Tekur góðu kaflana með í næsta leik: „Fullt af köflum sem voru flottir“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 28. febrúar 2024 22:02 Arnar Pétursson segir að íslenska liðið geti tekið ýmislegt með sér í seinni leikinn gegn Svíum. Vísir/Hulda Margrét Arnar Pétursson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í handbolta, segir að lokatölurnar í 13 marka tapi Íslands gegn Svíum í undankeppni EM 2024 gefi ekki rétta mynd af leiknum sem spilaður var. „Þetta var fullstórt. Við gáfum aðeins of mikið eftir á lokakaflanum og vorum að gefa þeim aðeins of auðveld mörk eftir að hafa lengst af spilað ágætlega,“ sagði Arnar í leikslok. Eftir góða byrjun íslenska liðsins fann það sænska lausnir varnarlega og þvingaði íslensku stelpurnar í erfið skot eftir langar sóknir. „Mér fannst nú hendin koma allt of snemma upp hjá dómurunum og allt of oft. En vissulega var það kannski saga leiksins. Þetta er sterkur andstæðingur og auðvitað er krefjandi að eiga við þær, en það er margt í leiknum sem við getum tekið með okkur, verið nokkuð ánægð með og bætt við.“ „En það er líka ofboðslega margt sem við lærum af og gerðum ekki vel. Því miður voru þeir kaflar undir lokin bara of langir og of dýrir.“ Þá segir hann gæðin í sænska liðinu hafa orðið til þess að íslensku stelpurnar ógnuðu í raun aldrei þeirra forskoti. „Það eru auðvitað bara gæðin í liðinu. Svo kemur þessi lokakafli sem var okkur mjög erfiður. Það er sagan í þessu og svona lið refsa. Við vitum það alveg og vissum það alveg fyrirfram að öll mistök sem við gerum, okkur er refsað fyrir þau. Við fengum bara enn eina sönnunina á því í dag. Um leið og við réttum þeim boltann á of einfaldan máta þá refsa þær og þær gerðu það grimmt síðustu mínúturnar.“ „En aftur, það var margt sem við gerðum vel. Við verðum auðvitað bara að skoða þetta því við vorum í djúpu lauginni í dag með margar ungar stelpur sem eru ekki með mikla reynslu í þessu. Laugin verður enn dýpri á laugardaginn og við þurfum bara að kafa til að finna hluti sem virka til að reyna að lengja góðu kaflana og bæta í.“ Þá segir Arnar að það sé ýmislegt sem íslenska liðið geti tekið með sér í lekinn gegn Svíum ytra næstkomandi laugardag. „Það eru fullt af köflum sem voru bara flottir og mér fannst að þegar við náðum að lengja sóknirnar um eina til tvær sendingar og vorum að spila okkur aðeins lengra inn í kerfin þá vorum við að fá færi. Mér fannst að þegar við vorum að komast í vörn og að standa vörn að þá gerðum við það vel. Við þurfum einfaldlega að lengja þá kafla. Við þurfum bara að koma okkur heim og skila boltanum betur af okkur en við gerðum í þessum leik,“ sagði Arnar að lokum. Landslið kvenna í handbolta Tengdar fréttir „Þetta er bara fjórða besta lið í heiminum“ Markvörðurinn Sara Sif Helgadóttir átti fína innkomu í íslenska kvennalandsliðið í handbolta er liðið tók á móti Svíum í kvöld. Hún varði tíu bolta í markinu, en gat lítið gert til að koma í veg fyrir stórt tap Íslands. 28. febrúar 2024 21:52 „Ekki nálægt þeim leik sem mig langaði að sýna“ Thea Imani Sturludóttir átti ekki sinn besta dag þegar íslenska kvennalandsliðið í handbolta mátti þola 13 marka tap gegn Svíum í undankeppni EM í dag. Hún lítur þó á leikinn sem tækifæri til að gera betur. 28. febrúar 2024 21:46 Mest lesið Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Fótbolti „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ Íslenski boltinn Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Íslenski boltinn Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin Íslenski boltinn Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Fótbolti „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ Fótbolti Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni Fótbolti 570 milljóna uppsafnað tap hjá Everton Fótbolti Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Íslenski boltinn Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Handbolti Fleiri fréttir Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Minnkuðu muninn í eitt mark úr lokaskotinu Sló (líklega) metið yfir flest mörk að meðaltali í leik „Mér þykir virkilega vænt um þennan titil“ Grótta í umspil eftir tap gegn Aftureldingu Sjá meira
„Þetta var fullstórt. Við gáfum aðeins of mikið eftir á lokakaflanum og vorum að gefa þeim aðeins of auðveld mörk eftir að hafa lengst af spilað ágætlega,“ sagði Arnar í leikslok. Eftir góða byrjun íslenska liðsins fann það sænska lausnir varnarlega og þvingaði íslensku stelpurnar í erfið skot eftir langar sóknir. „Mér fannst nú hendin koma allt of snemma upp hjá dómurunum og allt of oft. En vissulega var það kannski saga leiksins. Þetta er sterkur andstæðingur og auðvitað er krefjandi að eiga við þær, en það er margt í leiknum sem við getum tekið með okkur, verið nokkuð ánægð með og bætt við.“ „En það er líka ofboðslega margt sem við lærum af og gerðum ekki vel. Því miður voru þeir kaflar undir lokin bara of langir og of dýrir.“ Þá segir hann gæðin í sænska liðinu hafa orðið til þess að íslensku stelpurnar ógnuðu í raun aldrei þeirra forskoti. „Það eru auðvitað bara gæðin í liðinu. Svo kemur þessi lokakafli sem var okkur mjög erfiður. Það er sagan í þessu og svona lið refsa. Við vitum það alveg og vissum það alveg fyrirfram að öll mistök sem við gerum, okkur er refsað fyrir þau. Við fengum bara enn eina sönnunina á því í dag. Um leið og við réttum þeim boltann á of einfaldan máta þá refsa þær og þær gerðu það grimmt síðustu mínúturnar.“ „En aftur, það var margt sem við gerðum vel. Við verðum auðvitað bara að skoða þetta því við vorum í djúpu lauginni í dag með margar ungar stelpur sem eru ekki með mikla reynslu í þessu. Laugin verður enn dýpri á laugardaginn og við þurfum bara að kafa til að finna hluti sem virka til að reyna að lengja góðu kaflana og bæta í.“ Þá segir Arnar að það sé ýmislegt sem íslenska liðið geti tekið með sér í lekinn gegn Svíum ytra næstkomandi laugardag. „Það eru fullt af köflum sem voru bara flottir og mér fannst að þegar við náðum að lengja sóknirnar um eina til tvær sendingar og vorum að spila okkur aðeins lengra inn í kerfin þá vorum við að fá færi. Mér fannst að þegar við vorum að komast í vörn og að standa vörn að þá gerðum við það vel. Við þurfum einfaldlega að lengja þá kafla. Við þurfum bara að koma okkur heim og skila boltanum betur af okkur en við gerðum í þessum leik,“ sagði Arnar að lokum.
Landslið kvenna í handbolta Tengdar fréttir „Þetta er bara fjórða besta lið í heiminum“ Markvörðurinn Sara Sif Helgadóttir átti fína innkomu í íslenska kvennalandsliðið í handbolta er liðið tók á móti Svíum í kvöld. Hún varði tíu bolta í markinu, en gat lítið gert til að koma í veg fyrir stórt tap Íslands. 28. febrúar 2024 21:52 „Ekki nálægt þeim leik sem mig langaði að sýna“ Thea Imani Sturludóttir átti ekki sinn besta dag þegar íslenska kvennalandsliðið í handbolta mátti þola 13 marka tap gegn Svíum í undankeppni EM í dag. Hún lítur þó á leikinn sem tækifæri til að gera betur. 28. febrúar 2024 21:46 Mest lesið Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Fótbolti „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ Íslenski boltinn Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Íslenski boltinn Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin Íslenski boltinn Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Fótbolti „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ Fótbolti Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni Fótbolti 570 milljóna uppsafnað tap hjá Everton Fótbolti Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Íslenski boltinn Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Handbolti Fleiri fréttir Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Minnkuðu muninn í eitt mark úr lokaskotinu Sló (líklega) metið yfir flest mörk að meðaltali í leik „Mér þykir virkilega vænt um þennan titil“ Grótta í umspil eftir tap gegn Aftureldingu Sjá meira
„Þetta er bara fjórða besta lið í heiminum“ Markvörðurinn Sara Sif Helgadóttir átti fína innkomu í íslenska kvennalandsliðið í handbolta er liðið tók á móti Svíum í kvöld. Hún varði tíu bolta í markinu, en gat lítið gert til að koma í veg fyrir stórt tap Íslands. 28. febrúar 2024 21:52
„Ekki nálægt þeim leik sem mig langaði að sýna“ Thea Imani Sturludóttir átti ekki sinn besta dag þegar íslenska kvennalandsliðið í handbolta mátti þola 13 marka tap gegn Svíum í undankeppni EM í dag. Hún lítur þó á leikinn sem tækifæri til að gera betur. 28. febrúar 2024 21:46
Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða