„Í íþróttum er ekkert búið fyrr en það er búið að flauta af“ Stefán Árni Pálsson skrifar 1. mars 2024 07:30 Þorvaldur Örlygsson er nýr formaður Knattspyrnusambands Íslands. Hann hefur verið á fullu síðan hann tók við starfinu. Vísir/Einar Þorvaldur Örlygsson segir að fyrstu dagarnir á skrifstofunni sem formaður KSÍ hafi verið viðburðaríkir. Hann var mættur til vinnu strax á sunnudagsmorgninum. „Þessi skrifstofa er svona eins og þriggja herbergja íbúð. Maður svona reynir oft að skipta um stóla. Þetta er ágætis staður til að funda á, en já hún er stór,“ segir Þorvaldur léttur þegar rætt var við hann á Laugardalsvelli í gær. „Það hefur verið mikið að gera hjá mér síðustu daga. Ég byrjaði eiginlega bara strax á sunnudeginum að hitta landsliðsþjálfara karla og landsliðsþjálfara kvenna. Svo gekk hver fundurinn á fætur öðrum á mánudeginum.“ Það kom mögulega einhverjum á óvart að Þorvaldur skyldi hafa betur í baráttunni við Guðna Bergsson og Vigni Má Þormóðsson. Í Pallborðinu á Vísi á fimmtudaginn var birt skoðanakönnun þar sem aðildarfélög KSÍ höfðu valið sinn mann. Þátttakan var 40% en þá var Þorvaldur aðeins með sjö prósent stuðning. „Ég veit ekki hvort ég eigi að segja að ég hafi haft áhyggjur af þessu, þetta var svolítið sérstök skoðanakönnun. Eins og við vitum í íþróttum er ekkert búið fyrr en það er búið að flauta af. En já mínir mótframbjóðendur vorum með gott fylgi á þessum tíma en það þurfti samt að kjósa á laugardeginum. Skoðunarkönnunin var því kannski ekki rétt eftir á að hyggja en það er gaman að hafa svona kannanir.“ Hann segist samt sem áður hafa viljað halda áfram sama plani. „Ég vildi vera samkvæmur sjálfum mér allan tímann og halda áfram og gera eins allan tímann. Þarna voru tveir dagar eftir og þá gerist margt. Það var greinilega að það voru mörg lið óákveðin á þessum tímapunkti“ Þorvaldur hélt ræðu á ársþinginu sem virðist hafa heillað fólk í salnum. „Þessi ræða var skrifuð í vikunni og ég og konan mín fórum yfir punktana og fórum yfir þessa ræðu og hjálpuðumst að með þessa ræðu. Þeir punktar sem við vildum koma á framfæri voru í ræðunni, punktar sem voru í gegnum mína kosningabaráttu. En fólk þurfti að sjá mig á staðnum, hvernig ég er auglitis til auglitis.“ KSÍ Fótbolti Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Sport Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Enski boltinn Fleiri fréttir Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Í beinni: Tottenham - Aston Villa | Úrvalsdeildarslagur í bikarnum Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Fer 41 árs Vonn á Ólympíuleika? Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Græðir milljón á dag með nýjum samningi Dagskráin í dag: Enski bikarinn og NFL-veislan hefst af alvöru Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sjá meira
„Þessi skrifstofa er svona eins og þriggja herbergja íbúð. Maður svona reynir oft að skipta um stóla. Þetta er ágætis staður til að funda á, en já hún er stór,“ segir Þorvaldur léttur þegar rætt var við hann á Laugardalsvelli í gær. „Það hefur verið mikið að gera hjá mér síðustu daga. Ég byrjaði eiginlega bara strax á sunnudeginum að hitta landsliðsþjálfara karla og landsliðsþjálfara kvenna. Svo gekk hver fundurinn á fætur öðrum á mánudeginum.“ Það kom mögulega einhverjum á óvart að Þorvaldur skyldi hafa betur í baráttunni við Guðna Bergsson og Vigni Má Þormóðsson. Í Pallborðinu á Vísi á fimmtudaginn var birt skoðanakönnun þar sem aðildarfélög KSÍ höfðu valið sinn mann. Þátttakan var 40% en þá var Þorvaldur aðeins með sjö prósent stuðning. „Ég veit ekki hvort ég eigi að segja að ég hafi haft áhyggjur af þessu, þetta var svolítið sérstök skoðanakönnun. Eins og við vitum í íþróttum er ekkert búið fyrr en það er búið að flauta af. En já mínir mótframbjóðendur vorum með gott fylgi á þessum tíma en það þurfti samt að kjósa á laugardeginum. Skoðunarkönnunin var því kannski ekki rétt eftir á að hyggja en það er gaman að hafa svona kannanir.“ Hann segist samt sem áður hafa viljað halda áfram sama plani. „Ég vildi vera samkvæmur sjálfum mér allan tímann og halda áfram og gera eins allan tímann. Þarna voru tveir dagar eftir og þá gerist margt. Það var greinilega að það voru mörg lið óákveðin á þessum tímapunkti“ Þorvaldur hélt ræðu á ársþinginu sem virðist hafa heillað fólk í salnum. „Þessi ræða var skrifuð í vikunni og ég og konan mín fórum yfir punktana og fórum yfir þessa ræðu og hjálpuðumst að með þessa ræðu. Þeir punktar sem við vildum koma á framfæri voru í ræðunni, punktar sem voru í gegnum mína kosningabaráttu. En fólk þurfti að sjá mig á staðnum, hvernig ég er auglitis til auglitis.“
KSÍ Fótbolti Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Sport Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Enski boltinn Fleiri fréttir Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Í beinni: Tottenham - Aston Villa | Úrvalsdeildarslagur í bikarnum Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Fer 41 árs Vonn á Ólympíuleika? Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Græðir milljón á dag með nýjum samningi Dagskráin í dag: Enski bikarinn og NFL-veislan hefst af alvöru Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum