Sport

Dag­skráin í dag: Körfu­bolta­kvöld og hvaða lið fara á­fram í Meistara­deild Evrópu?

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Phil Foden og félagar í Manchester City fá FC Kaupmannahöfn í heimsókn.
Phil Foden og félagar í Manchester City fá FC Kaupmannahöfn í heimsókn. James Gill/Getty Images

Þó Meistaradeild Evrópu í knattspyrnu, karla megin, beri af í dag þá er að venju fjölbreytt dagskrá á rásum Stöðvar 2 Sport. Við bjóðum einnig upp á körfubolta kvenna og Körfuboltakvöld.

Stöð 2 Sport

Klukkan 20.00 mætast Grindavík og Njarðvík í Subway-deild kvenna í körfubolta. Klukkan 22.00 er svo Körfuboltakvöld á dagskrá en þar verður leikur kvöldsins gerður upp sem og öðrum leikjum umferðarinnar.

Stöð 2 Sport 2

Upphitun fyrir leiki kvöldsins í Meistaradeild Evrópu hefst klukkan 19.15. Klukkan 19.50 er leikur Manchester City og FC Kaupmannahafnar á dagskrá. Evrópumeistarar Man City leiða 3-1 eftir fyrri leikinn.

Klukkan 22.00 eru Meistaradeildarmörkin á dagskrá. Þar verða leikirnir tveir sem fram fara í kvöld gerðir upp.

Stöð 2 Sport 4

Klukkan 04.00 er Blue Bay-mótið í golfi á dagskrá. Það er hluti af LPGA-mótaröðinni.

Stöð 2 ESport

Klukkan 14.30 er komið að viðureign Cloud9 og Rare Atom í Blast Premier-mótinu. Klukkan 17.00 mætast Heroic og Ninja sin Pyjamas.

Klukkan 19.30 er svo komið að 8-liða úrslitum í FRÍS.

Vodafone Sport

Klukkan 12.30 er Premier Padel á dagskrá en að þessu sinni er keppt í Katar.

Klukkan 19.50 hefst útsending frá Madríd þar sem heimamenn í Real taka á móti RB Leipzig í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Real leiðir 1-0 eftir fyrri leik liðanna.

Klukkan 23.55 eru undanúrslit í Gullbikar CONCACAF á dagskrá.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×