Krefjast sjálfstæðrar rannsóknar og endurtekningar á símakosningu Magnús Jochum Pálsson skrifar 3. mars 2024 18:41 Einar Stefánsson, lagahöfundur lagsins „Wild West“ ásamt Bashar Murad flytjanda þess, hefur krafist þess að sjálfstæð rannsókn verði gerð á framkvæmd kosningar Söngvakeppninnar og símakosningin endurtekin. Vísir/Vilhelm Lagahöfundur „Wild West“ hefur skrifað forsvarsmönnum Söngvakeppninnar bréf þar sem hann krefst þess að sjálfstæð rannsókn verði framkvæmd á kosningu keppninnar og að símakosning verði endurtekin. Fréttastofa hefur undir höndum bréf Einars Hrafns Stefánssonar, trommara og lagahöfundar lagsins „Wild West“ sem Bashar Murad flutti í Söngvakeppni Sjónvarpsins, sem hann sendi forsvarsmönnum Söngvakeppninnar um fimmleytið í eftirmiðdaginn. Bréfið er stílað á Stefán Eiríksson útvarpsstjóra, Skarphéðinn Guðmundsson dagskrárstjóra Rúv og Rúnar Frey Gíslason, framkvæmdastjóra Söngvakeppninnar og er skrifað í kjölfar fréttaflutnings Vísis af því að atkvæði sem fólk ætlaði að greiða Bashar í gærkvöldi fóru til Heru Bjarkar. Einar setur fram tvær kröfur í bréfinu. Annars vegar að „sjálfstæð rannsókn verði framkvæmd af óháðum aðila á því hvort kosningin var réttilega framkvæmd og hvort ásakanir um að átt hafi verið við bæði síma- og appkosningu þannig að atkvæði sem greidd voru Bashar fóru ýmist á Heru eða eyðilögðust.“ Hins vegar að „símakosningin verði endurtekin almenningi að kostnaðarlausu og að þá verði látið ráða eitt atkvæði á mann,“ segir í bréfinu. Óeðlilegt að Rúv telji sig geta rannsakað sig sjálft Enn fremur segir Einar í bréfinu að það geti aldrei verið hafið yfir vafa hvort kosningin hafi verið réttmæt eftir öll þau skilaboð sem teymi Bashars hefur fengið með skjáskotum af sms-um sem fóru á vitlaust símanúmer eða af fólki sem gat ekki kosið vegna gruns um að kosninganúmer Bashars væri ruslnúmer. „Það er í hæsta máta óeðlilegt að RÚV telji að stofnunin geti sjálf staðið að innri rannsókn á því og því þarf sjálfstæða rannsókn til að tryggja traust or orðspor Söngvakeppninnar. Um leið er alls ekki ljóst hvernig hægt sé að meta hvort atkvæði sem svona fór fyrir hafi ekki haft áhrif á niðurstöðuna,“ segir Einar í bréfinu. Einar óskar að lokum eftir viðbrögðum frá forsvarsmönnunum fyrir hádegi mánudaginn 4. mars 2024. Endurtekning það sanngjarnasta í stöðunni Einar sagði í samtali við Vísi núna um sexleytið að strax í gærkvöldi hefðu byrjað að hrúgast inn skjáskot af samfélagsmiðlum þar sem atkvæði „fyrir Bashar voru að enda hjá Heru, bæði í gegnum sms og síma og í gegnum appið. Einar segir því ljóst að yfirlýsing Rúnars Freys, framkvæmdastjóra Söngvakeppninnar, um að engar athugasemdir hafi verið gerðar vegna annarra kosningaleiða en í gegnum appið Rúv Stjörnur ekki standast. Rúnar Freyr sagði í gærkvöldi að framkvæmd kosninganna í gegnum appið Rúv Stjörnur væri til skoðunar með framleiðendum þess. Hann tók þó fram að heildarfjöldi sms-atkvæðanna sem Hera og Bashar fengu væri ekki það afgerandi að það hefði haft áhrif á úrslitin. „Þetta er ekki það sama og hefur verið. Svona vesen hefur komið upp áður en þetta virðist vera miklu stærra,“ segir Einar þar sem mögulegir gallar hafi verið á öllum tegundum atkvæða. Því þurfi að endurtaka kosninguna. „Mér myndi finnast það það sanngjarna í stöðunni bæði fyrir okkur og Heru ef þetta á að vera lýðræðislegt,“ segir Einar um kröfu teymisins um endurtekningu á símakosningunni. Hann segir að það myndi taka allan vafa af niðurstöðunni. Eurovision Ríkisútvarpið Mest lesið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Lífið Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun Úr öskunni í eldinn Gagnrýni Laufey á lista Obama Lífið „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið Pete orðinn pabbi Lífið Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Lífið Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Lífið Fleiri fréttir Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Sjá meira
Fréttastofa hefur undir höndum bréf Einars Hrafns Stefánssonar, trommara og lagahöfundar lagsins „Wild West“ sem Bashar Murad flutti í Söngvakeppni Sjónvarpsins, sem hann sendi forsvarsmönnum Söngvakeppninnar um fimmleytið í eftirmiðdaginn. Bréfið er stílað á Stefán Eiríksson útvarpsstjóra, Skarphéðinn Guðmundsson dagskrárstjóra Rúv og Rúnar Frey Gíslason, framkvæmdastjóra Söngvakeppninnar og er skrifað í kjölfar fréttaflutnings Vísis af því að atkvæði sem fólk ætlaði að greiða Bashar í gærkvöldi fóru til Heru Bjarkar. Einar setur fram tvær kröfur í bréfinu. Annars vegar að „sjálfstæð rannsókn verði framkvæmd af óháðum aðila á því hvort kosningin var réttilega framkvæmd og hvort ásakanir um að átt hafi verið við bæði síma- og appkosningu þannig að atkvæði sem greidd voru Bashar fóru ýmist á Heru eða eyðilögðust.“ Hins vegar að „símakosningin verði endurtekin almenningi að kostnaðarlausu og að þá verði látið ráða eitt atkvæði á mann,“ segir í bréfinu. Óeðlilegt að Rúv telji sig geta rannsakað sig sjálft Enn fremur segir Einar í bréfinu að það geti aldrei verið hafið yfir vafa hvort kosningin hafi verið réttmæt eftir öll þau skilaboð sem teymi Bashars hefur fengið með skjáskotum af sms-um sem fóru á vitlaust símanúmer eða af fólki sem gat ekki kosið vegna gruns um að kosninganúmer Bashars væri ruslnúmer. „Það er í hæsta máta óeðlilegt að RÚV telji að stofnunin geti sjálf staðið að innri rannsókn á því og því þarf sjálfstæða rannsókn til að tryggja traust or orðspor Söngvakeppninnar. Um leið er alls ekki ljóst hvernig hægt sé að meta hvort atkvæði sem svona fór fyrir hafi ekki haft áhrif á niðurstöðuna,“ segir Einar í bréfinu. Einar óskar að lokum eftir viðbrögðum frá forsvarsmönnunum fyrir hádegi mánudaginn 4. mars 2024. Endurtekning það sanngjarnasta í stöðunni Einar sagði í samtali við Vísi núna um sexleytið að strax í gærkvöldi hefðu byrjað að hrúgast inn skjáskot af samfélagsmiðlum þar sem atkvæði „fyrir Bashar voru að enda hjá Heru, bæði í gegnum sms og síma og í gegnum appið. Einar segir því ljóst að yfirlýsing Rúnars Freys, framkvæmdastjóra Söngvakeppninnar, um að engar athugasemdir hafi verið gerðar vegna annarra kosningaleiða en í gegnum appið Rúv Stjörnur ekki standast. Rúnar Freyr sagði í gærkvöldi að framkvæmd kosninganna í gegnum appið Rúv Stjörnur væri til skoðunar með framleiðendum þess. Hann tók þó fram að heildarfjöldi sms-atkvæðanna sem Hera og Bashar fengu væri ekki það afgerandi að það hefði haft áhrif á úrslitin. „Þetta er ekki það sama og hefur verið. Svona vesen hefur komið upp áður en þetta virðist vera miklu stærra,“ segir Einar þar sem mögulegir gallar hafi verið á öllum tegundum atkvæða. Því þurfi að endurtaka kosninguna. „Mér myndi finnast það það sanngjarna í stöðunni bæði fyrir okkur og Heru ef þetta á að vera lýðræðislegt,“ segir Einar um kröfu teymisins um endurtekningu á símakosningunni. Hann segir að það myndi taka allan vafa af niðurstöðunni.
Eurovision Ríkisútvarpið Mest lesið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Lífið Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun Úr öskunni í eldinn Gagnrýni Laufey á lista Obama Lífið „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið Pete orðinn pabbi Lífið Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Lífið Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Lífið Fleiri fréttir Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Sjá meira