Kensington í sama flokki og Íran og Norður-Kórea hjá AFP Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 14. mars 2024 19:33 Myndin birtist í fjölmiðlum um allan heim en hefur nú verið afturkölluð af myndaveitum eftir að í ljós kom að henni hefur verið breytt. Vilhjálmur Bretaprins Ein stærsta fréttaveita heims, AFP, segist ekki lengur treysta Kensington höll, hirð Vilhjálms og Katrínar af Wales eftir að í ljós kom að átt hafði verið við ljósmynd af Katrínu sem birtist á mæðradag. Þetta segir Phil Chetwynd, fréttastjóri AFP, í samtali við útvarpsþáttinn Media Show á BBC 4. Nú er hirð hjónanna ekki lengur flokkuð sem „trusted source“ og verða því allar ljósmyndir sem koma úr þeirra herbúðum í framtíðinni skoðaðar ítarlega áður en þær eru birtar hjá fréttaveitunni. Chetwynd segir myndbirtinguna hafa skapað mikið vesen fyrir fréttaveituna. Hún hefði, að hans sögn, aldrei átt að birta myndina þar sem myndin var í trássi við ritstjórnarreglur. Katrín hefur beðist afsökunar á „ruglingnum“ sem myndin olli og sagðist í yfirlýsingu hafa átt við myndina sjálf, eins og margir áhugaljósmyndarar. Kensington höll, hirð Katrínar og Vilhjálms, hefur ekki bætt neinu við yfirlýsingu Katrínar en neitað að birta upprunalegu myndina, sem Vilhjálmur er sagður hafa tekið á þessu ári. Myndin birtist í fjölmiðlum út um allan heim á sunnudag. Myndin var afturkölluð af myundaveitum eftir að í ljós kom að átt hafði verið við hana og gáfu út svokallað „kill notice“ skömmu eftir að hún fór í dreifingu. Chetwynd segir að tilkynning hafi verið send öllum innan AFP um að Kensington væri ekki hægt að treysta lengur og að skoða þurfi vel allar myndir sem sendar eru inn til veitunnar. Það sé þá nokkuð óalgengt að gefin sé út svokölluð „kill notice“. „Að drepa eitthvað vegna þess að átt hefur verið við það er mjög óalgengt. Við gerum það kannski einu sinni á ári, sjaldnar vona ég. Þau skipti sem það hefur verið gert er vegna mynda sem borist hafa frá ríkisútvarpi Norður-Kóreu eða ríkisútvarpi Íran.“ Kóngafólk Bretland Fjölmiðlar Ljósmyndun Tengdar fréttir Myndaveitur afturkalla myndina af Katrínu og börnunum Myndaveitur hafa gefið út svokallaða „kill notice“ vegna fyrstu myndarinnar sem breska konungsfjölskyldan birti af Katrínu prinsessu af Wales og börnum hennar eftir að ljóst varð að átt hefur verið við myndina. 11. mars 2024 06:55 Fyrsta opinbera myndin af prinsessunni eftir aðgerðina Kensingtonhöll birti í dag fyrstu opinberu mynd af Katrínu, prinsessu af Wales, síðan hún fór undir hnífinn í janúar. 10. mars 2024 13:34 Hvar er Katrín?: Konunglegt klúður og forsetafabúleringar Fólk út um allan heim veltir því nú fyrir sér hvað hefur drifið á daga Katrínar prinsessu af Wales og á litla Íslandi virðast menn bíða eftir því að nafna hennar Jakobsdóttir stígi undan feldi og tilkynni af eða á um forsetaframboð. 14. mars 2024 11:58 Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Fleiri fréttir Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sjá meira
Þetta segir Phil Chetwynd, fréttastjóri AFP, í samtali við útvarpsþáttinn Media Show á BBC 4. Nú er hirð hjónanna ekki lengur flokkuð sem „trusted source“ og verða því allar ljósmyndir sem koma úr þeirra herbúðum í framtíðinni skoðaðar ítarlega áður en þær eru birtar hjá fréttaveitunni. Chetwynd segir myndbirtinguna hafa skapað mikið vesen fyrir fréttaveituna. Hún hefði, að hans sögn, aldrei átt að birta myndina þar sem myndin var í trássi við ritstjórnarreglur. Katrín hefur beðist afsökunar á „ruglingnum“ sem myndin olli og sagðist í yfirlýsingu hafa átt við myndina sjálf, eins og margir áhugaljósmyndarar. Kensington höll, hirð Katrínar og Vilhjálms, hefur ekki bætt neinu við yfirlýsingu Katrínar en neitað að birta upprunalegu myndina, sem Vilhjálmur er sagður hafa tekið á þessu ári. Myndin birtist í fjölmiðlum út um allan heim á sunnudag. Myndin var afturkölluð af myundaveitum eftir að í ljós kom að átt hafði verið við hana og gáfu út svokallað „kill notice“ skömmu eftir að hún fór í dreifingu. Chetwynd segir að tilkynning hafi verið send öllum innan AFP um að Kensington væri ekki hægt að treysta lengur og að skoða þurfi vel allar myndir sem sendar eru inn til veitunnar. Það sé þá nokkuð óalgengt að gefin sé út svokölluð „kill notice“. „Að drepa eitthvað vegna þess að átt hefur verið við það er mjög óalgengt. Við gerum það kannski einu sinni á ári, sjaldnar vona ég. Þau skipti sem það hefur verið gert er vegna mynda sem borist hafa frá ríkisútvarpi Norður-Kóreu eða ríkisútvarpi Íran.“
Kóngafólk Bretland Fjölmiðlar Ljósmyndun Tengdar fréttir Myndaveitur afturkalla myndina af Katrínu og börnunum Myndaveitur hafa gefið út svokallaða „kill notice“ vegna fyrstu myndarinnar sem breska konungsfjölskyldan birti af Katrínu prinsessu af Wales og börnum hennar eftir að ljóst varð að átt hefur verið við myndina. 11. mars 2024 06:55 Fyrsta opinbera myndin af prinsessunni eftir aðgerðina Kensingtonhöll birti í dag fyrstu opinberu mynd af Katrínu, prinsessu af Wales, síðan hún fór undir hnífinn í janúar. 10. mars 2024 13:34 Hvar er Katrín?: Konunglegt klúður og forsetafabúleringar Fólk út um allan heim veltir því nú fyrir sér hvað hefur drifið á daga Katrínar prinsessu af Wales og á litla Íslandi virðast menn bíða eftir því að nafna hennar Jakobsdóttir stígi undan feldi og tilkynni af eða á um forsetaframboð. 14. mars 2024 11:58 Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Fleiri fréttir Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sjá meira
Myndaveitur afturkalla myndina af Katrínu og börnunum Myndaveitur hafa gefið út svokallaða „kill notice“ vegna fyrstu myndarinnar sem breska konungsfjölskyldan birti af Katrínu prinsessu af Wales og börnum hennar eftir að ljóst varð að átt hefur verið við myndina. 11. mars 2024 06:55
Fyrsta opinbera myndin af prinsessunni eftir aðgerðina Kensingtonhöll birti í dag fyrstu opinberu mynd af Katrínu, prinsessu af Wales, síðan hún fór undir hnífinn í janúar. 10. mars 2024 13:34
Hvar er Katrín?: Konunglegt klúður og forsetafabúleringar Fólk út um allan heim veltir því nú fyrir sér hvað hefur drifið á daga Katrínar prinsessu af Wales og á litla Íslandi virðast menn bíða eftir því að nafna hennar Jakobsdóttir stígi undan feldi og tilkynni af eða á um forsetaframboð. 14. mars 2024 11:58