Meistararnir aftur á toppinn eftir öruggan sigur Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 3. mars 2024 20:01 Chelsea er komið á topp ensku deildarinnar. Warren Little/Getty Images Englandsmeistarar Chelsea áttu ekki í vandræðum með Refina frá Leicester í ensku úrvalsdeild kvenna í knattspyrnu. Manchester United náði aðeins í stig gegn West Ham United og Brighton & Hove Albion skoraði 7 mörk gegn botnliði Bristol City. Tvö mörk seint í fyrri hálfleik lögðu grunninn að þægilegum sigri Chelsea. Hin sænska Nathalie Björn kom Chelsea yfir á 38. mínútu. Hin kólumbíska Mayra Ramirez, dýrasti leikmaður í sögu ensku deildarinnar, tvöfaldaði forystuna á 44. mínútu eftir frábæran sprett. That is unbelievable, Mayra! #CFCW pic.twitter.com/LVbNuJeCDt— Chelsea FC Women (@ChelseaFCW) March 3, 2024 Johanna Rytting Kaneryd, einnig frá Svíþjóð, bætti þriðja markinu við um miðbik síðari hálfleiks og hin bandaríska Catarina Macario skoraði fjórða og síðasta mark leiksins. Lokatölur 4-0 Chelsea í vil og meistararnir komnir með 37 stig líkt og Manchester City þegar 14 umferðir eru búnar af ensku deildinni. Arsenal er í 3. sæti með 34 stig eftir 1-0 sigur á nágrönnum sínum í Tottenham Hotspur fyrr í dag. Manchester United er í 4. sætinu en liðið missti toppliðin þrjú enn lengra frá sér með því að ná aðeins í jafntefli gegn West Ham United. Dagný Brynjarsdóttir lék ekki með Hömrunum þar sem stutt er síðan hún eignaðist sitt annað barn. Rachel Williams kom Man Utd yfir strax á 4. mínútu leiksins. Var þetta hennar 50. mark í deildinni. We have lift-off #MUWomen || #WSL pic.twitter.com/Ej0G7JqhTv— Manchester United Women (@ManUtdWomen) March 3, 2024 Gestirnir voru í raun mun betri frá upphafi til enda en tókst ekki að bæta við marki og það kom í bakið á þeim þegar Viviane Asseyi jafnaði metin á 85. mínútu. Staðan orðin 1-1 og reyndust það lokatölurnar í Lundúnum. María Þórisdóttir spilaði allan leikinn i ótrúlegum 7-3 útisigri Brighton á Bristol. María spilaði allan leikinn, gerði hún sér lítið fyrir og lagði upp þriðja mark Brighton. Elisabeth Terland skoraði það mark en hún skoraði tvö í dag. Teri doing Teri things... pic.twitter.com/3TJCCgZzfb— Brighton & Hove Albion Women (@BHAFCWomen) March 3, 2024 Hin fimm mörk gestanna skoruðu þær Pauline Bremer, Tatiana Pinto, Madison Haley, Victoria Losada og Katie Robinson. Þá vann Liverpool 4-1 útisigur á Aston Villa. Stöðuna í deildinni má finna hér. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ Fótbolti Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Fótbolti Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Íslenski boltinn Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Körfubolti Fleiri fréttir Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Gyökeres í flugvél á leið til London Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Sjá meira
Tvö mörk seint í fyrri hálfleik lögðu grunninn að þægilegum sigri Chelsea. Hin sænska Nathalie Björn kom Chelsea yfir á 38. mínútu. Hin kólumbíska Mayra Ramirez, dýrasti leikmaður í sögu ensku deildarinnar, tvöfaldaði forystuna á 44. mínútu eftir frábæran sprett. That is unbelievable, Mayra! #CFCW pic.twitter.com/LVbNuJeCDt— Chelsea FC Women (@ChelseaFCW) March 3, 2024 Johanna Rytting Kaneryd, einnig frá Svíþjóð, bætti þriðja markinu við um miðbik síðari hálfleiks og hin bandaríska Catarina Macario skoraði fjórða og síðasta mark leiksins. Lokatölur 4-0 Chelsea í vil og meistararnir komnir með 37 stig líkt og Manchester City þegar 14 umferðir eru búnar af ensku deildinni. Arsenal er í 3. sæti með 34 stig eftir 1-0 sigur á nágrönnum sínum í Tottenham Hotspur fyrr í dag. Manchester United er í 4. sætinu en liðið missti toppliðin þrjú enn lengra frá sér með því að ná aðeins í jafntefli gegn West Ham United. Dagný Brynjarsdóttir lék ekki með Hömrunum þar sem stutt er síðan hún eignaðist sitt annað barn. Rachel Williams kom Man Utd yfir strax á 4. mínútu leiksins. Var þetta hennar 50. mark í deildinni. We have lift-off #MUWomen || #WSL pic.twitter.com/Ej0G7JqhTv— Manchester United Women (@ManUtdWomen) March 3, 2024 Gestirnir voru í raun mun betri frá upphafi til enda en tókst ekki að bæta við marki og það kom í bakið á þeim þegar Viviane Asseyi jafnaði metin á 85. mínútu. Staðan orðin 1-1 og reyndust það lokatölurnar í Lundúnum. María Þórisdóttir spilaði allan leikinn i ótrúlegum 7-3 útisigri Brighton á Bristol. María spilaði allan leikinn, gerði hún sér lítið fyrir og lagði upp þriðja mark Brighton. Elisabeth Terland skoraði það mark en hún skoraði tvö í dag. Teri doing Teri things... pic.twitter.com/3TJCCgZzfb— Brighton & Hove Albion Women (@BHAFCWomen) March 3, 2024 Hin fimm mörk gestanna skoruðu þær Pauline Bremer, Tatiana Pinto, Madison Haley, Victoria Losada og Katie Robinson. Þá vann Liverpool 4-1 útisigur á Aston Villa. Stöðuna í deildinni má finna hér.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ Fótbolti Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Fótbolti Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Íslenski boltinn Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Körfubolti Fleiri fréttir Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Gyökeres í flugvél á leið til London Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Sjá meira