Sveitarfélögin tali skýrt um gjaldskrárlækkanir og fríar skólamáltíðir Heimir Már Pétursson skrifar 5. mars 2024 11:45 Kjarasamningar til fjögurra ára milli félaga í breiðfylkinigu stéttarfélaga innan ASÍ og SA liggur nánast fyrir þótt enn eigi eftir að útkljá nokkur atriði. Þá segir formaður Starfsgreinasambandsins útilokað að skrifað verði undir samningana nema sveitarfélögin komi að þeim með afgerandi hætti. Stöð 2/Einar Ekki verður skrifað undir nýja kjarasamninga nema sveitarfélögin leggi skýrt fram til hvaða aðgerða þau eru reiðubúin að grípa til að tryggja frið á vinnumarkaði næstu fjögur árin, að sögn formanns Starfsgreinasambandsins. Hann er hins vegar bjartsýnn á að leyst verði úr þeim ágreiningsefnum sem eftir eru í viðræðum við Samtök atvinnulífsins. Breiðfylking stéttarfélaga innan Alþýðusambandsins, með átján félög Starfsgreinasambandsins, Eflingu og Samiðn á bakvið sig, og Samtök atvinnulífsins hafa náð saman um meginlínur nýrra kjarasamninga. Vilhjálmur Birgisson formaður Starfsgreinasambandsins er bjartsýnn á að það muni takast að útkljá nokkur mál sem eftir væru. Þeirra á meðal er krafa Eflingar um aukna uppsagnarvernd starfsmanna fyrirtækja þar sem engir trúnaðarmenn eru til staðar. Hann hefði trú á að samkomulag tækist um þetta. Vilhjálmur Birgisson formaður Starfsgreinasambandsins segir yfirlýsingu sveitarfélaganna eins og hún liggi fyrir nú algerlega ófullnægjandi.Stöð 2/Einar „Það var lögð mikil vinna í það í gær að hálfu Samtaka atvinnulífsins. Vonandi náum við að skerpa einhvern veginn á þeirri grein. Það verður bara að koma í ljós. Það verður í raun eitt af fyrstu málunum sem verða núna til umfjöllunar þegar við setjumst niður aftur,“ segir Vilhjálmur. Fundað hefur verið stíft undanfarna daga og fundur hófst á ný hjá ríkissáttasemjara klukkan níu í morgun. Vilhjálmur segir hins vegar enn óútkljáð með hvaða hætti sveitarfélögin ætli að liðka fyrir samningum. Verkalýðshreyfingin krefst þess að hluti gjaldskrárhækkana sveitarfélaga um síðustu áramót verði dregin til baka, bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla verði brúað og skólamáltíðir verði gjaldfrjálsar. Sveitarfélögin verði að koma að þessum viðræðum með afgerandi hætti. „Og aðkoma þeirra þarf að vera hafin yfir allan vafa. Því miður miðað við þann texta sem ég hef heyrt frá sveitarfélögum, þá er hann að mínu mati allt of loðinn,“ segir formaður Starfsgreinasambandsins. Það sem verkalýðshreyfingin væri tilbúin til að skuldbinda sig til gagnvart sveitarfélögunum í þeim samningsdrögum sem nú lægju fyrir, veitti þeim umtalsverðan ávinning. Langt umfram það sem verkalýðshreyfingin krefðist á móti af sveitarfélögunum. Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri í Kópavogi. Samkvæmt heimildum fréttastofu leggjast Kópavogur og nokkur önnur sveitarfélög þar sem Sjálfstæðisflokkurinn er í meirihlutasamstarfi gegn gjaldfrjálsum skólamáltíðum.Vísir/Vilhelm „Meðan við erum með óskýrt orðalag varðandi mál sem lúta að sveitarfélögunum er alveg ljóst að það verður ekki hægt að skrifa undir kjarasamninga,“ segir Vilhjálmur. Ekki væri hægt að kynna kjarasamninga ef það liggi ekki fyrir með afgerandi hætti hvort sveitarfélögin ætli að taka þátt í því brýna verkefni að ná niður