Hallærislegt hjá Krónunni Ólafur Hauksson skrifar 12. mars 2024 10:00 Forstjóri Festi, móðurfélags Krónunnar, segir í viðtali við Morgunblaðið í gær (11. mars) að Krónan hafi sagt upp samningum við Wok On í verslunum Krónunnar í nóvember. Engu að síður fékk Wok On að selja viðskiptavinum Krónunnar vægast sagt vafasaman mat í fjóra mánuði til viðbótar, allt þar til lögreglan gerði rassíuna hjá eiganda Wok On þann 5. mars síðastliðinn. Skýring Ástu Fjeldsted, forstjóra Festis, er að Krónan hafi ekki getað lokað stöðunum fyrr vegna þess að þá væri fyrirtækið skaðabótaskylt. Þetta er ótrúlega hallærislegt. Krónan valdi semsagt að setja viðskiptavini í þá hættu að fá matareitrun og þaðan af verra frekar en þurfa að borga mögulegar skaðabætur. Ásta segir í viðtalinu við Morgunblaðið að þegar fréttist af ólöglegum matvælalager eiganda Wok On (í október) hafi Krónan viljað slíta samstarfinu. „En þar sem fyrirtækið var með 12 mánaða uppsagnarákvæði gátum við ekki lokað stöðunum þegar við vildum, sem er mjög miður,“ segir forstjórinn. Með öðrum orðum, Krónan taldi hagstæðara að fórna orðspori sínu og stefna heilsu viðskiptavina í hættu en þurfa kannski að borga skaðabætur. Skeytingarleysi um verðmætt vörumerki Aumingjagangur Krónunnar er ótrúlegur. Fyrirtækið hafði ekki afskipti af þeim matsölustöðum sem voru að selja heitan mat inni í verslunum fyrirtækisins og þarmeð undir merkjum þess. Það kom forráðamönnum Krónunnar á óvart að Heilbrigðiseftirlitið skyldi gefa Wok On stöðum Krónunnar hauskúpu fyrir óþrifnað og hættulega meðferð matvæla. Hverskonar skeytingarleysi er þetta um það verðmæta vörumerki sem Krónan er? Þann 11. október síðastliðinn sendi viðskiptavinur fyrirspurn gegnum Messenger um tengsl Krónunnar við Wok On eftir fréttaflutning um hinn ógeðslega matvæla- og rottulager Quang Le, eiganda Wok On. Svona var svarað af hálfu Krónunnar: „Eins og komið hefur fram í fjölmiðlum tengist umræddur eigandi ekki Wok On ehf. sem rekur þá staði sem starfræktir eru innan Krónunnar. Sá aðili sem tengist umræddu máli Davíð Viðarsson, á 40% í Wok On Mathöll ehf sem starfrækir veitingastaði Wok On á Höfða og í Hafnarfirði. Félagið hefur ekki aðkomu að daglegum rekstri þeirra staða. Við hjá Krónunni munum að sjálfsögðu fylgjast með rannsókn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur og stöðu mála á umræddu atviki og bregðast við ef þörf er á.“ Þetta svar rímar illa við þá fullyrðingu Ástu Fjeldsted að Krónan hafi strax eftir rassíuna á matvælalagernum í október viljað segja upp samningum við Wok On. Ef Quang Le/Davíð Viðarsson tengdist Wok On hjá Krónunni ekkert, hvers vegna þótti ástæða til að slíta samningum sem allra fyrst? Hvað vissi Krónan um tengsl Quang Le við Wok On staðina í Krónunni? Það er líka sérkennilegt að sjá Krónuna fullyrða að fylgst verði með rannsókn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur á rottulagernum, en hafa enga hugmynd um hauskúpuna sem þetta sama heilbrigðiseftirlit veitti matsölustöðum innan veggja Krónunnar. Höfundur er hluthafi í Festi hf., móðurfélagi Krónunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Hauksson Festi Mál Davíðs Viðarssonar Mest lesið Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson skrifar Skoðun Menntamál eru ekki afgangsstærð Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem skrifar Skoðun Er friður tálsýn eða verkefni? Inga Daníelsdóttir skrifar Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Sjá meira
Forstjóri Festi, móðurfélags Krónunnar, segir í viðtali við Morgunblaðið í gær (11. mars) að Krónan hafi sagt upp samningum við Wok On í verslunum Krónunnar í nóvember. Engu að síður fékk Wok On að selja viðskiptavinum Krónunnar vægast sagt vafasaman mat í fjóra mánuði til viðbótar, allt þar til lögreglan gerði rassíuna hjá eiganda Wok On þann 5. mars síðastliðinn. Skýring Ástu Fjeldsted, forstjóra Festis, er að Krónan hafi ekki getað lokað stöðunum fyrr vegna þess að þá væri fyrirtækið skaðabótaskylt. Þetta er ótrúlega hallærislegt. Krónan valdi semsagt að setja viðskiptavini í þá hættu að fá matareitrun og þaðan af verra frekar en þurfa að borga mögulegar skaðabætur. Ásta segir í viðtalinu við Morgunblaðið að þegar fréttist af ólöglegum matvælalager eiganda Wok On (í október) hafi Krónan viljað slíta samstarfinu. „En þar sem fyrirtækið var með 12 mánaða uppsagnarákvæði gátum við ekki lokað stöðunum þegar við vildum, sem er mjög miður,“ segir forstjórinn. Með öðrum orðum, Krónan taldi hagstæðara að fórna orðspori sínu og stefna heilsu viðskiptavina í hættu en þurfa kannski að borga skaðabætur. Skeytingarleysi um verðmætt vörumerki Aumingjagangur Krónunnar er ótrúlegur. Fyrirtækið hafði ekki afskipti af þeim matsölustöðum sem voru að selja heitan mat inni í verslunum fyrirtækisins og þarmeð undir merkjum þess. Það kom forráðamönnum Krónunnar á óvart að Heilbrigðiseftirlitið skyldi gefa Wok On stöðum Krónunnar hauskúpu fyrir óþrifnað og hættulega meðferð matvæla. Hverskonar skeytingarleysi er þetta um það verðmæta vörumerki sem Krónan er? Þann 11. október síðastliðinn sendi viðskiptavinur fyrirspurn gegnum Messenger um tengsl Krónunnar við Wok On eftir fréttaflutning um hinn ógeðslega matvæla- og rottulager Quang Le, eiganda Wok On. Svona var svarað af hálfu Krónunnar: „Eins og komið hefur fram í fjölmiðlum tengist umræddur eigandi ekki Wok On ehf. sem rekur þá staði sem starfræktir eru innan Krónunnar. Sá aðili sem tengist umræddu máli Davíð Viðarsson, á 40% í Wok On Mathöll ehf sem starfrækir veitingastaði Wok On á Höfða og í Hafnarfirði. Félagið hefur ekki aðkomu að daglegum rekstri þeirra staða. Við hjá Krónunni munum að sjálfsögðu fylgjast með rannsókn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur og stöðu mála á umræddu atviki og bregðast við ef þörf er á.“ Þetta svar rímar illa við þá fullyrðingu Ástu Fjeldsted að Krónan hafi strax eftir rassíuna á matvælalagernum í október viljað segja upp samningum við Wok On. Ef Quang Le/Davíð Viðarsson tengdist Wok On hjá Krónunni ekkert, hvers vegna þótti ástæða til að slíta samningum sem allra fyrst? Hvað vissi Krónan um tengsl Quang Le við Wok On staðina í Krónunni? Það er líka sérkennilegt að sjá Krónuna fullyrða að fylgst verði með rannsókn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur á rottulagernum, en hafa enga hugmynd um hauskúpuna sem þetta sama heilbrigðiseftirlit veitti matsölustöðum innan veggja Krónunnar. Höfundur er hluthafi í Festi hf., móðurfélagi Krónunnar.
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar
Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun