Guantanamó til umræðu Ögmundur Jónasson skrifar 7. mars 2024 08:31 Fangabúðir Bandaríkjanna á Guantanamó voru mjög í fréttum eftir að þær voru settar á laggirnar árið 2002 til að hýsa grunaða hryðjuverkamenn og knýja þá til sagna, með góðu eða illu, um allt það sem varpað gæti ljósi á hryðjuverkastarfsemi sem beindist að Bandaríkjunum og bandamönnum þeirra. Framan af voru fréttirnar á þessa lund: Almenningur í Bandaríkjunum var í áfalli eftir að tvíburaturnarnir í New York og fleiri byggingar voru jafnaðar við jörðu hinn ellefta september árið 2001 og í stríðsvímu, sem bandarísk stjórnvöld kyntu óspart undir, var síðan ráðist á Afganistan og skömmu síðar á Írak, allt til að kveða niður hryðjuverkaöfl; þannig var því stillt upp. Svo leið og beið. Grunsemdir vöknuðu um pyntingar og illa meðferð á föngum í Guantanamó þótt það væri ekki fyrr en löngu síðar að fréttaveitan Wikileaks birti upplýsingar um hvað raunverulega færi fram í fangabúðunum, hryllilegar pyntingar á mönnum sem ekkert illt hafði sannast á. Nú var farið að tala um að loka þessum fangabúðum sem staðsettar eru á yfirráðasvæði Bandaríkjamanna á Kúbu og þannig utan lögsögu bandarískrar mannréttindalöggjafar. Obama Bandaríkjaforseti lofaði því að hann myndi loka þessum búðum en aldrei stóð hann við þau fyrirheit. Og enn eru þær starfræktar. Það ætti að vera Íslendingum umhugsunarefni að bandalagsríki Íslands rekur enn illræmdar fangabúðir þar sem stundaðar eru pyntingar og að allt skuli það gerast án þess að íslensk stjórnvöld hafi uppi mótmæli. Talið er að um þrjátíu fangar séu enn í Guantanamó. Þessar illræmdu fangabúðir hafa verið nokkuð í fréttum að undanförnu í tengslum við réttarhöld í London þar sem tekist er á um hvort framselja eigi Julian Assange, stofnanda og fyrrum aðalritstjóra Wikileaks, til Bandaríkjanna til að svara til saka fyrir að upplýsa um stríðsglæpi Bandaríkjamanna og bandamanna þeirra. Rifjað er upp að á meðal þess sem Wikileaks upplýsti voru, sem áður er vikið að, mannréttindabrot í Guantanamó. Þess má geta að Julian Assange er ástralskur þegn en Bandaríkjamenn vilja að hann svari til saka gagnvart bandarískum lögum og þeir vilja fá hann framseldan þótt á milli Bandaríkjanna og Bretlands sé samningur um að ríkin framselji ekki einstaklinga sem pólitískar sakir eru bornar á. Nú ber svo við að einn kunnasti fanginn frá Guantanamó, Mohamedou frá Máretaníu, er staddur á Íslandi og kemur fram á opnum fundi í Safnahúsinu við Hverfisgötu klukkan 12 á laugardag. Þá er þess einnig að geta að Bíó Paradís hefur fengið kvikmyndina Márataníumaðurinn til sýningar en hún fjallar sannsögulega um líf þessa manns og hlutskipti hans í Guantanamó.Myndin verður sýnd í kvikmyndahúsinu klukkan 15 á laugardag, sama dag og fundurinn fer fram í Safnahúsinu. Um myndina, sem er margverðlaunuð, má fræðast nánar á vef Bíó paradísar og þá eining hvernig nálgast megi aðgangsmiða. Þá má nefna að á hádegisfundinum í Safnahúsinu á laugardag verður auk Mohamedous, dr. Deepa Govindarajan Driver en hún hefur kynnt sér pólitíska og lagalega umgjörð þeirra upplýsinga sem Wikileaks færði fram í dagsljósið um Guantanamó. Ég leyfi mér að hvetja fólk til að sækja þessa viðburði og verða fyrir vikið upplýstari um skúmaskot alþjóðlegra stjórnmála og jafnframt sýnt þeim samstöðu sem beittir hafa verið órétti af hálfu þeirra sem fara með völdin í heiminum. Ögmundur Jónasson. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Mest lesið Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson Skoðun Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Skoðun Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson skrifar Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Fangabúðir Bandaríkjanna á Guantanamó voru mjög í fréttum eftir að þær voru settar á laggirnar árið 2002 til að hýsa grunaða hryðjuverkamenn og knýja þá til sagna, með góðu eða illu, um allt það sem varpað gæti ljósi á hryðjuverkastarfsemi sem beindist að Bandaríkjunum og bandamönnum þeirra. Framan af voru fréttirnar á þessa lund: Almenningur í Bandaríkjunum var í áfalli eftir að tvíburaturnarnir í New York og fleiri byggingar voru jafnaðar við jörðu hinn ellefta september árið 2001 og í stríðsvímu, sem bandarísk stjórnvöld kyntu óspart undir, var síðan ráðist á Afganistan og skömmu síðar á Írak, allt til að kveða niður hryðjuverkaöfl; þannig var því stillt upp. Svo leið og beið. Grunsemdir vöknuðu um pyntingar og illa meðferð á föngum í Guantanamó þótt það væri ekki fyrr en löngu síðar að fréttaveitan Wikileaks birti upplýsingar um hvað raunverulega færi fram í fangabúðunum, hryllilegar pyntingar á mönnum sem ekkert illt hafði sannast á. Nú var farið að tala um að loka þessum fangabúðum sem staðsettar eru á yfirráðasvæði Bandaríkjamanna á Kúbu og þannig utan lögsögu bandarískrar mannréttindalöggjafar. Obama Bandaríkjaforseti lofaði því að hann myndi loka þessum búðum en aldrei stóð hann við þau fyrirheit. Og enn eru þær starfræktar. Það ætti að vera Íslendingum umhugsunarefni að bandalagsríki Íslands rekur enn illræmdar fangabúðir þar sem stundaðar eru pyntingar og að allt skuli það gerast án þess að íslensk stjórnvöld hafi uppi mótmæli. Talið er að um þrjátíu fangar séu enn í Guantanamó. Þessar illræmdu fangabúðir hafa verið nokkuð í fréttum að undanförnu í tengslum við réttarhöld í London þar sem tekist er á um hvort framselja eigi Julian Assange, stofnanda og fyrrum aðalritstjóra Wikileaks, til Bandaríkjanna til að svara til saka fyrir að upplýsa um stríðsglæpi Bandaríkjamanna og bandamanna þeirra. Rifjað er upp að á meðal þess sem Wikileaks upplýsti voru, sem áður er vikið að, mannréttindabrot í Guantanamó. Þess má geta að Julian Assange er ástralskur þegn en Bandaríkjamenn vilja að hann svari til saka gagnvart bandarískum lögum og þeir vilja fá hann framseldan þótt á milli Bandaríkjanna og Bretlands sé samningur um að ríkin framselji ekki einstaklinga sem pólitískar sakir eru bornar á. Nú ber svo við að einn kunnasti fanginn frá Guantanamó, Mohamedou frá Máretaníu, er staddur á Íslandi og kemur fram á opnum fundi í Safnahúsinu við Hverfisgötu klukkan 12 á laugardag. Þá er þess einnig að geta að Bíó Paradís hefur fengið kvikmyndina Márataníumaðurinn til sýningar en hún fjallar sannsögulega um líf þessa manns og hlutskipti hans í Guantanamó.Myndin verður sýnd í kvikmyndahúsinu klukkan 15 á laugardag, sama dag og fundurinn fer fram í Safnahúsinu. Um myndina, sem er margverðlaunuð, má fræðast nánar á vef Bíó paradísar og þá eining hvernig nálgast megi aðgangsmiða. Þá má nefna að á hádegisfundinum í Safnahúsinu á laugardag verður auk Mohamedous, dr. Deepa Govindarajan Driver en hún hefur kynnt sér pólitíska og lagalega umgjörð þeirra upplýsinga sem Wikileaks færði fram í dagsljósið um Guantanamó. Ég leyfi mér að hvetja fólk til að sækja þessa viðburði og verða fyrir vikið upplýstari um skúmaskot alþjóðlegra stjórnmála og jafnframt sýnt þeim samstöðu sem beittir hafa verið órétti af hálfu þeirra sem fara með völdin í heiminum. Ögmundur Jónasson.
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun