Ferðamönnum fjölgar en þeir eyða minna Atli Ísleifsson skrifar 12. mars 2024 11:48 Síðustu þrjá mánuði virðast ferðamenn vera að eyða minna í ferðum sínum hér en áður. Vísir/Vilhelm Um 156 þúsund erlendir ferðamenn fóru um Keflavíkurflugvöll í febrúar og hafa aðeins einu sinni farið fleiri ferðamenn um flugvöllinn í febrúarmánuði, eða á metárinu 2018. Tölur sýna að erlendir ferðamenn eyði umtalsvert minna hér á landi en fyrir ári. Á vef Ferðamálastofu kemur fram að fjölgunin hafi verið um fjórtán prósent á milli ára í fjölda ferðamanna. Í Hagsjá Landsbankans kemur hins vegar fram að erlend kortavelta hafi aðeins aukist um 3,1 prósent, á föstu gengi. Því sé ljóst að þeir ferðamenn sem nú komi virðast eyða minna en þeir sem komu fyrir ári síðan. „Síðustu þrjá mánuði virðast ferðamenn vera að eyða minna í ferðum sínum hér en áður. Í desember og janúar síðastliðnum dróst kortavelta saman á milli ára á föstu gengi og þó ferðamönnum hafi fjölgað um 14% á milli ára í febrúarmánuði, jókst erlend kortavelta á föstu gengi aðeins um 3,1%. Neysla á hvern ferðamann heldur því áfram að vera töluvert minni nú en fyrir ári. Gistinóttum fækkaði um 10% á milli ára í janúar Nýjustu tölur um skráðar gistinætur erlendra ferðamanna eru fyrir janúar. Skráðum gistinóttum fækkaði um rúmlega 10% á milli ára, þó ferðamönnum hafi fjölgað um rúmlega 8%. Það er því ljóst að hver ferðamaður sem hingað kemur gistir mun skemur en áður, sem helst í hendur við minni kortaveltu. Áhrif jarðhræringanna á Reykjanesskaga virðist ekki hafa haft teljandi áhrif á fjölda þeirra ferðamanna sem hingað koma. Þó aðeins hafi hægst á taktinum í janúar hefur fjöldinn aftur náð sér á strik í febrúar. Breyting virðist þó hafa orðið á neyslumynstri ferðamanna þar sem þeir gista skemur og eyða þar af leiðandi minna. Hvort það sé afleiðing jarðhræringanna á Reykjanesinu er erfitt að segja. Einhverjir ferðamannastaðir þurftu að skerða þjónustu sína í nálægð við eldsumbrotin og það gæti mögulega skýrt stöðuna. Önnur skýring gæti verið sú að fólk sé búið að svala mesta ferðaþorstanum í kjölfar Covid-faraldursins. Sem fyrr er þó varasamt að draga of sterkar ályktanir út frá þróun örfárra mánaða.“ Ferðamennska á Íslandi Greiðslumiðlun Keflavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Efnahagsmál Mest lesið Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Fleiri fréttir Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Sjá meira
Á vef Ferðamálastofu kemur fram að fjölgunin hafi verið um fjórtán prósent á milli ára í fjölda ferðamanna. Í Hagsjá Landsbankans kemur hins vegar fram að erlend kortavelta hafi aðeins aukist um 3,1 prósent, á föstu gengi. Því sé ljóst að þeir ferðamenn sem nú komi virðast eyða minna en þeir sem komu fyrir ári síðan. „Síðustu þrjá mánuði virðast ferðamenn vera að eyða minna í ferðum sínum hér en áður. Í desember og janúar síðastliðnum dróst kortavelta saman á milli ára á föstu gengi og þó ferðamönnum hafi fjölgað um 14% á milli ára í febrúarmánuði, jókst erlend kortavelta á föstu gengi aðeins um 3,1%. Neysla á hvern ferðamann heldur því áfram að vera töluvert minni nú en fyrir ári. Gistinóttum fækkaði um 10% á milli ára í janúar Nýjustu tölur um skráðar gistinætur erlendra ferðamanna eru fyrir janúar. Skráðum gistinóttum fækkaði um rúmlega 10% á milli ára, þó ferðamönnum hafi fjölgað um rúmlega 8%. Það er því ljóst að hver ferðamaður sem hingað kemur gistir mun skemur en áður, sem helst í hendur við minni kortaveltu. Áhrif jarðhræringanna á Reykjanesskaga virðist ekki hafa haft teljandi áhrif á fjölda þeirra ferðamanna sem hingað koma. Þó aðeins hafi hægst á taktinum í janúar hefur fjöldinn aftur náð sér á strik í febrúar. Breyting virðist þó hafa orðið á neyslumynstri ferðamanna þar sem þeir gista skemur og eyða þar af leiðandi minna. Hvort það sé afleiðing jarðhræringanna á Reykjanesinu er erfitt að segja. Einhverjir ferðamannastaðir þurftu að skerða þjónustu sína í nálægð við eldsumbrotin og það gæti mögulega skýrt stöðuna. Önnur skýring gæti verið sú að fólk sé búið að svala mesta ferðaþorstanum í kjölfar Covid-faraldursins. Sem fyrr er þó varasamt að draga of sterkar ályktanir út frá þróun örfárra mánaða.“
Ferðamennska á Íslandi Greiðslumiðlun Keflavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Efnahagsmál Mest lesið Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Fleiri fréttir Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Sjá meira