verðbólgu og vöxtum. Hann geri sér grein fyrir að það væri stórt og flókið mál að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla og það muni taka lengri tíma. „En það er alveg ljóst að gjaldskrárlækkanirnar, útfærsla á þeim, þarf að liggja fyrir með afgerandi hætti. Sem og að yfirlýsing þeirra þarf að vera yfir allan vafa hafin um aðkomu þeirra að þessu málefni sem þú nefndir áðan,“ sagði Vilhjálmur Birgisson og vísaði þar til kröfunnar um gjaldfrjálsar skólamáltíðir. Þar virðast nokkur sveitarfélög, aðallega þar sem Sjálfstæðisflokkurinn er ráðandi í meirihlutasamstarfi, leggjast gegn því að skólamáltíðir verði almennt gjaldfrjálsar. Jafnvel þótt ríkið bjóðist, samkvæmt heimildum fréttastofu, til að standa undir tveimur þriðja af kostnaðinum við þá aðgerð. Kjaraviðræður 2023-24 Verðlag Sveitarstjórnarmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur ASÍ Atvinnurekendur Efnahagsmál Seðlabankinn Tengdar fréttir Ræða mögulegar verkfallsaðgerðir á Keflavíkurflugvelli Fulltrúar VR mættu til síns fundar með Samtökum atvinnulífsins hjá ríkissáttasemjara klukkan þrjú í dag. Þetta var fyrsti fundurinn frá því VR klauf sig frá breiðfylkingunni fyrir rúmri viku. Formaðurinn segir ýmis sérmál VR standa út af borðinu. 4. mars 2024 20:38 Atkvæðagreiðsla hafin um verkfall ræstingarfólks Kjaraviðræður breiðfylkingar stéttarfélaga innan Alþýðusambandsins og Samtaka atvinnulífsins eru að falla á tíma eftir að Efling hóf atkvæðagreiðslu um verkfall ræstingarfólks í dag. Helstu hindranir eru ósamkomulag um uppsagnavernd og óvissa um hvort sveitarfélögin sættist á gjaldfrjálsar skólamáltíðir. 4. mars 2024 19:21 Lokakröfur Eflingar: Uppsagnarvernd, trúnaðarmenn og orðalag um ræstingarfólk Formaður Eflingar segir einkum þrennt standa út af í samningsviðræðum við Samtök atvinnulífsins. Náist sátt um þau atriði ætti að vera hægt að undirrita kjarasamninga á næstu einum til tveimur sólarhringum. 4. mars 2024 13:34 Frír matur í skólum og lausn eftir fæðingarorlof til umræðu Leiðtogar breiðfylkingar stéttarfélaga innan Alþýðusambandsins segja það ráðast af viðbrögðum sveitarfélaganna hvort hægt verði að skrifa undir nýja kjarasamninga á næstu tveimur sólarhringum. Atkvæðagreiðsla um verkfallsboðun Eflingar hefst að óbreyttu klukkan fjögur í dag. 4. mars 2024 11:47 Frír matur í skólum og lausn eftir fæðingarorlof til umræðu Leiðtogar breiðfylkingar stéttarfélaga innan Alþýðusambandsins segja það ráðast af viðbrögðum sveitarfélaganna hvort hægt verði að skrifa undir nýja kjarasamninga á næstu tveimur sólarhringum. Atkvæðagreiðsla um verkfallsboðun Eflingar hefst að óbreyttu klukkan fjögur í dag. 4. mars 2024 11:47 Mest lesið Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Lýsa eftir Karli Helgasyni Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Innlent Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Innlent Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Erlent Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Erlent Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent Kastrup lokað vegna drónaflugs Erlent Fleiri fréttir Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Lýsa eftir Karli Helgasyni Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjá meira
Breiðfylking stéttarfélaga innan Alþýðusambandsins, með átján félög Starfsgreinasambandsins, Eflingu og Samiðn á bakvið sig, og Samtök atvinnulífsins hafa náð saman um meginlínur nýrra kjarasamninga. Vilhjálmur Birgisson formaður Starfsgreinasambandsins er bjartsýnn á að það muni takast að útkljá nokkur mál sem eftir væru. Þeirra á meðal er krafa Eflingar um aukna uppsagnarvernd starfsmanna fyrirtækja þar sem engir trúnaðarmenn eru til staðar. Hann hefði trú á að samkomulag tækist um þetta. Vilhjálmur Birgisson formaður Starfsgreinasambandsins segir yfirlýsingu sveitarfélaganna eins og hún liggi fyrir nú algerlega ófullnægjandi.Stöð 2/Einar „Það var lögð mikil vinna í það í gær að hálfu Samtaka atvinnulífsins. Vonandi náum við að skerpa einhvern veginn á þeirri grein. Það verður bara að koma í ljós. Það verður í raun eitt af fyrstu málunum sem verða núna til umfjöllunar þegar við setjumst niður aftur,“ segir Vilhjálmur. Fundað hefur verið stíft undanfarna daga og fundur hófst á ný hjá ríkissáttasemjara klukkan níu í morgun. Vilhjálmur segir hins vegar enn óútkljáð með hvaða hætti sveitarfélögin ætli að liðka fyrir samningum. Verkalýðshreyfingin krefst þess að hluti gjaldskrárhækkana sveitarfélaga um síðustu áramót verði dregin til baka, bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla verði brúað og skólamáltíðir verði gjaldfrjálsar. Sveitarfélögin verði að koma að þessum viðræðum með afgerandi hætti. „Og aðkoma þeirra þarf að vera hafin yfir allan vafa. Því miður miðað við þann texta sem ég hef heyrt frá sveitarfélögum, þá er hann að mínu mati allt of loðinn,“ segir formaður Starfsgreinasambandsins. Það sem verkalýðshreyfingin væri tilbúin til að skuldbinda sig til gagnvart sveitarfélögunum í þeim samningsdrögum sem nú lægju fyrir, veitti þeim umtalsverðan ávinning. Langt umfram það sem verkalýðshreyfingin krefðist á móti af sveitarfélögunum. Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri í Kópavogi. Samkvæmt heimildum fréttastofu leggjast Kópavogur og nokkur önnur sveitarfélög þar sem Sjálfstæðisflokkurinn er í meirihlutasamstarfi gegn gjaldfrjálsum skólamáltíðum.Vísir/Vilhelm „Meðan við erum með óskýrt orðalag varðandi mál sem lúta að sveitarfélögunum er alveg ljóst að það verður ekki hægt að skrifa undir kjarasamninga,“ segir Vilhjálmur. Ekki væri hægt að kynna kjarasamninga ef það liggi ekki fyrir með afgerandi hætti hvort sveitarfélögin ætli að taka þátt í því brýna verkefni að ná niður verðbólgu og vöxtum. Hann geri sér grein fyrir að það væri stórt og flókið mál að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla og það muni taka lengri tíma. „En það er alveg ljóst að gjaldskrárlækkanirnar, útfærsla á þeim, þarf að liggja fyrir með afgerandi hætti. Sem og að yfirlýsing þeirra þarf að vera yfir allan vafa hafin um aðkomu þeirra að þessu málefni sem þú nefndir áðan,“ sagði Vilhjálmur Birgisson og vísaði þar til kröfunnar um gjaldfrjálsar skólamáltíðir. Þar virðast nokkur sveitarfélög, aðallega þar sem Sjálfstæðisflokkurinn er ráðandi í meirihlutasamstarfi, leggjast gegn því að skólamáltíðir verði almennt gjaldfrjálsar. Jafnvel þótt ríkið bjóðist, samkvæmt heimildum fréttastofu, til að standa undir tveimur þriðja af kostnaðinum við þá aðgerð.
