Svíinn spældur en gott að svindlarar séu gripnir Sindri Sverrisson skrifar 14. mars 2024 08:31 Ouassim Oumaiz og Mohamed Katir á ferðinni á HM, rétt á undan Andreas Almgren sem ekki komst í úrslitahlaupið í 5.000 metra hlaupinu. Getty/Christian Petersen Sænski hlauparinn Andreas Almgren er skiljanlega enn svekktari nú en áður yfir því að hafa ekki komist í úrslit 5.000 metra hlaupsins á HM í frjálsum íþróttum í sumar. Tveir spænskir keppinautar hans hafa orðið uppvísir að brotum á lyfjareglum. „Ánægður með að svindlararnir náist en þetta er súrsæt tilfinning, svo ekki sé meira sagt,“ segir Almgren. Spánverjinn Mohamed Katir, sem vann silfur á HM í fyrra, var á dögunum dæmdur í tveggja ára keppnisbann fyrir að mæta ítrekað ekki í lyfjapróf. Nú er svo annar Spánverji, Ouassim Oumaiz, á leið í langt bann eftir að hafa fallið á lyfjaprófi en hann greindist með vaxtahormónið GHRP-2. Báðir voru Spánverjarnir með á HM í fyrra, þar sem Norðmaðurinn Jakob Ingebrigtsen fagnaði engu að síður sigri í 5.000 metra hlaupinu. Katir varð í 2. sæti og Oumaiz í 16. sæti. Almgren komst hins vegar ekki í úrslit, þó að hann væri óhemju nálægt því, og ítrekar vonbrigði sín á Instagram eftir tíðindin af Oumaiz. „Í fyrra var ég 0,02 sekúndum frá því að komast í úrslit í 5.000 metra hlaupi á HM. Hálft ár er liðið og tveir af gaurunum sem enduðu fyrir framan mig í riðlinum eru annað hvort komnir í bann fyrir að upplýsa ekki um hvar þeir voru eða fallnir á lyfjaprófi. Ánægður með að svindlararnir náist en þetta er súrsæt tilfinning, svo ekki sé meira sagt,“ skrifar Almgren á Instagram. Frjálsar íþróttir Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Sport Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Fleiri fréttir „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ Dúettinn sem er að taka yfir tennisheiminn „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Alcaraz tekur toppsætið af Sinner eftir sigur á Opna bandaríska „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Dagskráin í dag: Íslenska U21 landsliðið mætir Eistum Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Onana samþykkir skiptin til Tyrklands „Held að þetta séu auðveldustu leikirnir sem þú spilar“ Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Sjá meira
„Ánægður með að svindlararnir náist en þetta er súrsæt tilfinning, svo ekki sé meira sagt,“ segir Almgren. Spánverjinn Mohamed Katir, sem vann silfur á HM í fyrra, var á dögunum dæmdur í tveggja ára keppnisbann fyrir að mæta ítrekað ekki í lyfjapróf. Nú er svo annar Spánverji, Ouassim Oumaiz, á leið í langt bann eftir að hafa fallið á lyfjaprófi en hann greindist með vaxtahormónið GHRP-2. Báðir voru Spánverjarnir með á HM í fyrra, þar sem Norðmaðurinn Jakob Ingebrigtsen fagnaði engu að síður sigri í 5.000 metra hlaupinu. Katir varð í 2. sæti og Oumaiz í 16. sæti. Almgren komst hins vegar ekki í úrslit, þó að hann væri óhemju nálægt því, og ítrekar vonbrigði sín á Instagram eftir tíðindin af Oumaiz. „Í fyrra var ég 0,02 sekúndum frá því að komast í úrslit í 5.000 metra hlaupi á HM. Hálft ár er liðið og tveir af gaurunum sem enduðu fyrir framan mig í riðlinum eru annað hvort komnir í bann fyrir að upplýsa ekki um hvar þeir voru eða fallnir á lyfjaprófi. Ánægður með að svindlararnir náist en þetta er súrsæt tilfinning, svo ekki sé meira sagt,“ skrifar Almgren á Instagram.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Sport Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Fleiri fréttir „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ Dúettinn sem er að taka yfir tennisheiminn „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Alcaraz tekur toppsætið af Sinner eftir sigur á Opna bandaríska „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Dagskráin í dag: Íslenska U21 landsliðið mætir Eistum Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Onana samþykkir skiptin til Tyrklands „Held að þetta séu auðveldustu leikirnir sem þú spilar“ Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Sjá meira