Börn yfirgáfu „verksmiðju Willy Wonka“ hágrátandi Bjarki Sigurðsson skrifar 1. mars 2024 13:48 Til vinstri er inngangur „ævintýraheimsins“ og til hægri er illmennið skáldaða The Unknown. Foreldrar barna sem sóttu viðburð á vegum félagsins House of Illuminati í Glasgow um helgina eru æfir og vilja endurgreiðslu. Upplifunin sem þeim var lofað stóðst engan vegin væntingar og yfirgaf fjöldi barna svæðið grátandi. Viðburðurinn hét „Willy's Chocolate Experience“ eða „Súkkulaðiupplifun Villa“ og áttu gestir að geta upplifað töfraheim sælgætisgerðarmannsins Willy Wonka úr kvikmyndinni Charlie and the Chocolate Factory. Foreldrar borguðu 35 pund, rúmlega sex þúsund krónur, fyrir aðgöngumiða en viðburðurinn fór fram í vöruhúsi í iðnaðarhverfinu Whiteinch í Glasgow. Auglýsingar House of Illuminati voru töfrandi og heilluðu fjölmarga foreldra sem sáu fyrir sér glaðan dag með börnum sínum. Ein af auglýsingunum fyrir Willy's Chocolate Experience. Auglýsingin var gerð með aðstoð gervigreindar. Það sem boðið var upp á leit þó hvorki út eins og það sem auglýsingarnar gáfu í skyn, né var það nokkuð líkt verksmiðju Willy Wonka í kvikmyndinni. Í raun voru þetta einungis nokkrir leikmunir sem raðað hafði verið á víð og dreif um vöruhúsið sem átti að taka um klukkutíma að labba í gegnum en tók flesta einungis fimm mínútur. Gestir voru ekki ánægðir með upplifunina. Á þessum fimm mínútum hittu börnin Wonka sjálfan, eða leikara sem lék Wonka, og svo illmenni sem forsvarsmenn viðburðarins virðast hafa skapað sjálfir. Sá var kallaður The Unknown, eða „sá óþekkti“, og var maður í skikkju með silfurlitaða grímu og svarta hárkollu. The Unknown faldi sig á bakvið spegil í vöruhúsinu og á persónan að vera illur súkkulaðigerðarmaður sem býr í verksmiðju Willy Wonka. The Unknown gerði fátt nema að græta börnin sem sóttu viðburðinn. Samkvæmt handriti skipuleggjenda átti Wonka svo að losa sig við The Unknown með því að ryksuga hann en það gerðist aldrei þar sem loka þurfti staðnum snemma þegar lögreglan mætti á staðinn. New details on the Willy Wonka Experience disaster• Script was '15 pages of AI-generated gibberish'• Made up a villain called The Unknown — 'an evil chocolate maker who lives in the walls'• Event had no chocolate — kids were given a single jelly bean & a cup of lemonade pic.twitter.com/kxs1RcKVC8— Culture Crave 🍿 (@CultureCrave) February 28, 2024 Fjöldi foreldra hafði hringt á lögregluna vegna óánægju með viðburðinn og kröfðust endurgreiðslu þar sem þeir töldu sig ekki hafa fengið þá upplifun sem börnunum var lofað. Þetta gerðist allt saman á laugardegi og átti viðburðurinn að halda áfram á sunnudeginum. Ekkert varð úr því. Skreytingarnar voru ekki alveg nægilega líkar því sem fólki var lofað. Skipuleggjendurnir hafa beðist afsökunar á viðburðinum og munu endurgreiða öllum gestum sem greiddu aðgangseyri. „Því miður þá klúðraðist margt við framkvæmd viðburðarins og við gerðum okkar besta til að keyra þetta áfram en nú áttum við okkur á því að við hefðum átt að hætta við allt saman strax um morguninn,“ segir í yfirlýsingu frá þeim. Þrátt fyrir að viðburðurinn hafi kallast Súkkulaðiupplifun Villa, þá var ekkert súkkulaði að fá. Eina sælgætið sem gestir fengu voru örfáar hlaupbaunir (e. jelly beans) frá tveimur konum sem fóru með hlutverk Úmpa-Lúmpa. Úmpa-Lúmparnir tveir. Skotland Bretland Mest lesið Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Simmi vinsælasti leynigesturinn Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Gummi lögga er maður ársins 2025 Innlent „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Innlent Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Innlent Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Innlent Fleiri fréttir Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Sjá meira
