Vill svör frá stjórnvöldum um kröfu í Kerlingarhólma Lovísa Arnardóttir skrifar 15. mars 2024 09:01 Gerð hefur verið krafa í eyjar og sker við Ísland. Innan þeirrar kröfu var krafa í tún í Borgarfirði sem heitir Kerlingarhólmi. Eigendur vilja skýringar á því frá yfirvöldum. Myndin er tekin í Borgarfirði. Vísir/Vilhelm Þórhildur Þorsteinsdóttir bóndi á Brekku í Borgarfirði á nú í deilum við ríkið vegna kröfu Óbyggðanefndar í sker og eyjar við Ísland. Landið sem Þórhildur á og nefndin hefur gert kröfu í er reyndar ekki eyja heldur er tún og er í um 40 kílómetra fjarlægð frá strandlengjunni. Hún hefur nú krafist skýringa frá nefndinni. „En heitir þessu fræga nafni Kerlingarhólmi,“ segir Þórhildur en hún ræddi málið í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Um er að ræða ellefu hektara tún í miðjum Norðurárdal í Borgarfirði Þórhildur segir að einhvern veginn hafi hólminn endað í kröfugerð Óbyggðanefndar sem gerði nýlega kröfu í sker og eyjar við Ísland. Eigendur hafa til 15. maí til að staðfesta eignarétt sinn og sanna. Kröfugerðin hefur vakið mikla reiði en í henni er meðal annars gerð krafa til hluta Heimaeyjar og nær allra eyja og skerja á Breiðafirði, svo eitthvað sé nefnt. Vill að krafan verði felld niður Þórhildur segir að hún meti nú ásamt fjölskyldu sinni hver þeirra næstu skref eigi að vera. Það hafi verið gerð mistök sem þurfi að leiðrétta og hún hafi vonast til þess að það yrði gert og málinu lokið. Fjallað var um málið í upphafi mánaðar en Þórhildur segir að frá þeim tíma hafi þau ekkert heyrt frá stjórnvöldum. Því hafi þau sent bréf á stjórnvöld þar sem þau óska eftir rökstuðningi fyrir kröfunni og benda á að tún þeirra falli utan skilyrða kröfu nefndarinnar. Því vilji þau að krafan verði felld niður. Þórhildur segir það mikil vonbrigði að þingmenn kjördæmisins hafi ekki sýnt þessu mikinn áhuga. Hún hafi sem dæmi ekkert heyrt í fjármálaráðherra, Þórdísi Kolbrúnu R. Gylfadóttur, oddvita Sjálfstæðisflokksins í kjördæminu en hafi í gær fengið símtal frá þingmanni Framsóknarflokksins, Lilju Rannveigu Sigurgeirsdóttur. Þórhildur segir að þau muni fara með málið eins langt og þau komist. Þau muni verja land sitt eins og þau geti. Hægt er að hlusta á viðtalið við hana hér að neðan. Fjármálaráðuneytið segir í útskýringu til fréttastofu vegna málsins að þau hafi lagt áherslu á það við lögmenn íslenska ríkisins að ekki þurfi að bíða fram yfir kröfulýsingafrest gagnaðila til að hefja vinnu við að undanskilja þau svæði sem reynast vera utan afmörkunar kröfusvæðis (innan strandlengjunnar) og þannig utan kröfugerðar. Það land sem hafi verið í kröfulýsingunni, en fellur utan skilyrða hennar, falli það út af henni. Fréttin var uppfærð eftir að ráðuneytið sendi útskýringu til fréttastofu eftir birtingu fréttarinnar. Uppfært 15.3.2024 klukkan 10.00. Útskýringin var þessi: Kröfugerðin tekur til landsvæða utan strandlengju meginlandsins og miðast við stórstraumsfjöruborð. Hafi land, sem fellur innan þess svæðis, verið tilgreint í kröfulýsingu þá mun það falla út af henni. Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur lagt áherslu á það við lögmenn íslenska ríkisins að ekki þurfi að bíða fram yfir kröfulýsingafrest gagnaðila til að hefja vinnu við að undanskilja þau svæði sem reynast vera utan afmörkunar kröfusvæðis (innan strandlengjunnar) og þannig utan kröfugerðar. Jarða- og lóðamál Borgarbyggð Bítið Tengdar fréttir Geti ekki lengur falið sig á bakvið embættismenn og lögfræðinga Forseti bæjarstjórnar Vestmannaeyjar segir að Óbyggðanefnd hafi í síðustu viku hafnað ósk fjármálaráðherra um breytta málsmeðferð vegna kröfulýsingar ríkisins á landi í Vestmannaeyjum. Hann segir ráðherrann ekki geta falið sig á bakvið embættismenn og lögfræðiskrifstofu, valdið sé hennar. 