Þeir sem valdið hafa hjá Knattspyrnusambandi Íslands eru ekki í öfundsverðri stöðu vegna andstæðings karlalandsliðsins í komandi umspili fyrir Evrópumótið. Ekki stendur til að sniðganga leikinn við Ísrael og það hefur ekki einu sinni komið til umræðu hjá sambandinu. Í kringum 30 þúsund Palestínumenn eru taldir hafa látið lífið frá því að Ísraelsmenn hófu innrás sína á Gaza-svæðið þann 27. október síðastliðinn. Það er gróflega sami fjöldi og hefur fallið í stríði Rússa á Úkraínu. Tvær milljónir manna sem bjuggu við nógu erfiðar aðstæður fyrir, sökum ítrekaðrar landtöku, stríðsbrölts og almennrar fjandsemi Ísraela á svæðinu, hafa nú misst alla sína innviði og hjálparaðstoð að auki. Á Gaza voru 36 sjúkrahús. Nú er ekkert. Vegna þessa hefur verið kallað eftir sniðgöngu KSÍ á leiknum við Ísrael. Sambandið myndi þannig senda sterk skilaboð sem myndu heyrast víða. Nýkjörinn formaður KSÍ, Þorvaldur Örlygsson, sagði í samtali við Vísi á dögunum: „Það er leikur sem við höfum ákveðið að fara í og reyna að vinna, það er síðan undir UEFA komið hvort leikurinn fari fram eða ekki,“ sem rímar ágætlega við það sem Jörundur Áki Sveinsson, yfirmaður knattspyrnusviðs, lét hafa eftir sér um málið einhverjum vikum fyrr. Landsliðsþjálfarinn Åge Hareide sagði að persónulega þætti honum að leikurinn ætti ekki að fara fram en að Ísland myndi mæta vegna mögulegra refsinga frá UEFA. Samskonar staða er uppi í söngvakeppninni Eurovision þar sem kallað hefur verið eftir sniðgöngu Ríkisútvarpsins vegna þátttöku Ísraela. Niðurstaðan í báðum tilfellum virðist vera að Ísland sniðgangi ekki – taki þátt. Einhverskonar aðgerðarleysi vegna meints skorts á umboði, þ.e. að slíkar ákvarðanir eigi heima hjá æðri stjórnendum, hvort sem það er Knattspyrnusamband Evrópu (UEFA) eða Samtök evrópskra sjónvarpsstöðva (EBU). Bent á stóra bróður Samskonar aðgerðaleysi einkenndi KSÍ á haustmánuðum 2021. Þá skók skandall knattspyrnusambandið þegar ásakanir um meint ofbeldisbrot nokkurra landsliðsmanna voru í hámæli. Kallað var eftir leikbanni á hendur þeim leikmönnum sem ásakaðir voru um slík brot. KSÍ gat þá ekki tekið afstöðu til slíkra leikbanna vegna skorts á umboði, beðið var eftir reglugerð frá ÍSÍ. Á sömu forsendum vildu FH-ingar ekki setja þáverandi leikmann sinn, sem var á meðal þeirra ásökuðu, í bann. FH benti á KSÍ og KSÍ benti á ÍSÍ. Ekki var hægt að taka afstöðu. Alveg eins og KSÍ bendir á UEFA í dag og RÚV bendir á EBU. Gott er að taka fram að eftir mikinn þrýsting frá styrktaraðilum setti KSÍ ákveðna leikmenn í bann frá landsleikjum, og FH sinn leikmann einnig, þrátt fyrir að regluverkið lægi ekki enn fyrir á þeim tímapunkti. Ytri fjárhagslegur þrýstingur virtist sterkari en innri siðferðislegur þrýstingur. Það var erfið ákvörðun fyrir KSÍ. Einhverjir leikmannana sem ekki mátti velja voru lykilmenn í landsliðinu og höfðu haft mikið að segja um árangurinn sem náðist árin á undan. Landsliðsþjálfarinn kvartaði á þeim tímapunkti undan því að mega ekki velja þá leikmenn sem hann vildi í liðið. Þetta þrengdi hans stöðu, veikti líkurnar á árangri. KSÍ, sem hafði tekið opinberlega afstöðu gegn ofbeldi, valdi þó heilindi yfir hagsmuni. Algjörlega óháð pólitík? Margir velta því fyrir sér hvort það sé í verkahring knattspyrnusambands fámennrar þjóðar að blanda sér í alþjóðamálin með svipuðum hætti. Íslenska landsliðið eigi ekki að kasta frá sér möguleika á sæti á stórmóti til að senda erlendu ríki skilaboð. Oft er því hent fram að íþróttir séu ekki pólitískar og séu því undanskildar ábyrgð. Orð fyrrum formanns KSÍ, Vöndu Sigurgeirsdóttur, þegar ákvörðun sambandsins um að þiggja fé fyrir æfingaleik við Sádi-Arabíu, skömmu eftir að það ríki lét brytja niður alþjóðlegan blaðamann á erlendri grund, kjarna það viðhorf ágætlega. „Þetta er líka svolítið flókið; hvort íþróttir og pólitík eigi leið saman. Hvaða lönd megum við þá spila við og hver ekki? Við höfum sagt að í stað þess að sniðganga sé betra að ná samtali, leiða fólk saman og fá breytingar þannig. Nota íþróttirnar sem tæki til félagslegra breytinga.“ sagði Vanda í samtali við Vísi í júní 2022. Hversu vel það hefur almennt virkað að nýta samtalið til breytinga í fótboltaheiminum síðustu ár var lítillega dregið saman í grein um boðsferðina til Sádi-Arabíu. Fótboltinn og Eurovision eiga það sameiginlegt að kveðast ekki vera pólitísk. Reyndin er önnur. Íþróttaþvottur Miðausturlandaríkja, bann við regnbogafánum í Búdapest á EM 2020, stríð sem hafa verið háð vegna fótboltaleikja, vopnahlé í kringum Ólympíuleika og sterk tengsl spilltra alþjóðaíþróttastofnana við missæmilega heimsleiðtoga segja allt aðra sögu. Afskipti forseta Ísraels af líklegu framlagi landsins í Eurovision, Október-regns sem fjallar um árás Hamas þann 7. október, er nýjasta dæmið hvað söngvakeppnina varðar. Þegar afstaðan er tekin fyrir þig Ísland er ekki að spila í fyrsta skipti gegn ríki sem sakað er um þjóðarmorð. Karlalandsliðið var í riðli með Rússlandi í Þjóðadeildinni árið 2022 en lék þó ekki gegn Rússum þar sem þeim var vikið úr keppni af UEFA vegna innrásarinnar í Úkraínu. Þá var auðvelt fyrir KSÍ að taka afstöðu gegn Rússum. Og reyndi í raun aldrei á það að taka raunverulega afstöðu vegna þess UEFA hafði tekið þessa ákvörðun. Það er auðvelt að taka afstöðu gegn einhverju þegar þú hefur engu að tapa. Þegar eitthvað er undir og hætta er á að tapa einhverju, þá vandast málið. Mikið undir hjá sambandinu Karlalandsliðið hefur ekki verið eins nærri sæti á stórmóti í nokkur ár. Sigrar gegn Ísrael og í kjölfarið á annað hvort Úkraínu eða Bosníu – sem er vissulega gríðarstór áskorun – er það eina sem aðskilur liðið frá flugmiða til Þýskalands á EM í sumar. KSÍ var rekið með yfir hundrað milljóna króna tapi á síðasta ári og dagar þess er milljarðar króna streymdu inn vegna þátttöku á stórmótum í karlaflokki virðast löngu gleymdir. Möguleiki á sæti á stórmóti í sumar er líka séns á því að fólk flykkist að baki karlalandsliðinu á ný – áhuginn aukist – og orðsporshnekkir undanfarinna missera falli í gleymskunnar dá. Margt ríður á árangri íslenska liðsins í komandi umspili. Þá má ekki gleymast að sniðganga á leik við Ísrael, það er að segja knattspyrnuliði Ísraels, veitti liði ríkisins fríspil og gæfi því sæti í úrslitaleiknum gegn Úkraínu eða Bosníu á silfurfati. KSÍ getur þá einnig átt von á refsingum frá UEFA ef landsliðið mætir ekki í leikinn því sambandið tæki þá pólitísku afstöðu. Þá eru ótalin möguleg áhrif á ríkið Ísland innan alþjóðasamfélagsins. Hvað segði utanríkisráðuneytið við einhliða ákvörðun KSÍ um að sniðganga leikinn eða RÚV að sniðganga Eurovision? Hvaða áhrif hefði það á samskipti við, til að mynda, Bandaríkin? Það er því skiljanlegt að ákvörðunin sé erfið. En þá má að líka bera upp tölfræðina í upphafi greinarinnar. 30 þúsund látnir. Tvær milljónir að svelta. Hagsmunir og heilindi Staðan er strembin. Stjórnarmenn KSÍ eru ekki í öfundsverðri stöðu en morgunljóst að leikurinn verður leikinn. Og það er skiljanlegt að KSÍ sendi lið til leiks af þeim ástæðum sem taldar eru upp hér að ofan. Val milli hagsmuna og heilinda er ávallt erfitt þegar miklu er að tapa. En það þarf heldur ekki að vera svart og hvítt. Hægt er að fara milliveg og senda einhverskonar skilaboð við þátttökuna (eins og að senda Palestínumann í Eurovision). Þýska karlalandsliðið í fótbolta mótmælti mannréttindastöðunni í Katar í fyrsta leik liðsins á HM þar í landi árið 2022. Skömmu áður hafði FIFA staðfest blátt bann við regnbogaböndum, sem stóð til hjá fyrirliðum nokkurra liða að bera, til að sýna réttindabaráttu LGBTQ+ fólks stuðning.AP Photo/Ricardo Mazalan Greint var frá því á dögunum að KSÍ hefði harðneitað að spila leikinn í Tel-Aviv í Ísrael þrátt fyrir kröfur Ísraela um slíkt. En sambandið hefur enn ekki látið heyra í sér opinberlega hvað þennan leik varðar, öðruvísi en að segja að UEFA hafi valdið. Engin opinber fordæming á aðgerðum Ísraela eða á vinnubrögðum UEFA hefur komið fram af hendi sambandsins. Afstaða RÚV og KSÍ er skiljanleg. Leiðtogar þessara stofnana eru ekki ráðnir þangað inn til að beita sér í alþjóðapólitík heldur sinna tiltekinni almannaheill og stuðla að hagsmunum sinna skjólstæðinga – í tilfelli KSÍ töluvert þrengri hóps en RÚV. Þó þessir leiðtogar séu ekki beint leikarar á pólitíska sviðinu þá eru þeir skuldbundnir gildum samfélagsins. Því þykir mér holl og áhugaverð vangavelta, bæði fyrir Eurovision-aðdáendur og fótboltabullur: Getum við bara sýnt af okkur heilindi þegar engir hagsmunir eru í húfi? KSÍ Landslið karla í fótbolta Eurovision Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Utan vallar Mest lesið Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Enski boltinn Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Íslenski boltinn Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Körfubolti „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ Golf Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Fótbolti Þjálfari Íslendingaliðs réðst á eigin leikmann Fótbolti „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Enski boltinn
Í kringum 30 þúsund Palestínumenn eru taldir hafa látið lífið frá því að Ísraelsmenn hófu innrás sína á Gaza-svæðið þann 27. október síðastliðinn. Það er gróflega sami fjöldi og hefur fallið í stríði Rússa á Úkraínu. Tvær milljónir manna sem bjuggu við nógu erfiðar aðstæður fyrir, sökum ítrekaðrar landtöku, stríðsbrölts og almennrar fjandsemi Ísraela á svæðinu, hafa nú misst alla sína innviði og hjálparaðstoð að auki. Á Gaza voru 36 sjúkrahús. Nú er ekkert. Vegna þessa hefur verið kallað eftir sniðgöngu KSÍ á leiknum við Ísrael. Sambandið myndi þannig senda sterk skilaboð sem myndu heyrast víða. Nýkjörinn formaður KSÍ, Þorvaldur Örlygsson, sagði í samtali við Vísi á dögunum: „Það er leikur sem við höfum ákveðið að fara í og reyna að vinna, það er síðan undir UEFA komið hvort leikurinn fari fram eða ekki,“ sem rímar ágætlega við það sem Jörundur Áki Sveinsson, yfirmaður knattspyrnusviðs, lét hafa eftir sér um málið einhverjum vikum fyrr. Landsliðsþjálfarinn Åge Hareide sagði að persónulega þætti honum að leikurinn ætti ekki að fara fram en að Ísland myndi mæta vegna mögulegra refsinga frá UEFA. Samskonar staða er uppi í söngvakeppninni Eurovision þar sem kallað hefur verið eftir sniðgöngu Ríkisútvarpsins vegna þátttöku Ísraela. Niðurstaðan í báðum tilfellum virðist vera að Ísland sniðgangi ekki – taki þátt. Einhverskonar aðgerðarleysi vegna meints skorts á umboði, þ.e. að slíkar ákvarðanir eigi heima hjá æðri stjórnendum, hvort sem það er Knattspyrnusamband Evrópu (UEFA) eða Samtök evrópskra sjónvarpsstöðva (EBU). Bent á stóra bróður Samskonar aðgerðaleysi einkenndi KSÍ á haustmánuðum 2021. Þá skók skandall knattspyrnusambandið þegar ásakanir um meint ofbeldisbrot nokkurra landsliðsmanna voru í hámæli. Kallað var eftir leikbanni á hendur þeim leikmönnum sem ásakaðir voru um slík brot. KSÍ gat þá ekki tekið afstöðu til slíkra leikbanna vegna skorts á umboði, beðið var eftir reglugerð frá ÍSÍ. Á sömu forsendum vildu FH-ingar ekki setja þáverandi leikmann sinn, sem var á meðal þeirra ásökuðu, í bann. FH benti á KSÍ og KSÍ benti á ÍSÍ. Ekki var hægt að taka afstöðu. Alveg eins og KSÍ bendir á UEFA í dag og RÚV bendir á EBU. Gott er að taka fram að eftir mikinn þrýsting frá styrktaraðilum setti KSÍ ákveðna leikmenn í bann frá landsleikjum, og FH sinn leikmann einnig, þrátt fyrir að regluverkið lægi ekki enn fyrir á þeim tímapunkti. Ytri fjárhagslegur þrýstingur virtist sterkari en innri siðferðislegur þrýstingur. Það var erfið ákvörðun fyrir KSÍ. Einhverjir leikmannana sem ekki mátti velja voru lykilmenn í landsliðinu og höfðu haft mikið að segja um árangurinn sem náðist árin á undan. Landsliðsþjálfarinn kvartaði á þeim tímapunkti undan því að mega ekki velja þá leikmenn sem hann vildi í liðið. Þetta þrengdi hans stöðu, veikti líkurnar á árangri. KSÍ, sem hafði tekið opinberlega afstöðu gegn ofbeldi, valdi þó heilindi yfir hagsmuni. Algjörlega óháð pólitík? Margir velta því fyrir sér hvort það sé í verkahring knattspyrnusambands fámennrar þjóðar að blanda sér í alþjóðamálin með svipuðum hætti. Íslenska landsliðið eigi ekki að kasta frá sér möguleika á sæti á stórmóti til að senda erlendu ríki skilaboð. Oft er því hent fram að íþróttir séu ekki pólitískar og séu því undanskildar ábyrgð. Orð fyrrum formanns KSÍ, Vöndu Sigurgeirsdóttur, þegar ákvörðun sambandsins um að þiggja fé fyrir æfingaleik við Sádi-Arabíu, skömmu eftir að það ríki lét brytja niður alþjóðlegan blaðamann á erlendri grund, kjarna það viðhorf ágætlega. „Þetta er líka svolítið flókið; hvort íþróttir og pólitík eigi leið saman. Hvaða lönd megum við þá spila við og hver ekki? Við höfum sagt að í stað þess að sniðganga sé betra að ná samtali, leiða fólk saman og fá breytingar þannig. Nota íþróttirnar sem tæki til félagslegra breytinga.“ sagði Vanda í samtali við Vísi í júní 2022. Hversu vel það hefur almennt virkað að nýta samtalið til breytinga í fótboltaheiminum síðustu ár var lítillega dregið saman í grein um boðsferðina til Sádi-Arabíu. Fótboltinn og Eurovision eiga það sameiginlegt að kveðast ekki vera pólitísk. Reyndin er önnur. Íþróttaþvottur Miðausturlandaríkja, bann við regnbogafánum í Búdapest á EM 2020, stríð sem hafa verið háð vegna fótboltaleikja, vopnahlé í kringum Ólympíuleika og sterk tengsl spilltra alþjóðaíþróttastofnana við missæmilega heimsleiðtoga segja allt aðra sögu. Afskipti forseta Ísraels af líklegu framlagi landsins í Eurovision, Október-regns sem fjallar um árás Hamas þann 7. október, er nýjasta dæmið hvað söngvakeppnina varðar. Þegar afstaðan er tekin fyrir þig Ísland er ekki að spila í fyrsta skipti gegn ríki sem sakað er um þjóðarmorð. Karlalandsliðið var í riðli með Rússlandi í Þjóðadeildinni árið 2022 en lék þó ekki gegn Rússum þar sem þeim var vikið úr keppni af UEFA vegna innrásarinnar í Úkraínu. Þá var auðvelt fyrir KSÍ að taka afstöðu gegn Rússum. Og reyndi í raun aldrei á það að taka raunverulega afstöðu vegna þess UEFA hafði tekið þessa ákvörðun. Það er auðvelt að taka afstöðu gegn einhverju þegar þú hefur engu að tapa. Þegar eitthvað er undir og hætta er á að tapa einhverju, þá vandast málið. Mikið undir hjá sambandinu Karlalandsliðið hefur ekki verið eins nærri sæti á stórmóti í nokkur ár. Sigrar gegn Ísrael og í kjölfarið á annað hvort Úkraínu eða Bosníu – sem er vissulega gríðarstór áskorun – er það eina sem aðskilur liðið frá flugmiða til Þýskalands á EM í sumar. KSÍ var rekið með yfir hundrað milljóna króna tapi á síðasta ári og dagar þess er milljarðar króna streymdu inn vegna þátttöku á stórmótum í karlaflokki virðast löngu gleymdir. Möguleiki á sæti á stórmóti í sumar er líka séns á því að fólk flykkist að baki karlalandsliðinu á ný – áhuginn aukist – og orðsporshnekkir undanfarinna missera falli í gleymskunnar dá. Margt ríður á árangri íslenska liðsins í komandi umspili. Þá má ekki gleymast að sniðganga á leik við Ísrael, það er að segja knattspyrnuliði Ísraels, veitti liði ríkisins fríspil og gæfi því sæti í úrslitaleiknum gegn Úkraínu eða Bosníu á silfurfati. KSÍ getur þá einnig átt von á refsingum frá UEFA ef landsliðið mætir ekki í leikinn því sambandið tæki þá pólitísku afstöðu. Þá eru ótalin möguleg áhrif á ríkið Ísland innan alþjóðasamfélagsins. Hvað segði utanríkisráðuneytið við einhliða ákvörðun KSÍ um að sniðganga leikinn eða RÚV að sniðganga Eurovision? Hvaða áhrif hefði það á samskipti við, til að mynda, Bandaríkin? Það er því skiljanlegt að ákvörðunin sé erfið. En þá má að líka bera upp tölfræðina í upphafi greinarinnar. 30 þúsund látnir. Tvær milljónir að svelta. Hagsmunir og heilindi Staðan er strembin. Stjórnarmenn KSÍ eru ekki í öfundsverðri stöðu en morgunljóst að leikurinn verður leikinn. Og það er skiljanlegt að KSÍ sendi lið til leiks af þeim ástæðum sem taldar eru upp hér að ofan. Val milli hagsmuna og heilinda er ávallt erfitt þegar miklu er að tapa. En það þarf heldur ekki að vera svart og hvítt. Hægt er að fara milliveg og senda einhverskonar skilaboð við þátttökuna (eins og að senda Palestínumann í Eurovision). Þýska karlalandsliðið í fótbolta mótmælti mannréttindastöðunni í Katar í fyrsta leik liðsins á HM þar í landi árið 2022. Skömmu áður hafði FIFA staðfest blátt bann við regnbogaböndum, sem stóð til hjá fyrirliðum nokkurra liða að bera, til að sýna réttindabaráttu LGBTQ+ fólks stuðning.AP Photo/Ricardo Mazalan Greint var frá því á dögunum að KSÍ hefði harðneitað að spila leikinn í Tel-Aviv í Ísrael þrátt fyrir kröfur Ísraela um slíkt. En sambandið hefur enn ekki látið heyra í sér opinberlega hvað þennan leik varðar, öðruvísi en að segja að UEFA hafi valdið. Engin opinber fordæming á aðgerðum Ísraela eða á vinnubrögðum UEFA hefur komið fram af hendi sambandsins. Afstaða RÚV og KSÍ er skiljanleg. Leiðtogar þessara stofnana eru ekki ráðnir þangað inn til að beita sér í alþjóðapólitík heldur sinna tiltekinni almannaheill og stuðla að hagsmunum sinna skjólstæðinga – í tilfelli KSÍ töluvert þrengri hóps en RÚV. Þó þessir leiðtogar séu ekki beint leikarar á pólitíska sviðinu þá eru þeir skuldbundnir gildum samfélagsins. Því þykir mér holl og áhugaverð vangavelta, bæði fyrir Eurovision-aðdáendur og fótboltabullur: Getum við bara sýnt af okkur heilindi þegar engir hagsmunir eru í húfi?