Guantanamó til umræðu Ögmundur Jónasson skrifar 7. mars 2024 08:31 Fangabúðir Bandaríkjanna á Guantanamó voru mjög í fréttum eftir að þær voru settar á laggirnar árið 2002 til að hýsa grunaða hryðjuverkamenn og knýja þá til sagna, með góðu eða illu, um allt það sem varpað gæti ljósi á hryðjuverkastarfsemi sem beindist að Bandaríkjunum og bandamönnum þeirra. Framan af voru fréttirnar á þessa lund: Almenningur í Bandaríkjunum var í áfalli eftir að tvíburaturnarnir í New York og fleiri byggingar voru jafnaðar við jörðu hinn ellefta september árið 2001 og í stríðsvímu, sem bandarísk stjórnvöld kyntu óspart undir, var síðan ráðist á Afganistan og skömmu síðar á Írak, allt til að kveða niður hryðjuverkaöfl; þannig var því stillt upp. Svo leið og beið. Grunsemdir vöknuðu um pyntingar og illa meðferð á föngum í Guantanamó þótt það væri ekki fyrr en löngu síðar að fréttaveitan Wikileaks birti upplýsingar um hvað raunverulega færi fram í fangabúðunum, hryllilegar pyntingar á mönnum sem ekkert illt hafði sannast á. Nú var farið að tala um að loka þessum fangabúðum sem staðsettar eru á yfirráðasvæði Bandaríkjamanna á Kúbu og þannig utan lögsögu bandarískrar mannréttindalöggjafar. Obama Bandaríkjaforseti lofaði því að hann myndi loka þessum búðum en aldrei stóð hann við þau fyrirheit. Og enn eru þær starfræktar. Það ætti að vera Íslendingum umhugsunarefni að bandalagsríki Íslands rekur enn illræmdar fangabúðir þar sem stundaðar eru pyntingar og að allt skuli það gerast án þess að íslensk stjórnvöld hafi uppi mótmæli. Talið er að um þrjátíu fangar séu enn í Guantanamó. Þessar illræmdu fangabúðir hafa verið nokkuð í fréttum að undanförnu í tengslum við réttarhöld í London þar sem tekist er á um hvort framselja eigi Julian Assange, stofnanda og fyrrum aðalritstjóra Wikileaks, til Bandaríkjanna til að svara til saka fyrir að upplýsa um stríðsglæpi Bandaríkjamanna og bandamanna þeirra. Rifjað er upp að á meðal þess sem Wikileaks upplýsti voru, sem áður er vikið að, mannréttindabrot í Guantanamó. Þess má geta að Julian Assange er ástralskur þegn en Bandaríkjamenn vilja að hann svari til saka gagnvart bandarískum lögum og þeir vilja fá hann framseldan þótt á milli Bandaríkjanna og Bretlands sé samningur um að ríkin framselji ekki einstaklinga sem pólitískar sakir eru bornar á. Nú ber svo við að einn kunnasti fanginn frá Guantanamó, Mohamedou frá Máretaníu, er staddur á Íslandi og kemur fram á opnum fundi í Safnahúsinu við Hverfisgötu klukkan 12 á laugardag. Þá er þess einnig að geta að Bíó Paradís hefur fengið kvikmyndina Márataníumaðurinn til sýningar en hún fjallar sannsögulega um líf þessa manns og hlutskipti hans í Guantanamó.Myndin verður sýnd í kvikmyndahúsinu klukkan 15 á laugardag, sama dag og fundurinn fer fram í Safnahúsinu. Um myndina, sem er margverðlaunuð, má fræðast nánar á vef Bíó paradísar og þá eining hvernig nálgast megi aðgangsmiða. Þá má nefna að á hádegisfundinum í Safnahúsinu á laugardag verður auk Mohamedous, dr. Deepa Govindarajan Driver en hún hefur kynnt sér pólitíska og lagalega umgjörð þeirra upplýsinga sem Wikileaks færði fram í dagsljósið um Guantanamó. Ég leyfi mér að hvetja fólk til að sækja þessa viðburði og verða fyrir vikið upplýstari um skúmaskot alþjóðlegra stjórnmála og jafnframt sýnt þeim samstöðu sem beittir hafa verið órétti af hálfu þeirra sem fara með völdin í heiminum. Ögmundur Jónasson. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Mest lesið Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Hlúum að hjarta skólans skrifar Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson skrifar Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Sjá meira
Fangabúðir Bandaríkjanna á Guantanamó voru mjög í fréttum eftir að þær voru settar á laggirnar árið 2002 til að hýsa grunaða hryðjuverkamenn og knýja þá til sagna, með góðu eða illu, um allt það sem varpað gæti ljósi á hryðjuverkastarfsemi sem beindist að Bandaríkjunum og bandamönnum þeirra. Framan af voru fréttirnar á þessa lund: Almenningur í Bandaríkjunum var í áfalli eftir að tvíburaturnarnir í New York og fleiri byggingar voru jafnaðar við jörðu hinn ellefta september árið 2001 og í stríðsvímu, sem bandarísk stjórnvöld kyntu óspart undir, var síðan ráðist á Afganistan og skömmu síðar á Írak, allt til að kveða niður hryðjuverkaöfl; þannig var því stillt upp. Svo leið og beið. Grunsemdir vöknuðu um pyntingar og illa meðferð á föngum í Guantanamó þótt það væri ekki fyrr en löngu síðar að fréttaveitan Wikileaks birti upplýsingar um hvað raunverulega færi fram í fangabúðunum, hryllilegar pyntingar á mönnum sem ekkert illt hafði sannast á. Nú var farið að tala um að loka þessum fangabúðum sem staðsettar eru á yfirráðasvæði Bandaríkjamanna á Kúbu og þannig utan lögsögu bandarískrar mannréttindalöggjafar. Obama Bandaríkjaforseti lofaði því að hann myndi loka þessum búðum en aldrei stóð hann við þau fyrirheit. Og enn eru þær starfræktar. Það ætti að vera Íslendingum umhugsunarefni að bandalagsríki Íslands rekur enn illræmdar fangabúðir þar sem stundaðar eru pyntingar og að allt skuli það gerast án þess að íslensk stjórnvöld hafi uppi mótmæli. Talið er að um þrjátíu fangar séu enn í Guantanamó. Þessar illræmdu fangabúðir hafa verið nokkuð í fréttum að undanförnu í tengslum við réttarhöld í London þar sem tekist er á um hvort framselja eigi Julian Assange, stofnanda og fyrrum aðalritstjóra Wikileaks, til Bandaríkjanna til að svara til saka fyrir að upplýsa um stríðsglæpi Bandaríkjamanna og bandamanna þeirra. Rifjað er upp að á meðal þess sem Wikileaks upplýsti voru, sem áður er vikið að, mannréttindabrot í Guantanamó. Þess má geta að Julian Assange er ástralskur þegn en Bandaríkjamenn vilja að hann svari til saka gagnvart bandarískum lögum og þeir vilja fá hann framseldan þótt á milli Bandaríkjanna og Bretlands sé samningur um að ríkin framselji ekki einstaklinga sem pólitískar sakir eru bornar á. Nú ber svo við að einn kunnasti fanginn frá Guantanamó, Mohamedou frá Máretaníu, er staddur á Íslandi og kemur fram á opnum fundi í Safnahúsinu við Hverfisgötu klukkan 12 á laugardag. Þá er þess einnig að geta að Bíó Paradís hefur fengið kvikmyndina Márataníumaðurinn til sýningar en hún fjallar sannsögulega um líf þessa manns og hlutskipti hans í Guantanamó.Myndin verður sýnd í kvikmyndahúsinu klukkan 15 á laugardag, sama dag og fundurinn fer fram í Safnahúsinu. Um myndina, sem er margverðlaunuð, má fræðast nánar á vef Bíó paradísar og þá eining hvernig nálgast megi aðgangsmiða. Þá má nefna að á hádegisfundinum í Safnahúsinu á laugardag verður auk Mohamedous, dr. Deepa Govindarajan Driver en hún hefur kynnt sér pólitíska og lagalega umgjörð þeirra upplýsinga sem Wikileaks færði fram í dagsljósið um Guantanamó. Ég leyfi mér að hvetja fólk til að sækja þessa viðburði og verða fyrir vikið upplýstari um skúmaskot alþjóðlegra stjórnmála og jafnframt sýnt þeim samstöðu sem beittir hafa verið órétti af hálfu þeirra sem fara með völdin í heiminum. Ögmundur Jónasson.
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar