Komdu í þjóðfræði Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar 1. mars 2024 14:01 Á morgun, 2. mars, er Háskóladagurinn haldinn í Reykjavík. Allir háskólar landsins standa að deginum og er tilgangurinn að kynna fjölbreytt námsframboð á Íslandi. Fólk í námshugleiðingum flykkist á svæðið til að kynna sér úrvalið og er af nægu að taka. Ég man þegar ég heimsótti háskóladaginn fyrst fyrir 10 árum síðan og greip hvern bæklinginn af fætur öðrum. Það var allt svo ótrúlega spennandi, ég ætlaði í skapandi greinar á Bifröst, viðburðastjórnun á Hólum og landslagsarkitektúr í Landbúnaðarháskólanum, verða bókmenntafræðingur, framhaldsskólakennari og safnstjóri. Ég ákvað á endanum að skella mér í þjóðfræði í Háskóla Íslands. Ákvörðun sem ég sé ekki eftir. Þjóðfræði er ótrúlega yfirgripsmikið og spennandi nám. Nafnið á faginu er kannski svolítið villandi þar sem fókusinn er ekkert endilega á þjóðina eða þjóðir, heldur á allskonar hópa og samfélög, stór og smá. Í þjóðfræði er sjónum beint að fólki, sögunum sem það segir, hlutunum sem það umkringir sig, fötunum sem það klæðist, matnum sem það borðar, hátíðum sem það heldur, bröndurum, flökkusögum, húðflúrum, hári, sundi, veggjalist og hefðum og svo mætti lengi telja. Í þjóðfræði er lögð áhersla á hvernig fólk mótar líf sitt og umhverfi undir kringumstæðum sem það hefur ekki mótað sjálft. Af hverju við gerum það sem við gerum. Við lærum að skilja fólk, samfélög og hópa. Eitthvað sem hefur aldrei verið jafn mikilvægt og einmitt núna, þegar „okkur“ og „hinum“ er sífellt stillt upp sem andstæðum. Þjóðfræði beinir sjónum að fortíðinni, samtímanum og jafnvel framtíðinni, enda spilar þetta oft saman. Við verðum að átta okkur á hvaðan við komum, til að skilja hvar við erum og finna út hvernig við eigum að halda áfram. Þjóðfræðin gefur fólki færi á að rannsaka allt sem það hefur áhuga á og er í nálgun sinni mjög þverfagleg. Hún er því tilvalin grunnur fyrir frekara nám og frábært framhaldsnám fyrir þau sem vilja bæta við sig þekkingu og skilningi á mannlegu samfélagi. Það besta er þó líklega að hægt er að læra þjóðfræði hvar sem er. Fagið er bæði kennt í staðnámi þar sem hægt er að vera hluti af öflugu samfélagi nemenda í háskólanum, og fjarnámi og hefur verið kennt samhliða þannig undanfarin 20 ár. Jafnt aðgengi að námi er nefnilega mikilvægt. Þá er víða boðið upp á skiptinám í þjóðfræði í öðrum löndum, sem getur auðvitað verið mikið ævintýri. Þjóðfræðinemar hafa flestir vanist því að svara spurningum áhugasamra vina og vandamanna um hvað taki svo við eftir námið. Þar er af nógu að taka, því þjóðfræði opnar möguleika á að sinna fjölbreyttum og spennandi störfum. Þjóðfræðingar starfa til dæmis sem menningarfulltrúar, á söfnum og menningarmiðstöðvum, í ferðaþjónustu, í kennslu, í fjölmiðlun og við dagskrárgerð, markaðssetningu og viðburðastjórn, í listgreinum og á ótal fleiri sviðum. Ég held reyndar að það sé svo að í flestum störfum sé gott að skilja fólk. Í þjóðfræðinni er hægt að sameina fjölbreytt áhugasvið, fagið opnar ný sjónarhorn og býður upp á spennandi starfsmöguleika í framtíðinni. Ég hvet ykkur eindregið til að kíkja á okkur á Háskóladeginum eða ef þið eruð að hugsa um þjóðfræðina. Svo er bara að láta vaða, þið sjáið ekki eftir því! Höfundur er þjóðfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Háskólar Skóla - og menntamál Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen Skoðun Skoðun Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Sjá meira
Á morgun, 2. mars, er Háskóladagurinn haldinn í Reykjavík. Allir háskólar landsins standa að deginum og er tilgangurinn að kynna fjölbreytt námsframboð á Íslandi. Fólk í námshugleiðingum flykkist á svæðið til að kynna sér úrvalið og er af nægu að taka. Ég man þegar ég heimsótti háskóladaginn fyrst fyrir 10 árum síðan og greip hvern bæklinginn af fætur öðrum. Það var allt svo ótrúlega spennandi, ég ætlaði í skapandi greinar á Bifröst, viðburðastjórnun á Hólum og landslagsarkitektúr í Landbúnaðarháskólanum, verða bókmenntafræðingur, framhaldsskólakennari og safnstjóri. Ég ákvað á endanum að skella mér í þjóðfræði í Háskóla Íslands. Ákvörðun sem ég sé ekki eftir. Þjóðfræði er ótrúlega yfirgripsmikið og spennandi nám. Nafnið á faginu er kannski svolítið villandi þar sem fókusinn er ekkert endilega á þjóðina eða þjóðir, heldur á allskonar hópa og samfélög, stór og smá. Í þjóðfræði er sjónum beint að fólki, sögunum sem það segir, hlutunum sem það umkringir sig, fötunum sem það klæðist, matnum sem það borðar, hátíðum sem það heldur, bröndurum, flökkusögum, húðflúrum, hári, sundi, veggjalist og hefðum og svo mætti lengi telja. Í þjóðfræði er lögð áhersla á hvernig fólk mótar líf sitt og umhverfi undir kringumstæðum sem það hefur ekki mótað sjálft. Af hverju við gerum það sem við gerum. Við lærum að skilja fólk, samfélög og hópa. Eitthvað sem hefur aldrei verið jafn mikilvægt og einmitt núna, þegar „okkur“ og „hinum“ er sífellt stillt upp sem andstæðum. Þjóðfræði beinir sjónum að fortíðinni, samtímanum og jafnvel framtíðinni, enda spilar þetta oft saman. Við verðum að átta okkur á hvaðan við komum, til að skilja hvar við erum og finna út hvernig við eigum að halda áfram. Þjóðfræðin gefur fólki færi á að rannsaka allt sem það hefur áhuga á og er í nálgun sinni mjög þverfagleg. Hún er því tilvalin grunnur fyrir frekara nám og frábært framhaldsnám fyrir þau sem vilja bæta við sig þekkingu og skilningi á mannlegu samfélagi. Það besta er þó líklega að hægt er að læra þjóðfræði hvar sem er. Fagið er bæði kennt í staðnámi þar sem hægt er að vera hluti af öflugu samfélagi nemenda í háskólanum, og fjarnámi og hefur verið kennt samhliða þannig undanfarin 20 ár. Jafnt aðgengi að námi er nefnilega mikilvægt. Þá er víða boðið upp á skiptinám í þjóðfræði í öðrum löndum, sem getur auðvitað verið mikið ævintýri. Þjóðfræðinemar hafa flestir vanist því að svara spurningum áhugasamra vina og vandamanna um hvað taki svo við eftir námið. Þar er af nógu að taka, því þjóðfræði opnar möguleika á að sinna fjölbreyttum og spennandi störfum. Þjóðfræðingar starfa til dæmis sem menningarfulltrúar, á söfnum og menningarmiðstöðvum, í ferðaþjónustu, í kennslu, í fjölmiðlun og við dagskrárgerð, markaðssetningu og viðburðastjórn, í listgreinum og á ótal fleiri sviðum. Ég held reyndar að það sé svo að í flestum störfum sé gott að skilja fólk. Í þjóðfræðinni er hægt að sameina fjölbreytt áhugasvið, fagið opnar ný sjónarhorn og býður upp á spennandi starfsmöguleika í framtíðinni. Ég hvet ykkur eindregið til að kíkja á okkur á Háskóladeginum eða ef þið eruð að hugsa um þjóðfræðina. Svo er bara að láta vaða, þið sjáið ekki eftir því! Höfundur er þjóðfræðingur.
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson Skoðun
Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson Skoðun
Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun