnan gæti verið að bíða eftir nýju tungli Starfsmenn Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum velta því nú fyrir sér hvort loðnan hafi ekki enn fundist vegna þess að hún bíði eftir nýju tungli. Það er byggt á gamalli japanskri sjómannaspeki. 22. febrúar 2024 15:42
Síðasta vonin gæti verið Húnaflóatorfa Eftir árangurslausar tilraunir til að finna loðnuna hefur verið ákveðið að efna til nýs leitarleiðangurs í von um að afstýra loðnubresti. Skammur tími er til stefnu áður en loðnan drepst og verður lagt í hann strax á morgun. 21. febrúar 2024 20:40