Kjaraviðræður 2023-24 Verðlag Sveitarstjórnarmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur ASÍ Atvinnurekendur Efnahagsmál Seðlabankinn Tengdar fréttir Ræða mögulegar verkfallsaðgerðir á Keflavíkurflugvelli Fulltrúar VR mættu til síns fundar með Samtökum atvinnulífsins hjá ríkissáttasemjara klukkan þrjú í dag. Þetta var fyrsti fundurinn frá því VR klauf sig frá breiðfylkingunni fyrir rúmri viku. Formaðurinn segir ýmis sérmál VR standa út af borðinu. 4. mars 2024 20:38 Atkvæðagreiðsla hafin um verkfall ræstingarfólks Kjaraviðræður breiðfylkingar stéttarfélaga innan Alþýðusambandsins og Samtaka atvinnulífsins eru að falla á tíma eftir að Efling hóf atkvæðagreiðslu um verkfall ræstingarfólks í dag. Helstu hindranir eru ósamkomulag um uppsagnavernd og óvissa um hvort sveitarfélögin sættist á gjaldfrjálsar skólamáltíðir. 4. mars 2024 19:21 Lokakröfur Eflingar: Uppsagnarvernd, trúnaðarmenn og orðalag um ræstingarfólk Formaður Eflingar segir einkum þrennt standa út af í samningsviðræðum við Samtök atvinnulífsins. Náist sátt um þau atriði ætti að vera hægt að undirrita kjarasamninga á næstu einum til tveimur sólarhringum. 4. mars 2024 13:34 Frír matur í skólum og lausn eftir fæðingarorlof til umræðu Leiðtogar breiðfylkingar stéttarfélaga innan Alþýðusambandsins segja það ráðast af viðbrögðum sveitarfélaganna hvort hægt verði að skrifa undir nýja kjarasamninga á næstu tveimur sólarhringum. Atkvæðagreiðsla um verkfallsboðun Eflingar hefst að óbreyttu klukkan fjögur í dag. 4. mars 2024 11:47 Frír matur í skólum og lausn eftir fæðingarorlof til umræðu Leiðtogar breiðfylkingar stéttarfélaga innan Alþýðusambandsins segja það ráðast af viðbrögðum sveitarfélaganna hvort hægt verði að skrifa undir nýja kjarasamninga á næstu tveimur sólarhringum. Atkvæðagreiðsla um verkfallsboðun Eflingar hefst að óbreyttu klukkan fjögur í dag. 4. mars 2024 11:47 Mest lesið Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Lýsa eftir Karli Helgasyni Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Innlent Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Innlent Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Erlent Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Erlent Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent Kastrup lokað vegna drónaflugs Erlent Fleiri fréttir Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Lýsa eftir Karli Helgasyni Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjá meira
Ræða mögulegar verkfallsaðgerðir á Keflavíkurflugvelli Fulltrúar VR mættu til síns fundar með Samtökum atvinnulífsins hjá ríkissáttasemjara klukkan þrjú í dag. Þetta var fyrsti fundurinn frá því VR klauf sig frá breiðfylkingunni fyrir rúmri viku. Formaðurinn segir ýmis sérmál VR standa út af borðinu. 4. mars 2024 20:38
Atkvæðagreiðsla hafin um verkfall ræstingarfólks Kjaraviðræður breiðfylkingar stéttarfélaga innan Alþýðusambandsins og Samtaka atvinnulífsins eru að falla á tíma eftir að Efling hóf atkvæðagreiðslu um verkfall ræstingarfólks í dag. Helstu hindranir eru ósamkomulag um uppsagnavernd og óvissa um hvort sveitarfélögin sættist á gjaldfrjálsar skólamáltíðir. 4. mars 2024 19:21
Lokakröfur Eflingar: Uppsagnarvernd, trúnaðarmenn og orðalag um ræstingarfólk Formaður Eflingar segir einkum þrennt standa út af í samningsviðræðum við Samtök atvinnulífsins. Náist sátt um þau atriði ætti að vera hægt að undirrita kjarasamninga á næstu einum til tveimur sólarhringum. 4. mars 2024 13:34
Frír matur í skólum og lausn eftir fæðingarorlof til umræðu Leiðtogar breiðfylkingar stéttarfélaga innan Alþýðusambandsins segja það ráðast af viðbrögðum sveitarfélaganna hvort hægt verði að skrifa undir nýja kjarasamninga á næstu tveimur sólarhringum. Atkvæðagreiðsla um verkfallsboðun Eflingar hefst að óbreyttu klukkan fjögur í dag. 4. mars 2024 11:47
Frír matur í skólum og lausn eftir fæðingarorlof til umræðu Leiðtogar breiðfylkingar stéttarfélaga innan Alþýðusambandsins segja það ráðast af viðbrögðum sveitarfélaganna hvort hægt verði að skrifa undir nýja kjarasamninga á næstu tveimur sólarhringum. Atkvæðagreiðsla um verkfallsboðun Eflingar hefst að óbreyttu klukkan fjögur í dag. 4. mars 2024 11:47