Al Nassr úr leik eftir klúður ársins hjá Ronaldo Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 12. mars 2024 22:55 Ronaldo klikkaði fyrir opnu marki. Yasser Bakhsh/Getty Images Portúgalski framherjinn Cristiano Ronaldo átti eitt af klúðrum ársins þegar Al Nassr féll úr leik í Meistaradeild Asíu gegn lærisveinum Hernán Crespo í Al Ain frá Sameinuðu Arabísku Furstadæmunum í gær, mánudag. Al Ain vann fyrri leik liðanna á heimavelli og því þurftu Ronaldo og félagar að vinna með tveggja marka mun til að komast áfram þegar liðin mættust í Sádi-Arabíu í gær. Gestirnir komust hins vegar tveimur mörkum yfir áður en heimamenn svöruðu með þremur mörkum. Það var hins vegar í stöðunni 2-2, þegar slétt klukkustund var liðin, sem Ronaldo fékk besta færi ársins. Boltinn féll þá til hans eftir að markvörður Al Ain hafði mistekist að halda lausu skoti úr teignum. Á einhvern ótrúlegan hátt tókst þessari gömlu markamaskínu ekki að hitta markið og staðan því enn 2-2. Cristiano Ronaldo missed a shot worth 0.94(xG). pic.twitter.com/fh6UOpzxTP— The xG Philosophy (@xGPhilosophy) March 12, 2024 Brasilíski bakvörðurinn Alex Telles kom Al Nassr á endanum 3-2 yfir og þar sem mörkin urðu ekki fleiri í venjulegum leiktíma þurfti að framlengja. Gestirnir jöfnuðu í 3-3 en Al Nassr fékk vítaspyrnu í blálokin sem Ronaldo skoraði úr. Þar sem staðan var 4-3 eftir framlengingu og 4-4 samanlagt þurfti vítaspyrnukeppni til að útkljá hvort liðið kæmist áfram. Þar reyndust gestirnir sterkari en þeir skoruðu úr þremur spyrnum á meðan Ronaldo var sá eini sem skoraði úr þeim fjórum spyrnum sem Al Nassr tók. Al Ain er því komið áfram í Meistaradeild Asíu á meðan Al Nassr situr eftir með sárt ennið. Fótbolti Sádiarabíski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Íslenski boltinn Magnús Eyjólfsson er látinn Sport Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Körfubolti Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Golf Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Virtus 2-1 | Blikar bara einu marki yfir Fótbolti Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Fótbolti Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Fótbolti Wirtz strax kominn á hættusvæði Enski boltinn Fleiri fréttir „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Kane með þrennu er Bayern valtaði yfir Leipzig Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri Sjáðu endurkomu Breiðabliks gegn Virtus og markið sem VAR dæmdi af „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Grófu sig undir girðingu og stálu milljónum frá félaginu Sjá meira
Al Ain vann fyrri leik liðanna á heimavelli og því þurftu Ronaldo og félagar að vinna með tveggja marka mun til að komast áfram þegar liðin mættust í Sádi-Arabíu í gær. Gestirnir komust hins vegar tveimur mörkum yfir áður en heimamenn svöruðu með þremur mörkum. Það var hins vegar í stöðunni 2-2, þegar slétt klukkustund var liðin, sem Ronaldo fékk besta færi ársins. Boltinn féll þá til hans eftir að markvörður Al Ain hafði mistekist að halda lausu skoti úr teignum. Á einhvern ótrúlegan hátt tókst þessari gömlu markamaskínu ekki að hitta markið og staðan því enn 2-2. Cristiano Ronaldo missed a shot worth 0.94(xG). pic.twitter.com/fh6UOpzxTP— The xG Philosophy (@xGPhilosophy) March 12, 2024 Brasilíski bakvörðurinn Alex Telles kom Al Nassr á endanum 3-2 yfir og þar sem mörkin urðu ekki fleiri í venjulegum leiktíma þurfti að framlengja. Gestirnir jöfnuðu í 3-3 en Al Nassr fékk vítaspyrnu í blálokin sem Ronaldo skoraði úr. Þar sem staðan var 4-3 eftir framlengingu og 4-4 samanlagt þurfti vítaspyrnukeppni til að útkljá hvort liðið kæmist áfram. Þar reyndust gestirnir sterkari en þeir skoruðu úr þremur spyrnum á meðan Ronaldo var sá eini sem skoraði úr þeim fjórum spyrnum sem Al Nassr tók. Al Ain er því komið áfram í Meistaradeild Asíu á meðan Al Nassr situr eftir með sárt ennið.
Fótbolti Sádiarabíski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Íslenski boltinn Magnús Eyjólfsson er látinn Sport Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Körfubolti Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Golf Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Virtus 2-1 | Blikar bara einu marki yfir Fótbolti Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Fótbolti Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Fótbolti Wirtz strax kominn á hættusvæði Enski boltinn Fleiri fréttir „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Kane með þrennu er Bayern valtaði yfir Leipzig Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri Sjáðu endurkomu Breiðabliks gegn Virtus og markið sem VAR dæmdi af „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Grófu sig undir girðingu og stálu milljónum frá félaginu Sjá meira