Ryðja allan Landsrétt í máli fyrrverandi dómsmálaráðherra Jón Þór Stefánsson skrifar 5. mars 2024 22:28 Sólveig Pétursdóttir var dóms- og kirkjumálaráðherra á árunum 1999 til 2003 og forseti Alþingis á árunum 2005 til 2007. Vísir/Vilhelm Allir dómarar Landsréttar þurfa að víkja þegar dómstóllinn tekur fyrir mál sem félagið Lyfjablóm höfðar gegn Þórði Má Jóhannessyni og Sólveigu Guðrúnu Pétursdóttur, sem var dóms- og kirkjumálaráðherra í kringum síðustu aldamót og síðar forseti Alþingis. Héraðsdómur sýknaði þau Þórð og Guðrúnu af 2,3 milljarða króna skaðabótakröfum Lyfjablóms sumarið í hitteðfyrra. Lyfjablóm hefur áfrýjað dómnum til Landsréttar. Lyfjablóm ehf. hét áður Björn Hallgrímsson ehf. Eigendur Lyfjablóms voru börn Björns Hallgrímssonar og var sonur hans Kristinn í fyrirsvari fyrir félagið. Sólveig er ekkja Kristins og situr í óskiptu búi eftir andlát hans árið 2015. Félagið Gnúpur er miðlægt í málinu, en um er að ræða fjárfestingafélag sem var áberandi árin fyrir hrun. Þórður Már gegndi stöðu forstjóra félagsins, en Lyfjablóm átti tæplega helmingshlut í því. Aðalsteinn E. Jónasson, dómari við Landsrétt, starfaði fyrir Gnúp. Hann var framkvæmdastjóri lögfræðisviðs félagsins. Á meðal gagna málsins er skýrsla sem Aðalsteinn gaf fyrir héraðsdómi árið 2022, en þá var hann orðinn dómari við Landsrétt. Í úrskurði Landsréttar segir að ekki sé hægt að útiloka að þeir dómarar sem myndu dæma í málinu gætu staðið frammi fyrir því að vega og meta trúverðugleika samdómara síns Aðalsteins. Þar af leiðandi séu komnar upp réttmætar ástæður til að draga í efa óhlutdrægni dómaranna, og því skuli allir dómarar Landsréttar víkja í málinu. Ásakanir um blekkingar í milljarða viðskiptum Forsvarsmenn Lyfjablóms vilja meina að Þórður Már hafi beitt skipulegum og alvarlegum blekkingum gagnvart Lyfjablómi vegna fjárfestinga þess í Gnúpi og dótturfélögum þess. Til að mynda hafi Lyfjablóm verið blekkt árið 2006 til að kaupa helmingshlut í öðru félagi, sem hafi í raun verið verðlaust og eignalaust, fyrir 800 milljónir króna. Jafnframt vill Lyfjablóm meina að röngum og villandi upplýsingum hafi verið haldið að hluthöfum á hluthafafundi Gnúps árið 2007 sem varð til þess að Lyfjablóm lagði fram 1,5 milljarða króna. Skömmu fyrir síðarnefndu viðskiptin fóru fram val haldinn hluthafafundur þar sem áðurnefndur Aðalsteinn E. Jónsson stýrði og átti stóran þátt í að undirbúa. Mál Lyfjablóms, Þórðar og Sólveigar hefur um árabil verið á milli tannanna á dómstólum landsins, en Lyfjablóm höfðaði fyrst mál gegn þeim fyrir sex árum síðan. Líkt og áður segir voru Þórður og Sólveig sýknuð í héraði árið 2022. Dómurinn komst þá að þeirri niðurstöðu að engri saknæmri háttsemi væri að dreifa varðandi fyrri kröfuna, þá sem varðar 800 milljónir króna. Og að ósannað væri að Þórður og Sólveig bæru skaðabótaábrygð vegna lántöku Lyfjablóms vegna 1,5 milljarðanna. Dómsmál Hrunið Dómstólar Málaferli vegna Lyfjablóms ehf. Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Innlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Kennarar samþykkja kjarasamning Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Innlent Fleiri fréttir „Við ætlum að tryggja að það verði flogið til Ísafjarðar“ Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Sjá meira
Héraðsdómur sýknaði þau Þórð og Guðrúnu af 2,3 milljarða króna skaðabótakröfum Lyfjablóms sumarið í hitteðfyrra. Lyfjablóm hefur áfrýjað dómnum til Landsréttar. Lyfjablóm ehf. hét áður Björn Hallgrímsson ehf. Eigendur Lyfjablóms voru börn Björns Hallgrímssonar og var sonur hans Kristinn í fyrirsvari fyrir félagið. Sólveig er ekkja Kristins og situr í óskiptu búi eftir andlát hans árið 2015. Félagið Gnúpur er miðlægt í málinu, en um er að ræða fjárfestingafélag sem var áberandi árin fyrir hrun. Þórður Már gegndi stöðu forstjóra félagsins, en Lyfjablóm átti tæplega helmingshlut í því. Aðalsteinn E. Jónasson, dómari við Landsrétt, starfaði fyrir Gnúp. Hann var framkvæmdastjóri lögfræðisviðs félagsins. Á meðal gagna málsins er skýrsla sem Aðalsteinn gaf fyrir héraðsdómi árið 2022, en þá var hann orðinn dómari við Landsrétt. Í úrskurði Landsréttar segir að ekki sé hægt að útiloka að þeir dómarar sem myndu dæma í málinu gætu staðið frammi fyrir því að vega og meta trúverðugleika samdómara síns Aðalsteins. Þar af leiðandi séu komnar upp réttmætar ástæður til að draga í efa óhlutdrægni dómaranna, og því skuli allir dómarar Landsréttar víkja í málinu. Ásakanir um blekkingar í milljarða viðskiptum Forsvarsmenn Lyfjablóms vilja meina að Þórður Már hafi beitt skipulegum og alvarlegum blekkingum gagnvart Lyfjablómi vegna fjárfestinga þess í Gnúpi og dótturfélögum þess. Til að mynda hafi Lyfjablóm verið blekkt árið 2006 til að kaupa helmingshlut í öðru félagi, sem hafi í raun verið verðlaust og eignalaust, fyrir 800 milljónir króna. Jafnframt vill Lyfjablóm meina að röngum og villandi upplýsingum hafi verið haldið að hluthöfum á hluthafafundi Gnúps árið 2007 sem varð til þess að Lyfjablóm lagði fram 1,5 milljarða króna. Skömmu fyrir síðarnefndu viðskiptin fóru fram val haldinn hluthafafundur þar sem áðurnefndur Aðalsteinn E. Jónsson stýrði og átti stóran þátt í að undirbúa. Mál Lyfjablóms, Þórðar og Sólveigar hefur um árabil verið á milli tannanna á dómstólum landsins, en Lyfjablóm höfðaði fyrst mál gegn þeim fyrir sex árum síðan. Líkt og áður segir voru Þórður og Sólveig sýknuð í héraði árið 2022. Dómurinn komst þá að þeirri niðurstöðu að engri saknæmri háttsemi væri að dreifa varðandi fyrri kröfuna, þá sem varðar 800 milljónir króna. Og að ósannað væri að Þórður og Sólveig bæru skaðabótaábrygð vegna lántöku Lyfjablóms vegna 1,5 milljarðanna.
Dómsmál Hrunið Dómstólar Málaferli vegna Lyfjablóms ehf. Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Innlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Kennarar samþykkja kjarasamning Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Innlent Fleiri fréttir „Við ætlum að tryggja að það verði flogið til Ísafjarðar“ Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Sjá meira