Hvatning frá Reykjalundi: Nálgumst offitu með faglegum hætti Árdís Björk Ármannsdóttir og Pétur Magnússon skrifa 4. mars 2024 09:00 Í dag, 4. mars, er alþjóðadagur offitu. Algengi offitu hefur aukist mjög í hinum vestræna heimi síðustu áratugi, meðal annars hér á Íslandi. Er nú talið að tæp 30% fullorðinna og 7% barna hér á landi séu með offitu en til samanburðar voru það um 12% fyrir aðeins tuttugu árum síðan. Á þessu sama tímabili hefur viðhorf til offitu breyst mikið. Þar vegur þyngst að offita er nú viðurkenndur efnaskiptasjúkdómur og þekking á honum ásamt meðferðarúrræðum hefur tekið miklum framförum. Viðhorfsbreyting hefur orðið í samfélaginu og fordómar fara minnkandi, þó þar sé enn nokkuð í land. En samt sem áður er þessi aukning á algengi offitu uggvænleg þróun fyrir samfélagið og nauðsynlegt er að gera betur, ekki síst varðandi forvarnir og meðferð. Þar spilar heilbrigðisstarfsfólk stórt hlutverk. Nálgast þarf þennan sjúkdóm af virðingu og fagmennsku, líkt og í tilfelli annarra sjúkdóma. Einföld skilaboð um að hreyfa sig meira og borða minna virka einfaldlega ekki í þessum tilfellum. Reykjalundur sinnir meðferð einstaklinga með alvarlega offitu og fylgikvilla. Sérstakt meðferðarteymi sem sinnir offitu hefur verið starfrækt frá árinu 2001 á Reykjalundi. Meðferðarteymið sinnir meðferð einstaklinga með alvarlega offitu og fylgikvilla hennar og í teyminu situr hópur sérmenntaðs heilbrigðisstarfsfólks með ólíkan bakgrunn. Þetta eru læknar, hjúkrunarfræðingar, næringarfræðingar, sjúkraþjálfarar, iðjuþjálfar, sálfræðingar, félagsráðgjafi og íþróttafræðingur. Meðferðin er í stöðugri þróun í takt við þarfir hverju sinni og í samræmi við nýjustu rannsóknir og klínískar leiðbeiningar. Markmið teymisins er að bæta heilsu og lífsgæði einstaklinga með offitu og unnið er markvisst að því að hjálpa einstaklingum að bæta lífshætti sína, líðan og neysluvenjur. Meðferðin felst í atferlismeðferð, fræðslu, kennslu um næringu, hreyfingu og góðar venjur. Líkamleg þjálfun skipar stóran sess í meðferðinni. Unnið er með sjálfsstyrkingu, sálfélagslega þætti, slökun og skipulag daglegs lífs. Um 170 manns njóta þjónustunnar árlega en því miður er biðlistinn þreföld þessi tala og fer stækkandi. Sérfræðingar Reykjalundar í meðferð offitu hafa undanfarið kallað á almenna vitundarvakningu í samfélaginu, ekki síst meðal heilbrigðisstarfsfólks. Í tilefni alþjóðadagsins hefur Reykjalundur boðið til fræðsluráðstefnu fyrir heilbrigðisstarfsfólk í dag undir nafninu „Offita – Fagleg nálgun á samfélagstengdum sjúkdómi.“ Á dagskrá er fjöldi áhugaverðra fyrirlestra frá ýmsum starfsstéttum heilbrigðisþjónustunnar sem vinna að málefnum offitu. Markmiðið er að vinna að bættri meðferð einstaklinga með offituen fjallað verður um þær miklu framfarir sem hafa orðið í þekkingu á offitusjúkdómi og þróun í meðferðarúrræðum. Áhuginn er mikill sem er ánægjuefni og vonumst við á Reykalundi eftir að ráðstefnan verði ekki einstakur viðburður heldur upphaf að frekari og aukinni samvinnu heilbrigðisstarfsfólks í málaflokknum. Meðferð offitu er mikilvægt samfélagslegt verkefni að þarf að vinna og við heilbrigðisstarfsfólk gegnum þar lykilhlutverki. Árdís Björk Ármannsdóttir framkvæmdastjóri lækninga á Reykjalundi.Pétur Magnússon forstjóri Reykjalundar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilsa Heilbrigðismál Mest lesið Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Íþróttir fyrir öll börn! Gunnhildur Jakobsdóttir ,Kolbrún Kristínardóttir skrifar Sjá meira
Í dag, 4. mars, er alþjóðadagur offitu. Algengi offitu hefur aukist mjög í hinum vestræna heimi síðustu áratugi, meðal annars hér á Íslandi. Er nú talið að tæp 30% fullorðinna og 7% barna hér á landi séu með offitu en til samanburðar voru það um 12% fyrir aðeins tuttugu árum síðan. Á þessu sama tímabili hefur viðhorf til offitu breyst mikið. Þar vegur þyngst að offita er nú viðurkenndur efnaskiptasjúkdómur og þekking á honum ásamt meðferðarúrræðum hefur tekið miklum framförum. Viðhorfsbreyting hefur orðið í samfélaginu og fordómar fara minnkandi, þó þar sé enn nokkuð í land. En samt sem áður er þessi aukning á algengi offitu uggvænleg þróun fyrir samfélagið og nauðsynlegt er að gera betur, ekki síst varðandi forvarnir og meðferð. Þar spilar heilbrigðisstarfsfólk stórt hlutverk. Nálgast þarf þennan sjúkdóm af virðingu og fagmennsku, líkt og í tilfelli annarra sjúkdóma. Einföld skilaboð um að hreyfa sig meira og borða minna virka einfaldlega ekki í þessum tilfellum. Reykjalundur sinnir meðferð einstaklinga með alvarlega offitu og fylgikvilla. Sérstakt meðferðarteymi sem sinnir offitu hefur verið starfrækt frá árinu 2001 á Reykjalundi. Meðferðarteymið sinnir meðferð einstaklinga með alvarlega offitu og fylgikvilla hennar og í teyminu situr hópur sérmenntaðs heilbrigðisstarfsfólks með ólíkan bakgrunn. Þetta eru læknar, hjúkrunarfræðingar, næringarfræðingar, sjúkraþjálfarar, iðjuþjálfar, sálfræðingar, félagsráðgjafi og íþróttafræðingur. Meðferðin er í stöðugri þróun í takt við þarfir hverju sinni og í samræmi við nýjustu rannsóknir og klínískar leiðbeiningar. Markmið teymisins er að bæta heilsu og lífsgæði einstaklinga með offitu og unnið er markvisst að því að hjálpa einstaklingum að bæta lífshætti sína, líðan og neysluvenjur. Meðferðin felst í atferlismeðferð, fræðslu, kennslu um næringu, hreyfingu og góðar venjur. Líkamleg þjálfun skipar stóran sess í meðferðinni. Unnið er með sjálfsstyrkingu, sálfélagslega þætti, slökun og skipulag daglegs lífs. Um 170 manns njóta þjónustunnar árlega en því miður er biðlistinn þreföld þessi tala og fer stækkandi. Sérfræðingar Reykjalundar í meðferð offitu hafa undanfarið kallað á almenna vitundarvakningu í samfélaginu, ekki síst meðal heilbrigðisstarfsfólks. Í tilefni alþjóðadagsins hefur Reykjalundur boðið til fræðsluráðstefnu fyrir heilbrigðisstarfsfólk í dag undir nafninu „Offita – Fagleg nálgun á samfélagstengdum sjúkdómi.“ Á dagskrá er fjöldi áhugaverðra fyrirlestra frá ýmsum starfsstéttum heilbrigðisþjónustunnar sem vinna að málefnum offitu. Markmiðið er að vinna að bættri meðferð einstaklinga með offituen fjallað verður um þær miklu framfarir sem hafa orðið í þekkingu á offitusjúkdómi og þróun í meðferðarúrræðum. Áhuginn er mikill sem er ánægjuefni og vonumst við á Reykalundi eftir að ráðstefnan verði ekki einstakur viðburður heldur upphaf að frekari og aukinni samvinnu heilbrigðisstarfsfólks í málaflokknum. Meðferð offitu er mikilvægt samfélagslegt verkefni að þarf að vinna og við heilbrigðisstarfsfólk gegnum þar lykilhlutverki. Árdís Björk Ármannsdóttir framkvæmdastjóri lækninga á Reykjalundi.Pétur Magnússon forstjóri Reykjalundar.
Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir Skoðun
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir Skoðun