26. febrúar 2024 13:56 Óbyggðanefnd endurskoði afstöðu sína Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir fjármála- og efnahagsráðherra hefur farið þess á leit við óbyggðanefnd að hún endurskoði afstöðu sína vegna kröfu ríkisins í Vestmannaeyjar. 19. febrúar 2024 13:51 Segir Eyjamálið ekki enn komið á sitt borð Þórdís Kolbrún Gylfadóttir Reykfjörð, fjármála- og efnahagsráðherra, segir kröfu ríkisins í hluta Vestmannaeyjar, ekki á sínu borði enn sem komið er. Hún segir um að ræða ferli sem öll önnur svæði á landinu hafi farið í gegnum og hvetur Eyjamenn til að gæta réttar síns. Forseti bæjarstjórnar segir ráðherrann bera ábyrgð. 13. febrúar 2024 20:42 Klóra sér í kollinum yfir óvæntri kröfu um Grímsey Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri Akureyrar, segir lögmenn bæjarins með kröfu Óbyggðanefndar um að hluti Grímseyjar verði að þjóðlendu til skoðunar. 13. febrúar 2024 15:10 Mest lesið Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Dóra Björt stefnir á formanninn Innlent Fleiri fréttir Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls „Konu“ tónleikar í Hvolnum á Hvolsvelli í kvöld Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Sjá meira
„En heitir þessu fræga nafni Kerlingarhólmi,“ segir Þórhildur en hún ræddi málið í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Um er að ræða ellefu hektara tún í miðjum Norðurárdal í Borgarfirði Þórhildur segir að einhvern veginn hafi hólminn endað í kröfugerð Óbyggðanefndar sem gerði nýlega kröfu í sker og eyjar við Ísland. Eigendur hafa til 15. maí til að staðfesta eignarétt sinn og sanna. Kröfugerðin hefur vakið mikla reiði en í henni er meðal annars gerð krafa til hluta Heimaeyjar og nær allra eyja og skerja á Breiðafirði, svo eitthvað sé nefnt. Vill að krafan verði felld niður Þórhildur segir að hún meti nú ásamt fjölskyldu sinni hver þeirra næstu skref eigi að vera. Það hafi verið gerð mistök sem þurfi að leiðrétta og hún hafi vonast til þess að það yrði gert og málinu lokið. Fjallað var um málið í upphafi mánaðar en Þórhildur segir að frá þeim tíma hafi þau ekkert heyrt frá stjórnvöldum. Því hafi þau sent bréf á stjórnvöld þar sem þau óska eftir rökstuðningi fyrir kröfunni og benda á að tún þeirra falli utan skilyrða kröfu nefndarinnar. Því vilji þau að krafan verði felld niður. Þórhildur segir það mikil vonbrigði að þingmenn kjördæmisins hafi ekki sýnt þessu mikinn áhuga. Hún hafi sem dæmi ekkert heyrt í fjármálaráðherra, Þórdísi Kolbrúnu R. Gylfadóttur, oddvita Sjálfstæðisflokksins í kjördæminu en hafi í gær fengið símtal frá þingmanni Framsóknarflokksins, Lilju Rannveigu Sigurgeirsdóttur. Þórhildur segir að þau muni fara með málið eins langt og þau komist. Þau muni verja land sitt eins og þau geti. Hægt er að hlusta á viðtalið við hana hér að neðan. Fjármálaráðuneytið segir í útskýringu til fréttastofu vegna málsins að þau hafi lagt áherslu á það við lögmenn íslenska ríkisins að ekki þurfi að bíða fram yfir kröfulýsingafrest gagnaðila til að hefja vinnu við að undanskilja þau svæði sem reynast vera utan afmörkunar kröfusvæðis (innan strandlengjunnar) og þannig utan kröfugerðar. Það land sem hafi verið í kröfulýsingunni, en fellur utan skilyrða hennar, falli það út af henni. Fréttin var uppfærð eftir að ráðuneytið sendi útskýringu til fréttastofu eftir birtingu fréttarinnar. Uppfært 15.3.2024 klukkan 10.00. Útskýringin var þessi: Kröfugerðin tekur til landsvæða utan strandlengju meginlandsins og miðast við stórstraumsfjöruborð. Hafi land, sem fellur innan þess svæðis, verið tilgreint í kröfulýsingu þá mun það falla út af henni. Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur lagt áherslu á það við lögmenn íslenska ríkisins að ekki þurfi að bíða fram yfir kröfulýsingafrest gagnaðila til að hefja vinnu við að undanskilja þau svæði sem reynast vera utan afmörkunar kröfusvæðis (innan strandlengjunnar) og þannig utan kröfugerðar.
Jarða- og lóðamál Borgarbyggð Bítið Tengdar fréttir Geti ekki lengur falið sig á bakvið embættismenn og lögfræðinga Forseti bæjarstjórnar Vestmannaeyjar segir að Óbyggðanefnd hafi í síðustu viku hafnað ósk fjármálaráðherra um breytta málsmeðferð vegna kröfulýsingar ríkisins á landi í Vestmannaeyjum. Hann segir ráðherrann ekki geta falið sig á bakvið embættismenn og lögfræðiskrifstofu, valdið sé hennar. 26. febrúar 2024 13:56 Óbyggðanefnd endurskoði afstöðu sína Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir fjármála- og efnahagsráðherra hefur farið þess á leit við óbyggðanefnd að hún endurskoði afstöðu sína vegna kröfu ríkisins í Vestmannaeyjar. 19. febrúar 2024 13:51 Segir Eyjamálið ekki enn komið á sitt borð Þórdís Kolbrún Gylfadóttir Reykfjörð, fjármála- og efnahagsráðherra, segir kröfu ríkisins í hluta Vestmannaeyjar, ekki á sínu borði enn sem komið er. Hún segir um að ræða ferli sem öll önnur svæði á landinu hafi farið í gegnum og hvetur Eyjamenn til að gæta réttar síns. Forseti bæjarstjórnar segir ráðherrann bera ábyrgð. 13. febrúar 2024 20:42 Klóra sér í kollinum yfir óvæntri kröfu um Grímsey Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri Akureyrar, segir lögmenn bæjarins með kröfu Óbyggðanefndar um að hluti Grímseyjar verði að þjóðlendu til skoðunar. 13. febrúar 2024 15:10 Mest lesið Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Dóra Björt stefnir á formanninn Innlent Fleiri fréttir Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls „Konu“ tónleikar í Hvolnum á Hvolsvelli í kvöld Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Sjá meira
Geti ekki lengur falið sig á bakvið embættismenn og lögfræðinga Forseti bæjarstjórnar Vestmannaeyjar segir að Óbyggðanefnd hafi í síðustu viku hafnað ósk fjármálaráðherra um breytta málsmeðferð vegna kröfulýsingar ríkisins á landi í Vestmannaeyjum. Hann segir ráðherrann ekki geta falið sig á bakvið embættismenn og lögfræðiskrifstofu, valdið sé hennar. 26. febrúar 2024 13:56
Óbyggðanefnd endurskoði afstöðu sína Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir fjármála- og efnahagsráðherra hefur farið þess á leit við óbyggðanefnd að hún endurskoði afstöðu sína vegna kröfu ríkisins í Vestmannaeyjar. 19. febrúar 2024 13:51
Segir Eyjamálið ekki enn komið á sitt borð Þórdís Kolbrún Gylfadóttir Reykfjörð, fjármála- og efnahagsráðherra, segir kröfu ríkisins í hluta Vestmannaeyjar, ekki á sínu borði enn sem komið er. Hún segir um að ræða ferli sem öll önnur svæði á landinu hafi farið í gegnum og hvetur Eyjamenn til að gæta réttar síns. Forseti bæjarstjórnar segir ráðherrann bera ábyrgð. 13. febrúar 2024 20:42
Klóra sér í kollinum yfir óvæntri kröfu um Grímsey Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri Akureyrar, segir lögmenn bæjarins með kröfu Óbyggðanefndar um að hluti Grímseyjar verði að þjóðlendu til skoðunar. 13. febrúar 2024 15:10
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent