Fabrizio Romano sagður fá borgað fyrir að tjá sig um ákveðna aðila Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 2. mars 2024 22:15 Fabrizio Romano þekkja flest þau sem fylgjast með knattspyrnu enda verið gríðarlega vinsæll á samfélagsmiðlum undanfarin ár. B/R Football Fabrizio Romano, maðurinn sem er ávallt með puttann á púlsinum þegar kemur að félagaskiptum innan knattspyrnuheimsins, er sagður bjóða liðum og leikmönnum umfjöllun gegn greiðslu. Er hann sakaður um að dreifa því sem kalla mætti „falsfréttir“ svo lengi sem hann fær borgað. Það er Tipsbladet í Danmörku sem greinir frá þessu en ástæðan fyrir umfjöllun blaðsins um starfsemi Romano er umfjöllun hans um sænska undrabarnið Roony Bardghji hjá FC Kaupmannahöfn. Sá skoraði til að mynda sigurmark í ótrúlegum 3-2 sigri á Manchester United í Meistaradeild Evrópu fyrir ekki svo löngu síðan. Roony hefur hins vegar ekki átt upp á dekk hjá Jacob Neestrup, þjálfara FCK, eftir að danska deildin sneri til baka eftir jólafrí. Roony kom inn af bekknum í 2-0 tapinu gegn Midtjylland í gær, föstudag, en þurfti að sætta sig við að bekkjarsetu í sigrum á Nordsjælland og Silkeborg sem og tapi gegn Manchester City í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Romano tjáði sig nýverið um stöðu Roony í Kaupmannahöfn og sagði hann sitja á bekknum þar sem vængmaðurinn neitaði að framlengja samning sinn í höfuðborg Danmerkur. Núverandi samningur hins 18 ára gamla Roony rennur út sumarið 2025. Roony Bardghji, strange case for one of best talents in Europe. From being top scorer with 10 goals for Copenhagen to zero minutes in first games of 2024.Reason is that Bardghji has no intention to sign new long term deal from the summer, he will only have 18 months pic.twitter.com/Ywed0GVJch— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) February 28, 2024 Forráðamenn FCK hafa opinberlega neitað þessum ásökunum en óvænt umfjöllun Romano um mál Roony fékk Troels Bager Thogersen hjá Tipsbladet, til að hefja rannsókn á Romano og teymi hans. Thogersen segir að Romano, og þeir sem með honum vinna, hafi verið í sambandi við lið og leikmenn í von um að fá borgað verði leikmaðurinn, eða félagið, nefndur á samfélagsmiðlum Romano. Þá segir Thogersen það ljóst að umboðskrifstofa Roony hafi „plantað“ orðræðunni um samningsmál leikmannsins og bekkjarsetu hans. „Ég veit að Romano er líkt og guð á samfélagsmiðlum. Ég veit líka að oft fær hann upplýsingar sínar frá umboðsmönnum og er í raun bara að básúna þeirra hagsmunum. Það er mjög svo staðan í máli Roony. Þetta er ekki blaðamennska og það er helsti punkturinn hér. Það sem virðist vera blaðamennska er rekið af áfram af fjárhagslegum ávinningi.“ Þá hafa norskir fjölmiðlar einnig fjallað um málið. Á vef Idrettspolitikk segir að Romano hafi í gegnum þriðja aðila boðið norska knattspyrnufélaginu Vålerenga umfjöllun, og orðróma, um ákveðna leikmenn gegn greiðslu. Did Fabrizio Romano approach Valerenga via a third party to spread rumours about players in return for money?@aselliaas with more, via @Idrettspolitik1.https://t.co/jM8G6PPqdz— Samindra Kunti (@samindrakunti) March 1, 2024 Tipsbladet hefur boðið hinum 31 árs gamla Romano að segja sína hlið en hann hefur ekki viljað veita viðtal. Fótbolti Mest lesið Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Lena Margrét til Svíþjóðar Handbolti Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Íslenski boltinn Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Körfubolti Fleiri fréttir Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Sjá meira
Er hann sakaður um að dreifa því sem kalla mætti „falsfréttir“ svo lengi sem hann fær borgað. Það er Tipsbladet í Danmörku sem greinir frá þessu en ástæðan fyrir umfjöllun blaðsins um starfsemi Romano er umfjöllun hans um sænska undrabarnið Roony Bardghji hjá FC Kaupmannahöfn. Sá skoraði til að mynda sigurmark í ótrúlegum 3-2 sigri á Manchester United í Meistaradeild Evrópu fyrir ekki svo löngu síðan. Roony hefur hins vegar ekki átt upp á dekk hjá Jacob Neestrup, þjálfara FCK, eftir að danska deildin sneri til baka eftir jólafrí. Roony kom inn af bekknum í 2-0 tapinu gegn Midtjylland í gær, föstudag, en þurfti að sætta sig við að bekkjarsetu í sigrum á Nordsjælland og Silkeborg sem og tapi gegn Manchester City í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Romano tjáði sig nýverið um stöðu Roony í Kaupmannahöfn og sagði hann sitja á bekknum þar sem vængmaðurinn neitaði að framlengja samning sinn í höfuðborg Danmerkur. Núverandi samningur hins 18 ára gamla Roony rennur út sumarið 2025. Roony Bardghji, strange case for one of best talents in Europe. From being top scorer with 10 goals for Copenhagen to zero minutes in first games of 2024.Reason is that Bardghji has no intention to sign new long term deal from the summer, he will only have 18 months pic.twitter.com/Ywed0GVJch— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) February 28, 2024 Forráðamenn FCK hafa opinberlega neitað þessum ásökunum en óvænt umfjöllun Romano um mál Roony fékk Troels Bager Thogersen hjá Tipsbladet, til að hefja rannsókn á Romano og teymi hans. Thogersen segir að Romano, og þeir sem með honum vinna, hafi verið í sambandi við lið og leikmenn í von um að fá borgað verði leikmaðurinn, eða félagið, nefndur á samfélagsmiðlum Romano. Þá segir Thogersen það ljóst að umboðskrifstofa Roony hafi „plantað“ orðræðunni um samningsmál leikmannsins og bekkjarsetu hans. „Ég veit að Romano er líkt og guð á samfélagsmiðlum. Ég veit líka að oft fær hann upplýsingar sínar frá umboðsmönnum og er í raun bara að básúna þeirra hagsmunum. Það er mjög svo staðan í máli Roony. Þetta er ekki blaðamennska og það er helsti punkturinn hér. Það sem virðist vera blaðamennska er rekið af áfram af fjárhagslegum ávinningi.“ Þá hafa norskir fjölmiðlar einnig fjallað um málið. Á vef Idrettspolitikk segir að Romano hafi í gegnum þriðja aðila boðið norska knattspyrnufélaginu Vålerenga umfjöllun, og orðróma, um ákveðna leikmenn gegn greiðslu. Did Fabrizio Romano approach Valerenga via a third party to spread rumours about players in return for money?@aselliaas with more, via @Idrettspolitik1.https://t.co/jM8G6PPqdz— Samindra Kunti (@samindrakunti) March 1, 2024 Tipsbladet hefur boðið hinum 31 árs gamla Romano að segja sína hlið en hann hefur ekki viljað veita viðtal.
Fótbolti Mest lesið Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Lena Margrét til Svíþjóðar Handbolti Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Íslenski boltinn Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Körfubolti Fleiri fréttir Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Sjá meira