Fyrsti varaforsetinn til að heimsækja þungunarrofsþjónustu Hólmfríður Gísladóttir skrifar 15. mars 2024 09:20 Harris heimsótti heilsugæslu Planned Parenthood í gær þar sem konur geta fengið þungunarrof. AP/Adam Bettcher Kamala Harris varð í gær fyrsti varaforsetinn í sögu Bandaríkjanna til að heimsækja heilsugæslu þar sem boðið er upp á þungunarrof. Enginn forseti hefur heimsótt miðstöð þar sem boðið er upp á úrræðið. Harris heimsótti heilsgugæslu Planned Parenthood í St. Paul í Minnesota og notaði tækifærið til að gagnrýna harðlega „öfgamenn“ sem freistuðu þess að koma á lögum sem ógnuðu heilsu þungaðra kvenna og stuðluðu að lokun heilgugæslustöðva þar sem konur gætu sótt fjölbreytta heilbrigðisþjónustu. „Þessar árásir gegn rétti einstaklingsins til að taka ákvarðanir um eigin líkama eru hneykslanlegar og í mörgum tilvikum hreinlega siðlausar,“ sagði Harris. „Hvernig dirfast þessir kjörnu fulltrúar að halda því fram að þeir séu betur til þess fallnir að segja konum hvað þær þurfa, að segja konum hvað er þeim fyrir bestu? Við verðum að vera þjóð sem treystir konum.“ Vice President Kamala Harris visited a Planned Parenthood clinic on Thursday, marking what her office said was the first time a president or vice president has toured a facility that performs abortions. https://t.co/6jZTDrGydG— PBS NewsHour (@NewsHour) March 15, 2024 Þungunarrof verður eitt heitasta kosningamálið í forsetakosningunum í nóvember. Joe Biden, sem hefur trúar sinnar vegna oft stigið varlega til jarðar í umræðunni um þungunarrof og meðal annars forðast að nota orðið „abortion“, hefur tekið einarða afstöðu með konum og heitið því að tryggja rétt þeirra til þjónustunnar. New York Times hefur eftir Celindu Lake, sem framkvæmdir skoðanakannanir fyrir Demókrataflokkinn og hefur verið að spyrja þjóðina út í þungunarrof í fjóra áratugi, segir málefnið aldrei hafa verið kjósendum jafn hugleikið. Nýleg skoðanakönnun KFF, sem er óhagnaðardrifin hugveita sem einblínir á stefnumótun í heilbrigðismálum, sýndi að 86 prósent kvenna á barnseignaaldri töldu að ákvarðanir um þungunarrof ættu að vera á forræði kvenna, í samráði við lækna. Þá er meirihluti fylgjandi lögum til að tryggja konum réttinn til þungunarrofs, réttinum til að ferðast á milli ríkja til að gangast undir þungunarrof og aðgengi kvenna að þungunarrofi þegar þungun ógnar lífi þeirra og heilsu. Bandaríkin Heilbrigðismál Jafnréttismál Þungunarrof Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Innlent Fleiri fréttir Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Sjá meira
Harris heimsótti heilsgugæslu Planned Parenthood í St. Paul í Minnesota og notaði tækifærið til að gagnrýna harðlega „öfgamenn“ sem freistuðu þess að koma á lögum sem ógnuðu heilsu þungaðra kvenna og stuðluðu að lokun heilgugæslustöðva þar sem konur gætu sótt fjölbreytta heilbrigðisþjónustu. „Þessar árásir gegn rétti einstaklingsins til að taka ákvarðanir um eigin líkama eru hneykslanlegar og í mörgum tilvikum hreinlega siðlausar,“ sagði Harris. „Hvernig dirfast þessir kjörnu fulltrúar að halda því fram að þeir séu betur til þess fallnir að segja konum hvað þær þurfa, að segja konum hvað er þeim fyrir bestu? Við verðum að vera þjóð sem treystir konum.“ Vice President Kamala Harris visited a Planned Parenthood clinic on Thursday, marking what her office said was the first time a president or vice president has toured a facility that performs abortions. https://t.co/6jZTDrGydG— PBS NewsHour (@NewsHour) March 15, 2024 Þungunarrof verður eitt heitasta kosningamálið í forsetakosningunum í nóvember. Joe Biden, sem hefur trúar sinnar vegna oft stigið varlega til jarðar í umræðunni um þungunarrof og meðal annars forðast að nota orðið „abortion“, hefur tekið einarða afstöðu með konum og heitið því að tryggja rétt þeirra til þjónustunnar. New York Times hefur eftir Celindu Lake, sem framkvæmdir skoðanakannanir fyrir Demókrataflokkinn og hefur verið að spyrja þjóðina út í þungunarrof í fjóra áratugi, segir málefnið aldrei hafa verið kjósendum jafn hugleikið. Nýleg skoðanakönnun KFF, sem er óhagnaðardrifin hugveita sem einblínir á stefnumótun í heilbrigðismálum, sýndi að 86 prósent kvenna á barnseignaaldri töldu að ákvarðanir um þungunarrof ættu að vera á forræði kvenna, í samráði við lækna. Þá er meirihluti fylgjandi lögum til að tryggja konum réttinn til þungunarrofs, réttinum til að ferðast á milli ríkja til að gangast undir þungunarrof og aðgengi kvenna að þungunarrofi þegar þungun ógnar lífi þeirra og heilsu.
Bandaríkin Heilbrigðismál Jafnréttismál Þungunarrof Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Innlent Fleiri fréttir Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Sjá meira