Viðburðurinn hét „Willy's Chocolate Experience“ eða „Súkkulaðiupplifun Villa“ og áttu gestir að geta upplifað töfraheim sælgætisgerðarmannsins Willy Wonka úr kvikmyndinni Charlie and the Chocolate Factory. Foreldrar borguðu 35 pund, rúmlega sex þúsund krónur, fyrir aðgöngumiða en viðburðurinn fór fram í vöruhúsi í iðnaðarhverfinu Whiteinch í Glasgow. Auglýsingar House of Illuminati voru töfrandi og heilluðu fjölmarga foreldra sem sáu fyrir sér glaðan dag með börnum sínum. Ein af auglýsingunum fyrir Willy's Chocolate Experience. Auglýsingin var gerð með aðstoð gervigreindar. Það sem boðið var upp á leit þó hvorki út eins og það sem auglýsingarnar gáfu í skyn, né var það nokkuð líkt verksmiðju Willy Wonka í kvikmyndinni. Í raun voru þetta einungis nokkrir leikmunir sem raðað hafði verið á víð og dreif um vöruhúsið sem átti að taka um klukkutíma að labba í gegnum en tók flesta einungis fimm mínútur. Gestir voru ekki ánægðir með upplifunina. Á þessum fimm mínútum hittu börnin Wonka sjálfan, eða leikara sem lék Wonka, og svo illmenni sem forsvarsmenn viðburðarins virðast hafa skapað sjálfir. Sá var kallaður The Unknown, eða „sá óþekkti“, og var maður í skikkju með silfurlitaða grímu og svarta hárkollu. The Unknown faldi sig á bakvið spegil í vöruhúsinu og á persónan að vera illur súkkulaðigerðarmaður sem býr í verksmiðju Willy Wonka. The Unknown gerði fátt nema að græta börnin sem sóttu viðburðinn. Samkvæmt handriti skipuleggjenda átti Wonka svo að losa sig við The Unknown með því að ryksuga hann en það gerðist aldrei þar sem loka þurfti staðnum snemma þegar lögreglan mætti á staðinn. New details on the Willy Wonka Experience disaster• Script was '15 pages of AI-generated gibberish'• Made up a villain called The Unknown — 'an evil chocolate maker who lives in the walls'• Event had no chocolate — kids were given a single jelly bean & a cup of lemonade pic.twitter.com/kxs1RcKVC8— Culture Crave 🍿 (@CultureCrave) February 28, 2024 Fjöldi foreldra hafði hringt á lögregluna vegna óánægju með viðburðinn og kröfðust endurgreiðslu þar sem þeir töldu sig ekki hafa fengið þá upplifun sem börnunum var lofað. Þetta gerðist allt saman á laugardegi og átti viðburðurinn að halda áfram á sunnudeginum. Ekkert varð úr því. Skreytingarnar voru ekki alveg nægilega líkar því sem fólki var lofað. Skipuleggjendurnir hafa beðist afsökunar á viðburðinum og munu endurgreiða öllum gestum sem greiddu aðgangseyri. „Því miður þá klúðraðist margt við framkvæmd viðburðarins og við gerðum okkar besta til að keyra þetta áfram en nú áttum við okkur á því að við hefðum átt að hætta við allt saman strax um morguninn,“ segir í yfirlýsingu frá þeim. Þrátt fyrir að viðburðurinn hafi kallast Súkkulaðiupplifun Villa, þá var ekkert súkkulaði að fá. Eina sælgætið sem gestir fengu voru örfáar hlaupbaunir (e. jelly beans) frá tveimur konum sem fóru með hlutverk Úmpa-Lúmpa. Úmpa-Lúmparnir tveir.
Skotland Bretland Mest lesið Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Simmi vinsælasti leynigesturinn Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Gummi lögga er maður ársins 2025 Innlent „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Innlent Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Innlent Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Innlent Fleiri fréttir Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Sjá meira