Skagi inn í Kauphöllina í stað VÍS Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 29. febrúar 2024 08:28 Haraldur Þórðarson, forstjóri Skaga. Skagi er nýtt móðurfélags VÍS, Fossa fjárfestingarbanka og SIV eignastýringar. Framtíðarskipulag samstæðunnar hefur verið kynnt og samþykkt af hluthöfum með tilfærslu tryggingareksturs í dótturfélag. Skagi verður skráða félagið í félagið í Kauphöll Íslands, sem áður var undir merkjum VÍS. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu. Þar segir að með sameiningu VÍS, Fossa og SIV verði til nýtt afl á fjármálamarkaði sem stefni á arðbæran vöxt á sviði trygginga, fjárfestingarbankastarfsemi og eignastýringar. Félögin verði dótturfélög hins nýja félags. Segir í tilkynningunni að á síðasta ári hafi farið mikill kraftur í sameiningu félaganna og er samþættingu þeirra nú lokið. Nýtt nafn og vörumerki var kynnt til sögunnar í gær samhliða boðun til aðalfundar þann 21. mars næstkomandi. Fyrsta uppgjör nýrrar samstæðu var birt í kauphöllinni eftir lokun markaða í gær. 300 tillögur í nafnasamkeppni Þá kemur fram í tilkynningunni að eftir ítarlega leit, þar sem starfsfólk samstæðunnar skilaði inn hátt í þrjú hundruð tillögum, hafi fundist nafn sem stóðst allar kröfur. Nafnið Skagi sé innblásið af íslenskri náttúru, styrk hennar og samspili við líf fólksins í landinu. Það vísi í stórt nes eða langan höfða og þykir kröftugt en er á sama tíma stutt og hljómfagurt. Er þess getið að hinir ýmsu skagar landsins teygi sig tignarlega frá meginlandinu með fallegu útsýni yfir land og sjó. Tröllaskagi, Skipaskagi, Tindaskagi, Garðskagi og Skagatá. Skaga sé að finna í öllum landshlutum. Nafnið sé viðeigandi fyrir fyrirtæki með djúpar rætur í íslensku samfélagi líkt og tryggingafélagið en vísi í einnig í markmið félagsins að tengja íslenskt atvinnulíf við erlenda markaði. Samstæðan búi að langri og farsælli sögu í tryggingarekstri, framsækni í fjármálaþjónustu og langtímaárangri í fjárfestingum. Áhersla sé lögð á framúrskarandi þjónustu og traust langtímasamband við viðskiptavini. „Frá því að sameining félaganna var frágengin í byrjun október á síðasta ári hefur mikil vinna farið fram í tengslum við samþættingu þeirra og innleiðingu á framtíðarfyrirkomulagi samstæðunnar. Nú þegar samþættingu er lokið kynnum við nýtt nafn og vörumerki móðurfélagsins til sögunnar. Nýtt afl á fjármálamarkaði er tilbúið til sóknar,“ segir Haraldur Þórðarson, forstjóri Skaga. Skagi Kauphöllin Mest lesið Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Viðskipti innlent Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Viðskipti innlent Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Viðskipti erlent Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Viðskipti innlent 25 sagt upp í fiskvinnslu Viðskipti innlent „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ Viðskipti innlent Gengi Alvotech aldrei lægra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu. Þar segir að með sameiningu VÍS, Fossa og SIV verði til nýtt afl á fjármálamarkaði sem stefni á arðbæran vöxt á sviði trygginga, fjárfestingarbankastarfsemi og eignastýringar. Félögin verði dótturfélög hins nýja félags. Segir í tilkynningunni að á síðasta ári hafi farið mikill kraftur í sameiningu félaganna og er samþættingu þeirra nú lokið. Nýtt nafn og vörumerki var kynnt til sögunnar í gær samhliða boðun til aðalfundar þann 21. mars næstkomandi. Fyrsta uppgjör nýrrar samstæðu var birt í kauphöllinni eftir lokun markaða í gær. 300 tillögur í nafnasamkeppni Þá kemur fram í tilkynningunni að eftir ítarlega leit, þar sem starfsfólk samstæðunnar skilaði inn hátt í þrjú hundruð tillögum, hafi fundist nafn sem stóðst allar kröfur. Nafnið Skagi sé innblásið af íslenskri náttúru, styrk hennar og samspili við líf fólksins í landinu. Það vísi í stórt nes eða langan höfða og þykir kröftugt en er á sama tíma stutt og hljómfagurt. Er þess getið að hinir ýmsu skagar landsins teygi sig tignarlega frá meginlandinu með fallegu útsýni yfir land og sjó. Tröllaskagi, Skipaskagi, Tindaskagi, Garðskagi og Skagatá. Skaga sé að finna í öllum landshlutum. Nafnið sé viðeigandi fyrir fyrirtæki með djúpar rætur í íslensku samfélagi líkt og tryggingafélagið en vísi í einnig í markmið félagsins að tengja íslenskt atvinnulíf við erlenda markaði. Samstæðan búi að langri og farsælli sögu í tryggingarekstri, framsækni í fjármálaþjónustu og langtímaárangri í fjárfestingum. Áhersla sé lögð á framúrskarandi þjónustu og traust langtímasamband við viðskiptavini. „Frá því að sameining félaganna var frágengin í byrjun október á síðasta ári hefur mikil vinna farið fram í tengslum við samþættingu þeirra og innleiðingu á framtíðarfyrirkomulagi samstæðunnar. Nú þegar samþættingu er lokið kynnum við nýtt nafn og vörumerki móðurfélagsins til sögunnar. Nýtt afl á fjármálamarkaði er tilbúið til sóknar,“ segir Haraldur Þórðarson, forstjóri Skaga.
Skagi Kauphöllin Mest lesið Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Viðskipti innlent Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Viðskipti innlent Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Viðskipti erlent Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Viðskipti innlent 25 sagt upp í fiskvinnslu Viðskipti innlent „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ Viðskipti innlent Gengi Alvotech aldrei lægra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Sjá meira