Gæsluvarðhald staðfest: „Gríðarlega miklar rannsóknir sem liggja að baki“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 9. mars 2024 19:13 Einn hinna handteknu á leið inn í Héraðsdóm Reykjavíkur á miðvikudag. vísir Landsréttur hefur staðfest gæsluvarðhaldsúrskurð héraðsdóms yfir sex sakborningum sem grunaðir eru um aðild að mansali, peningaþvætti og annarri skipulagðri glæpastarfsemi. Sem stendur eru níu sakborningar í málinu og mögulegt að þeir verði fleiri. Þetta segir Elín Agnes Kristínardóttir, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá rannsóknarsviði lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við Vísi. Lögreglan réðst í umfangsmiklar aðgerðir víða um land í vikunni vegna málsins. Átta voru handteknir og einn sakborningur bættist við í gær. Sex voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald á fimmtudaginn fyrir héraðsdómi, og nú hefur Landsréttur staðfest þann úrskurð. Elín Agnes segir að fórnarlömb séu á þriðja tug, bæði karlar og konur. Þrír karlar og þrjár konur eru í gæsluvarðhaldi en Elín Agnes vill ekki gefa upp hvers kyns hinir þrír sakborningarnir eru. Nokkrum veitingastöðum, gistiheimilum og hótelum var lokað í aðgerðunum. Staðirnir koma ekki til með að opna aftur, að sögn Elínar Agnesar. Í aðgerðunum var notast við fíkniefnahunda. „Það var í raun formsatriði, það fundust engin fíkniefni á þessum stöðum. Samt sem áður eru ákveðnir þættir í skoðun hvað það varðar,“ bætir Elín Agnes við. Fram hefur komið að grunur hafi verið uppi um skipulagða glæpastarfsemi um þónokkurt skeið. Spurð hvers vegna ráðist hafi verið í aðgerðir nú segir Elín Agnes: „Það hefur tekið tíma að safna þessu saman, fá fólk að borðinu, fá hagaðila með okkur í þetta. Þetta er ekki eitthvað sem er ákveðið á einni viku, langt því frá. Hér eru gríðarlega miklar rannsóknir sem liggja að baki.“ Mál Davíðs Viðarssonar Lögreglumál Mansal Dómsmál Reykjavík Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent Fleiri fréttir Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Sjá meira
Þetta segir Elín Agnes Kristínardóttir, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá rannsóknarsviði lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við Vísi. Lögreglan réðst í umfangsmiklar aðgerðir víða um land í vikunni vegna málsins. Átta voru handteknir og einn sakborningur bættist við í gær. Sex voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald á fimmtudaginn fyrir héraðsdómi, og nú hefur Landsréttur staðfest þann úrskurð. Elín Agnes segir að fórnarlömb séu á þriðja tug, bæði karlar og konur. Þrír karlar og þrjár konur eru í gæsluvarðhaldi en Elín Agnes vill ekki gefa upp hvers kyns hinir þrír sakborningarnir eru. Nokkrum veitingastöðum, gistiheimilum og hótelum var lokað í aðgerðunum. Staðirnir koma ekki til með að opna aftur, að sögn Elínar Agnesar. Í aðgerðunum var notast við fíkniefnahunda. „Það var í raun formsatriði, það fundust engin fíkniefni á þessum stöðum. Samt sem áður eru ákveðnir þættir í skoðun hvað það varðar,“ bætir Elín Agnes við. Fram hefur komið að grunur hafi verið uppi um skipulagða glæpastarfsemi um þónokkurt skeið. Spurð hvers vegna ráðist hafi verið í aðgerðir nú segir Elín Agnes: „Það hefur tekið tíma að safna þessu saman, fá fólk að borðinu, fá hagaðila með okkur í þetta. Þetta er ekki eitthvað sem er ákveðið á einni viku, langt því frá. Hér eru gríðarlega miklar rannsóknir sem liggja að baki.“
Mál Davíðs Viðarssonar Lögreglumál Mansal Dómsmál Reykjavík Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent Fleiri fréttir Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Sjá meira