„Lostugt“ að deila myndum í bræði af eiginmanninum og annarri konu Jón Þór Stefánsson skrifar 15. mars 2024 15:58 Konan sagðist hafa sent tölvupóstinn í mikilli geðshræringu. Myndin er úr safni. Getty Kona sem deildi nektarmyndum af þáverandi eiginmanni sínum og annarri konu hefur hlotið þriggja mánaða fangelsisdóm, skilorðsbundin til tveggja ára. Landsréttur felldi þann dóm í dag, en héraðsdómur hafði áður sýknað konuna. Þá ómerkti Landsréttur dóm héraðsdóms að hluta og sendi bótakröfur brotaþolanna aftur í hérað. Konan var ákærð fyrir lostugt athæfi, sem er útskýrt með eftirfarandi hætti í dómi Landsréttar: „Með „lostugu athæfi“ í skilningi ákvæðisins er átt við athöfn sem er af kynferðislegum toga og sem stjórnast af kynhneigð manna, en gengur skemmra en samræði og önnur kynferðismök.“ Konan játaði að hafa aflað sér myndanna og sent þær, en héraðsdómur féllst ekki á að um lostugt athæfi væri að ræða. Málsvörn konunnar gekk út á það að verknaður hennar hafi ekki verið af kynferðislegum toga, heldur hafi reiði hennar verið eini aflvakinn. Landsréttur er á öðru á máli og vill meina að háttsemi hennar hafi verið lostug. Þá segir í dómnum að hvaða hvatir liggja að baki háttseminni, líkt og mikil reiði, breyti ekki eðli eða saknæmi verknaðarins. Póstur með titilinn: Þú ert viðbjóður Málið varðar tölvupóst sem var sendur í ágústmánuði 2020 og bar yfirskriftina „Þú ert viðbjóður“. Konan sendi hann á þáverandi eiginmann sinn og tvær konur, en ekki liggur fyrir hvernig þær tvær tengjast málinu. Í póstinum deildi hún nektarmyndum. Annars vegar mynd af getnaðarlimi mannsins og hins vegar tveimur myndum sem sýndu brjóst annarrar konu. „Vona að þín hægri hönd og helsti ráðgjafi D [önnur þeirra sem barst tölvupóstinn] geti hjálpað þér. Þú ert djöfull í mannsmynd og berð hvorki virðingu fyrir mér né strákunum þínum. Að fá þetta í hendurnar er hryllingur og það er meira til sem kemur út á næstunni og fólk fær að sjá hvaða mann þú hefur að geyma,“ sagði í póstinum. Konan komst yfir myndirnar með því að fara í tölvu sem maðurinn hafði umráð yfir á sameiginlegum vinnustað þeirra. Hún fór yfir einkasamskipti mannsins og annarrar konu á Messenger, og blöskraði þegar hún sá að þar ræddu þau um syni þeirra hjóna. Í dómi héraðsdóms kemur fram að konan hafi prentað um hundrað blaðsíður af samskiptum mannsins og hinnar konunnar. Og síðan sent umræddan póst sem innihélt níu skjáskot af samskiptum þeirra, en þar á meðal voru áðurnefndar nektarmyndir. „Hún greinilega kýs að túlka hlutina eftir eigin höfði“ Líkt og áður segir sýknaði Héraðsdómur Reykjaness konuna í febrúar í fyrra, en brotaþolar málsins voru tveir: annars vegar eiginmaðurinn og hins vegar konan sem hann átti í samskiptum við. En það voru nektarmyndir af þeim sem fóru í dreifingu. Sú kona steig í kjölfar dóms héraðsdóms fram í viðtali við fréttastofu og sagði það hafa komið sér í opna skjöldu að konan hefði verið sýknuð. Henni hafi þótt borðliggjandi að brotið hefði verið á sér og að sönnunargögn um það væru til staðar. „Ég nefnilega efaðist aldrei um að hún yrði sakfelld. Og ég hugsaði þetta þannig að um leið og hún yrði sakfelld þá gæti ég lagt þetta ömurlega mál og allt sem því fylgir til hliðar og haldið áfram að lifa lífinu. Svo er hún sýknuð og það var nýtt áfall. Núna sé ég fram á að þetta muni hanga yfir mér í marga mánuði, eitt eða tvö ár í viðbót, ef að það verður áfrýjað það er að segja. Ég mun aldrei geta fundið frið á meðan þetta hangir svona yfir mér.“ Dómurinn féll í Landsrétti í dag.Vísir/Vilhelm Hún sagði að hún og maðurinn hefðu ekki átt í formlegu ástarsambandi á þeim tíma þegar myndirnar voru sendar. Þau hafi verið í samskiptum við hvort annað, meðal annars á Messenger, og síðan hafi þau hist nokkrum sinnum. Það hafi ekki náð lengra en það. „Á þessum tíma voru þau tvö tiltölulega nýskilin. Ég hitti hann ekki fyrr en hann var fluttur út frá henni, og ég og hann vorum búin að þekkjast í tæpan mánuð. Þau ráku saman fyrirtæki og hann var gerður brottrækur þaðan þegar þau skildu. Hún hafði því óheftan aðgang að tölvum fyrirtækisins. Hún fór semsagt bara inn í hans tölvu. Ég veit ekki hvort hún hafi brotist inn á Facebook aðganginn hans eða hvort það var opið, en allavega fer hún þarna inn í leyfisleysi og finnur spjallið okkar. Það sést greinilega á spjallinu okkar að það hófst ekki fyrr en hann var fluttur út. Það fer ekkert á milli mála, en hún greinilega kýs að túlka hlutina eftir eigin höfði. Það voru semsagt einhverjir hlutir sem voru sagðir þarna á milli mín og hans sem hún hefur ákveðið að nota sem fyrirslátt til að senda þessar myndir.“ Sagðist ekki hafa fengið afsökunarbeiðni Fyrir dómi sagði konan, sem sendi myndirnar, að hún hefði sent tölvupóstinn í geðshræringu. Henni hefði blöskrað vegna tals í einkaskilaboðum um syni hjónanna. Hin konan, brotaþolinn, sagði að maðurinn hefði hins vegar aldrei talað hallmælt sonum sínum í spjallinu. „Það sem sagt var blés hún upp til að réttlæta eigin gjörðir. Hún hikaði ekki við að kasta þarna sambandi sona sinna við föður sinn svo hún slyppi með skellinn,“ sagði konan, en hún vildi meina að hin konan hefði aldrei sýnt vott að iðrun. „Hún sýnir enga iðrun. Hún er búin að hafa tvö og hálft ár til að biðjast afsökunar á framferði sínu, á því sem hún segist hafa gert í reiði og geðshræringu. Hún hefur hins vegar valið að gera það ekki. Þegar ég hitti hana fyrst, við aðalmeðferð málsins, þá var það mjög taugatrekkjandi. En ég horfði framan í hana og lét hana vita af því að ég hefði þurft að segja börnunum mínum frá þessu. Af því að ég var hrædd um þau myndu fá þetta efni sent, og ég vildi undirbúa þau.“ Viðtalið við konuna má lesa í heild sinni hér. Dómsmál Kynferðisofbeldi Stafrænt ofbeldi Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Þá ómerkti Landsréttur dóm héraðsdóms að hluta og sendi bótakröfur brotaþolanna aftur í hérað. Konan var ákærð fyrir lostugt athæfi, sem er útskýrt með eftirfarandi hætti í dómi Landsréttar: „Með „lostugu athæfi“ í skilningi ákvæðisins er átt við athöfn sem er af kynferðislegum toga og sem stjórnast af kynhneigð manna, en gengur skemmra en samræði og önnur kynferðismök.“ Konan játaði að hafa aflað sér myndanna og sent þær, en héraðsdómur féllst ekki á að um lostugt athæfi væri að ræða. Málsvörn konunnar gekk út á það að verknaður hennar hafi ekki verið af kynferðislegum toga, heldur hafi reiði hennar verið eini aflvakinn. Landsréttur er á öðru á máli og vill meina að háttsemi hennar hafi verið lostug. Þá segir í dómnum að hvaða hvatir liggja að baki háttseminni, líkt og mikil reiði, breyti ekki eðli eða saknæmi verknaðarins. Póstur með titilinn: Þú ert viðbjóður Málið varðar tölvupóst sem var sendur í ágústmánuði 2020 og bar yfirskriftina „Þú ert viðbjóður“. Konan sendi hann á þáverandi eiginmann sinn og tvær konur, en ekki liggur fyrir hvernig þær tvær tengjast málinu. Í póstinum deildi hún nektarmyndum. Annars vegar mynd af getnaðarlimi mannsins og hins vegar tveimur myndum sem sýndu brjóst annarrar konu. „Vona að þín hægri hönd og helsti ráðgjafi D [önnur þeirra sem barst tölvupóstinn] geti hjálpað þér. Þú ert djöfull í mannsmynd og berð hvorki virðingu fyrir mér né strákunum þínum. Að fá þetta í hendurnar er hryllingur og það er meira til sem kemur út á næstunni og fólk fær að sjá hvaða mann þú hefur að geyma,“ sagði í póstinum. Konan komst yfir myndirnar með því að fara í tölvu sem maðurinn hafði umráð yfir á sameiginlegum vinnustað þeirra. Hún fór yfir einkasamskipti mannsins og annarrar konu á Messenger, og blöskraði þegar hún sá að þar ræddu þau um syni þeirra hjóna. Í dómi héraðsdóms kemur fram að konan hafi prentað um hundrað blaðsíður af samskiptum mannsins og hinnar konunnar. Og síðan sent umræddan póst sem innihélt níu skjáskot af samskiptum þeirra, en þar á meðal voru áðurnefndar nektarmyndir. „Hún greinilega kýs að túlka hlutina eftir eigin höfði“ Líkt og áður segir sýknaði Héraðsdómur Reykjaness konuna í febrúar í fyrra, en brotaþolar málsins voru tveir: annars vegar eiginmaðurinn og hins vegar konan sem hann átti í samskiptum við. En það voru nektarmyndir af þeim sem fóru í dreifingu. Sú kona steig í kjölfar dóms héraðsdóms fram í viðtali við fréttastofu og sagði það hafa komið sér í opna skjöldu að konan hefði verið sýknuð. Henni hafi þótt borðliggjandi að brotið hefði verið á sér og að sönnunargögn um það væru til staðar. „Ég nefnilega efaðist aldrei um að hún yrði sakfelld. Og ég hugsaði þetta þannig að um leið og hún yrði sakfelld þá gæti ég lagt þetta ömurlega mál og allt sem því fylgir til hliðar og haldið áfram að lifa lífinu. Svo er hún sýknuð og það var nýtt áfall. Núna sé ég fram á að þetta muni hanga yfir mér í marga mánuði, eitt eða tvö ár í viðbót, ef að það verður áfrýjað það er að segja. Ég mun aldrei geta fundið frið á meðan þetta hangir svona yfir mér.“ Dómurinn féll í Landsrétti í dag.Vísir/Vilhelm Hún sagði að hún og maðurinn hefðu ekki átt í formlegu ástarsambandi á þeim tíma þegar myndirnar voru sendar. Þau hafi verið í samskiptum við hvort annað, meðal annars á Messenger, og síðan hafi þau hist nokkrum sinnum. Það hafi ekki náð lengra en það. „Á þessum tíma voru þau tvö tiltölulega nýskilin. Ég hitti hann ekki fyrr en hann var fluttur út frá henni, og ég og hann vorum búin að þekkjast í tæpan mánuð. Þau ráku saman fyrirtæki og hann var gerður brottrækur þaðan þegar þau skildu. Hún hafði því óheftan aðgang að tölvum fyrirtækisins. Hún fór semsagt bara inn í hans tölvu. Ég veit ekki hvort hún hafi brotist inn á Facebook aðganginn hans eða hvort það var opið, en allavega fer hún þarna inn í leyfisleysi og finnur spjallið okkar. Það sést greinilega á spjallinu okkar að það hófst ekki fyrr en hann var fluttur út. Það fer ekkert á milli mála, en hún greinilega kýs að túlka hlutina eftir eigin höfði. Það voru semsagt einhverjir hlutir sem voru sagðir þarna á milli mín og hans sem hún hefur ákveðið að nota sem fyrirslátt til að senda þessar myndir.“ Sagðist ekki hafa fengið afsökunarbeiðni Fyrir dómi sagði konan, sem sendi myndirnar, að hún hefði sent tölvupóstinn í geðshræringu. Henni hefði blöskrað vegna tals í einkaskilaboðum um syni hjónanna. Hin konan, brotaþolinn, sagði að maðurinn hefði hins vegar aldrei talað hallmælt sonum sínum í spjallinu. „Það sem sagt var blés hún upp til að réttlæta eigin gjörðir. Hún hikaði ekki við að kasta þarna sambandi sona sinna við föður sinn svo hún slyppi með skellinn,“ sagði konan, en hún vildi meina að hin konan hefði aldrei sýnt vott að iðrun. „Hún sýnir enga iðrun. Hún er búin að hafa tvö og hálft ár til að biðjast afsökunar á framferði sínu, á því sem hún segist hafa gert í reiði og geðshræringu. Hún hefur hins vegar valið að gera það ekki. Þegar ég hitti hana fyrst, við aðalmeðferð málsins, þá var það mjög taugatrekkjandi. En ég horfði framan í hana og lét hana vita af því að ég hefði þurft að segja börnunum mínum frá þessu. Af því að ég var hrædd um þau myndu fá þetta efni sent, og ég vildi undirbúa þau.“ Viðtalið við konuna má lesa í heild sinni hér.
Dómsmál Kynferðisofbeldi Stafrænt ofbeldi Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira