Þorðu ekki að setja út á skipstjórann vegna þrúgandi andrúmslofts Jón Þór Stefánsson skrifar 16. mars 2024 15:01 Mynd frá vinnu við forfæringar á Wilson Skaw. LHG Þrúgandi vinnustaðamenning var ríkjandi á flutningaskipinu Wilson Skaw sem strandaði á Húnaflóa í apríl á síðasta ári. Áhöfn skipsins setti ekki spurningamerki við ákvarðanir skipstjórans sem hafði ekki áhuga á að leita aðstoðar hjá heimamönnum sem þekkja vel aðstæður á siglingarleiðinni. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í skýrslu rannsóknarnefndar samgönguslysa um strandið. Í skipinu voru tæplega tvö þúsund tonn af salti og 195 þúsund lítrar af olíu. Talsverðar skemmdir urðu á skipskrokkinum þegar Wilson Skaw strandaði á kletti í sjónum. Skipið var á leið frá Hvammstanga til Hólmavíkur, en í skýrslunni kemur fram að skipstjórinn hafi haft aðgang að gögnum þar sem skýrt kemur fram að við siglingu á leiðinni þurfi að leita aðstoðar hjá heimamönnum. Haft er eftir honum í skýrslunni að hann hafi ekki séð ástæðu til að treysta á vitneskju heimamanna, heldur hafi hann reytt á rafræn líkön. „Það er ekki praktískt að leita ráða hjá heimamönnum, hvaðan kemur þeirra vitneskja? Ég treysti líkönunum.“ Í niðurstöðu kafla skýrslunnar segir að íslensk stjórnvöld eigi að hafa aðgengilegan lista um hafnsögu- og leiðsögumenn sem þekkja tiltekin hafsvæði. Enginn formlegur listi hafi þó verið til þegar strandið átti sér stað. Líkön sem byggði á 75 ára gömlum gögnum Um umrædd líkön segir í skýrslunni að þau byggi fyrst og fremst á dönskum líkönum frá árinu 1948. Þá segir að sá sem notist við líkön sem þessi eigi að vera meðvitaður um takmarkanir þess. Strandið átti sér stað á svokölluðu D-svæði í líkaninu, sem er þýðir að litlar upplýsingar séu um fjarlægð við hafsbotn. Besti flokkurinn er A1 sem gefur fimm metra í skekkjumörk, næst besti flokkurinn er A2 sem gefur tuttugu metra í skekkjumörk, síðan kemur B sem gefur fimmtíu metra, og svo C sem gefur 500 metra í skekkjumörk. Þar á eftir er D sem er hreinlega skilgreint þannig að það sé verra en C. D er næst versta eininginn. U er líka til, en það þýðir að engar upplýsingar séu til um svæðið. „Sá berstur að taka ekki eftir eða hunsa að þessi hluti ferðarinnar væri á svæði D, þar sem dýptin var einungis tíu metrar, skapaði alvarlegan öryggisvanda,“ segir í skýrslunni. Verða að geta haft skoðun Tíu manna áhöfn skipsins var af erlendum uppruna, þrír voru frá Póllandi og sjö frá Filipseyjum. Í skýrslunni segir að erfitt sé að meta áhrif þess að meðlimir áhafnarinnar séu af ólíkum uppruna. Líkt og áður segir hafi verið þrúgandi andrúmsloft á vinnustaðnum, en í skýrslunni er meðal annars tekið fram að skipstjórinn hafi fengið boð um áfallahjálp fyrir áhöfnina, en hafnað því að fá hana. Þá hafi hann viljað spara tíma og eldsneyti og beðið um að fara styttri leið. „Þegar siglingarleið er ákveðin verða skipverjar að geta haft skoðun á þeirri leið sem er fyrir valinu. Þeir verða að hafa færi á að setja spurningamerki við skoðanir hvers annars og meta hvort öryggiskröfum sé mætt eða ekki,“ segir í skýrslunni. Strand Wilson Skaw Sjávarútvegur Skipaflutningar Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Innlent Fleiri fréttir Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Sjá meira
Þetta er á meðal þess sem kemur fram í skýrslu rannsóknarnefndar samgönguslysa um strandið. Í skipinu voru tæplega tvö þúsund tonn af salti og 195 þúsund lítrar af olíu. Talsverðar skemmdir urðu á skipskrokkinum þegar Wilson Skaw strandaði á kletti í sjónum. Skipið var á leið frá Hvammstanga til Hólmavíkur, en í skýrslunni kemur fram að skipstjórinn hafi haft aðgang að gögnum þar sem skýrt kemur fram að við siglingu á leiðinni þurfi að leita aðstoðar hjá heimamönnum. Haft er eftir honum í skýrslunni að hann hafi ekki séð ástæðu til að treysta á vitneskju heimamanna, heldur hafi hann reytt á rafræn líkön. „Það er ekki praktískt að leita ráða hjá heimamönnum, hvaðan kemur þeirra vitneskja? Ég treysti líkönunum.“ Í niðurstöðu kafla skýrslunnar segir að íslensk stjórnvöld eigi að hafa aðgengilegan lista um hafnsögu- og leiðsögumenn sem þekkja tiltekin hafsvæði. Enginn formlegur listi hafi þó verið til þegar strandið átti sér stað. Líkön sem byggði á 75 ára gömlum gögnum Um umrædd líkön segir í skýrslunni að þau byggi fyrst og fremst á dönskum líkönum frá árinu 1948. Þá segir að sá sem notist við líkön sem þessi eigi að vera meðvitaður um takmarkanir þess. Strandið átti sér stað á svokölluðu D-svæði í líkaninu, sem er þýðir að litlar upplýsingar séu um fjarlægð við hafsbotn. Besti flokkurinn er A1 sem gefur fimm metra í skekkjumörk, næst besti flokkurinn er A2 sem gefur tuttugu metra í skekkjumörk, síðan kemur B sem gefur fimmtíu metra, og svo C sem gefur 500 metra í skekkjumörk. Þar á eftir er D sem er hreinlega skilgreint þannig að það sé verra en C. D er næst versta eininginn. U er líka til, en það þýðir að engar upplýsingar séu til um svæðið. „Sá berstur að taka ekki eftir eða hunsa að þessi hluti ferðarinnar væri á svæði D, þar sem dýptin var einungis tíu metrar, skapaði alvarlegan öryggisvanda,“ segir í skýrslunni. Verða að geta haft skoðun Tíu manna áhöfn skipsins var af erlendum uppruna, þrír voru frá Póllandi og sjö frá Filipseyjum. Í skýrslunni segir að erfitt sé að meta áhrif þess að meðlimir áhafnarinnar séu af ólíkum uppruna. Líkt og áður segir hafi verið þrúgandi andrúmsloft á vinnustaðnum, en í skýrslunni er meðal annars tekið fram að skipstjórinn hafi fengið boð um áfallahjálp fyrir áhöfnina, en hafnað því að fá hana. Þá hafi hann viljað spara tíma og eldsneyti og beðið um að fara styttri leið. „Þegar siglingarleið er ákveðin verða skipverjar að geta haft skoðun á þeirri leið sem er fyrir valinu. Þeir verða að hafa færi á að setja spurningamerki við skoðanir hvers annars og meta hvort öryggiskröfum sé mætt eða ekki,“ segir í skýrslunni.
Strand Wilson Skaw Sjávarútvegur Skipaflutningar Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Innlent Fleiri fréttir Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Sjá meira