Pétur Jökull kom sjálfur á klakann Jón Þór Stefánsson skrifar 29. febrúar 2024 12:29 Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn miðlægrar rannsóknardeildar lögreglu, og Pétur Jökull Jónasson. Vísir/Arnar/Interpol Pétur Jökull Jónasson, sem lýst var eftir á vef Interpol þann 16. febrúar síðastliðinn, kom sjálfur til landsins í fyrradag. Þetta staðfestir Grímur Grímsson í samtali við fréttastofu. Hann kom hingað til lands með flugi frá Evrópu, en Grímur getur ekki gefið upp frá hvaða landi. Pétur var handtekinn á Keflavíkurflugvelli við lendingu, en lögreglan vissi af komu hans fyrirfram. Greint var frá því í gær að Pétur hefði verið handtekinn við komuna til landsins. Í tilynningu frá lögreglu kom fram að hann hefði samdægurs verið færður í Héraðsdóm Reykjavíkur, en þar var hann úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald. Innflutningur frá Alicante og vopnað rán í Skipholti Pétur á nokkurn sakaferill að baki. Þar má nefna að árið 2010 hlaut hann þriggja ára fangelsisdóm í héraði, sem var mildaður í Hæstarétti, fyrir fíkniefnalagabrot. Málið varðaði innflutning á 1,6 kílóum af kókaíni, en fimm menn hlutu dóm fyrir það. Þar var Pétri gefið að sök að finna vitorðsmann til þess flytja fíkniefni til landsins. Gefa honum samtals 270 þúsund krónur til að fara til Alicante og dvelja þar, og síðan sautján þúsund evrur til að borgar fyrir fíkniefni. Þar að auki var hann ákærður fyrir að taka við efnunum við komuna til landsins. Sjá einnig: Sakaðir um kókaínsmygl og milljónasölu á fíkniefnum Árið eftir hlaut Pétur fimm mánaða fangelsisdóm vegna vopnaðs ráns sem átti sér stað árið 2009. Þar var honum gefið a sök að fara með öðrum manni í verslun 10-11 í Skipholti með hulin andlit, ógna starfsfólki með hnífum, og neyða það til að afhenda sér fé. Pétur og hinn maðurinn höfðu með sér á brott tíu þúsund krónur. Eftirlýstur vegna stóra kókaínmálsins Líkt og áður segir hafði Interpol lýst eftir Pétri í mánuðnum sem nú er að líða. Það var í tengslum við stóra kókaínmálið svokallaða, sem varðar hundrað kíló af kókaíni sem voru flutt inn í timburdrumbum frá Brasilíu, en voru gerð upp í Rotterdam. Fjórir karlmenn voru handteknir vegna málsins í ágúst árið 2022. Rúmu ári síðan felldi Landsréttur dóm sinn í málinu. Einn mannanna fékk níu ára fangelsisdóm, annar sex og hálft ár, og tveir fengu fimm ára dóm. Það voru vægari dómar en þeir höfðu fengið í héraði. Stóra kókaínmálið 2022 Fíkniefnabrot Lögreglumál Keflavíkurflugvöllur Íslendingar erlendis Mest lesið Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Hann kom hingað til lands með flugi frá Evrópu, en Grímur getur ekki gefið upp frá hvaða landi. Pétur var handtekinn á Keflavíkurflugvelli við lendingu, en lögreglan vissi af komu hans fyrirfram. Greint var frá því í gær að Pétur hefði verið handtekinn við komuna til landsins. Í tilynningu frá lögreglu kom fram að hann hefði samdægurs verið færður í Héraðsdóm Reykjavíkur, en þar var hann úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald. Innflutningur frá Alicante og vopnað rán í Skipholti Pétur á nokkurn sakaferill að baki. Þar má nefna að árið 2010 hlaut hann þriggja ára fangelsisdóm í héraði, sem var mildaður í Hæstarétti, fyrir fíkniefnalagabrot. Málið varðaði innflutning á 1,6 kílóum af kókaíni, en fimm menn hlutu dóm fyrir það. Þar var Pétri gefið að sök að finna vitorðsmann til þess flytja fíkniefni til landsins. Gefa honum samtals 270 þúsund krónur til að fara til Alicante og dvelja þar, og síðan sautján þúsund evrur til að borgar fyrir fíkniefni. Þar að auki var hann ákærður fyrir að taka við efnunum við komuna til landsins. Sjá einnig: Sakaðir um kókaínsmygl og milljónasölu á fíkniefnum Árið eftir hlaut Pétur fimm mánaða fangelsisdóm vegna vopnaðs ráns sem átti sér stað árið 2009. Þar var honum gefið a sök að fara með öðrum manni í verslun 10-11 í Skipholti með hulin andlit, ógna starfsfólki með hnífum, og neyða það til að afhenda sér fé. Pétur og hinn maðurinn höfðu með sér á brott tíu þúsund krónur. Eftirlýstur vegna stóra kókaínmálsins Líkt og áður segir hafði Interpol lýst eftir Pétri í mánuðnum sem nú er að líða. Það var í tengslum við stóra kókaínmálið svokallaða, sem varðar hundrað kíló af kókaíni sem voru flutt inn í timburdrumbum frá Brasilíu, en voru gerð upp í Rotterdam. Fjórir karlmenn voru handteknir vegna málsins í ágúst árið 2022. Rúmu ári síðan felldi Landsréttur dóm sinn í málinu. Einn mannanna fékk níu ára fangelsisdóm, annar sex og hálft ár, og tveir fengu fimm ára dóm. Það voru vægari dómar en þeir höfðu fengið í héraði.
Stóra kókaínmálið 2022 Fíkniefnabrot Lögreglumál Keflavíkurflugvöllur Íslendingar erlendis Mest lesið Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent