Ráðin ábyrgðarmaður Arion vegna aðgerða gegn peningaþvætti Atli Ísleifsson skrifar 29. febrúar 2024 13:08 Cecilia Agneta Ståhle. Arion banki Cecilia Agneta Ståhle hefur tekið við hlutverki ábyrgðarmanns vegna aðgerða Arion banka gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Í tilkynningu frá bankanum segir að Cecilia muni stýra sjálfstæðri einingu innan regluvörslu sem hafi það hlutverk að leiða vinnu við gerð og uppfærslu áhættumats til að bera kennsl á og meta hættu á peningaþvætti. „Teymið mun einnig fylgja eftir innleiðingu á stefnum, stýringum, og verkferlum til að draga úr og stýra peningaþvættisáhættu. Þá mun það sinna reglubundnu eftirliti með framkvæmd bankans í þessum efnum. Cecilia, sem jafnframt er staðgengill regluvarðar bankans, er viðskiptafræðingur frá BI Norwegian Business School í Osló. Hún hefur starfað hjá Arion banka frá því í maí 2022 og tók við sem staðgengill regluvarðar í maí 2023. Hún hefur yfir 20 ára reynslu af störfum á fjármálamarkaði, bæði á sviði rekstrar og innra eftirlits, en einna helst af aðgerðum gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Áður en hún hóf störf hjá Arion banka starfaði hún sem regluvörður sænska bankans Ikano Bank AB, sem er einnig með starfsemi í Danmörku, Noregi, Finnlandi, Bretlandi, Þýskalandi og Póllandi. Cecilia situr í stjórn Aros Kapital AB, sem er sænsk fjármálastofnun, og á þar sæti í endurskoðunar-, áhættu og lagahlítingarnefnd stjórnar. Arion banki hefur unnið markvisst að því að efla fyrirkomulag varna gegn peningaþvætti í allri starfsemi sinni, ekki síst eftir að lög um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka tóku gildi í ársbyrjun 2019. Með því að koma á fót þessari sjálfstæðu eftirlitseiningu innan regluvörslu bankans er verið að gera þessum mikilvæga málaflokki enn hærra undir höfði. Að auki kom Arion banki í apríl 2022 á fót sérstakri einingu, viðskiptaeftirliti, skipuð reynslumiklu starfsfólki sem vinnur þétt með framlínu bankans við að fylgja eftir aðvörunum úr færslueftirlitskerfum og ábendingum frá starfsfólki um óhefðbundna viðskiptahegðun og atriði sem benda til aukinnar peningaþvættisáhættu,“ segir í tilkynningunni. Vistaskipti Arion banki Efnahagsbrot Fjármálafyrirtæki Mest lesið „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Viðskipti innlent Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Viðskipti innlent Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Viðskipti innlent Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Viðskipti innlent Verðmerkingum 49 verslana ábótavant Neytendur Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Neytendur Sækja á fjórða milljarð króna Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Sjá meira
Í tilkynningu frá bankanum segir að Cecilia muni stýra sjálfstæðri einingu innan regluvörslu sem hafi það hlutverk að leiða vinnu við gerð og uppfærslu áhættumats til að bera kennsl á og meta hættu á peningaþvætti. „Teymið mun einnig fylgja eftir innleiðingu á stefnum, stýringum, og verkferlum til að draga úr og stýra peningaþvættisáhættu. Þá mun það sinna reglubundnu eftirliti með framkvæmd bankans í þessum efnum. Cecilia, sem jafnframt er staðgengill regluvarðar bankans, er viðskiptafræðingur frá BI Norwegian Business School í Osló. Hún hefur starfað hjá Arion banka frá því í maí 2022 og tók við sem staðgengill regluvarðar í maí 2023. Hún hefur yfir 20 ára reynslu af störfum á fjármálamarkaði, bæði á sviði rekstrar og innra eftirlits, en einna helst af aðgerðum gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Áður en hún hóf störf hjá Arion banka starfaði hún sem regluvörður sænska bankans Ikano Bank AB, sem er einnig með starfsemi í Danmörku, Noregi, Finnlandi, Bretlandi, Þýskalandi og Póllandi. Cecilia situr í stjórn Aros Kapital AB, sem er sænsk fjármálastofnun, og á þar sæti í endurskoðunar-, áhættu og lagahlítingarnefnd stjórnar. Arion banki hefur unnið markvisst að því að efla fyrirkomulag varna gegn peningaþvætti í allri starfsemi sinni, ekki síst eftir að lög um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka tóku gildi í ársbyrjun 2019. Með því að koma á fót þessari sjálfstæðu eftirlitseiningu innan regluvörslu bankans er verið að gera þessum mikilvæga málaflokki enn hærra undir höfði. Að auki kom Arion banki í apríl 2022 á fót sérstakri einingu, viðskiptaeftirliti, skipuð reynslumiklu starfsfólki sem vinnur þétt með framlínu bankans við að fylgja eftir aðvörunum úr færslueftirlitskerfum og ábendingum frá starfsfólki um óhefðbundna viðskiptahegðun og atriði sem benda til aukinnar peningaþvættisáhættu,“ segir í tilkynningunni.
Vistaskipti Arion banki Efnahagsbrot Fjármálafyrirtæki Mest lesið „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Viðskipti innlent Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Viðskipti innlent Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Viðskipti innlent Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Viðskipti innlent Verðmerkingum 49 verslana ábótavant Neytendur Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Neytendur Sækja á fjórða milljarð króna Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Sjá meira