Gáfu stjórnvöldum langt nef og samþykktu að hækka ellilífeyrinn Hólmfríður Gísladóttir skrifar 4. mars 2024 11:47 Eldra fólk greiðir jú skatta og heldur upp á jólin, ekkert síður en yngra fólkið. Svisslendingar samþykktu um helgina að hækka ellilífeyrinn í landinu sem nemur einum mánuði á ári og höfnuðu því að hækka eftirlaunaldurinn í 66 ár. Stjórnvöld hafa varað við því að ekki sé til innistæða fyrir hækkuninni. Af þeim sem tóku þátt í þjóðaratkvæðagreiðslunni í gær greiddu 60 prósent atkvæði með því að bæta þrettánda mánuðinum af ellilífeyrisgreiðslum við árið. Þá höfnuðu 75 prósent því að hækka eftirlaunaaldurinn úr 65 árum í 66 ár. Framfærslukostnaður er óvíða meiri en í Sviss, sérstaklega í borgum á borð við Zurich og Genf. Hámarksellilífeyrir í landinu eru 2.550 evrur á mánuði, 382 þúsund krónur, sem margir segja ekki nægja til að eiga í sig og á. Konur sem hafa gert hlé á starfsferlinum til að eignast fjölskyldu og innflytjendur eru sagðir eiga sérstaklega erfitt með að ná endum saman. Það voru verkalýðsfélög landsins sem knúðu á um þjóðaratkvæðagreiðsluna, gegn mótmælum stjórnvalda, þingmanna og atvinnurekenda sem segja ekkert svigrúm fyrir hækkunina. BBC bendir á að Svisslendingar hafi oft farið að ráðum stjórnvalda, til að mynda þegar þeir höfnuðu því að bæta við viku af orlofi fyrir nokkrum árum, en svo fór ekki að þessu sinni. Niðurstöðunni hefur verið lýst sem sögulegum sigri fyrir ellilífeyrisþega en með breytingunni verður ellilífeyriskrefið fært til samræmis við launakerfið, þar sem launþegar fá þrettán mánuði greidda á ári, nánar tiltekið tvöföld laun í nóvember. Sú breyting var gerð til að gera fólki kleift að eiga fyrir jólunum og sköttum ársins en eins og ellilífeyrisþegar í Sviss hafa bent á er ellilífeyririnn líka skattlagður og þá hætta menn ekki að halda upp á jólin þegar þeir verða 65 ára. Sviss Eldri borgarar Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira
Stjórnvöld hafa varað við því að ekki sé til innistæða fyrir hækkuninni. Af þeim sem tóku þátt í þjóðaratkvæðagreiðslunni í gær greiddu 60 prósent atkvæði með því að bæta þrettánda mánuðinum af ellilífeyrisgreiðslum við árið. Þá höfnuðu 75 prósent því að hækka eftirlaunaaldurinn úr 65 árum í 66 ár. Framfærslukostnaður er óvíða meiri en í Sviss, sérstaklega í borgum á borð við Zurich og Genf. Hámarksellilífeyrir í landinu eru 2.550 evrur á mánuði, 382 þúsund krónur, sem margir segja ekki nægja til að eiga í sig og á. Konur sem hafa gert hlé á starfsferlinum til að eignast fjölskyldu og innflytjendur eru sagðir eiga sérstaklega erfitt með að ná endum saman. Það voru verkalýðsfélög landsins sem knúðu á um þjóðaratkvæðagreiðsluna, gegn mótmælum stjórnvalda, þingmanna og atvinnurekenda sem segja ekkert svigrúm fyrir hækkunina. BBC bendir á að Svisslendingar hafi oft farið að ráðum stjórnvalda, til að mynda þegar þeir höfnuðu því að bæta við viku af orlofi fyrir nokkrum árum, en svo fór ekki að þessu sinni. Niðurstöðunni hefur verið lýst sem sögulegum sigri fyrir ellilífeyrisþega en með breytingunni verður ellilífeyriskrefið fært til samræmis við launakerfið, þar sem launþegar fá þrettán mánuði greidda á ári, nánar tiltekið tvöföld laun í nóvember. Sú breyting var gerð til að gera fólki kleift að eiga fyrir jólunum og sköttum ársins en eins og ellilífeyrisþegar í Sviss hafa bent á er ellilífeyririnn líka skattlagður og þá hætta menn ekki að halda upp á jólin þegar þeir verða 65 ára.
Sviss Eldri borgarar Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira