Salvador á Djúpavogi reyndist heita Buszek og búa í Sandgerði Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 17. mars 2024 11:01 Patrycja segir Buszek ekki hætta að knúsa sig eftir heimkomuna. Maríusz Zaworka Heimilislaus köttur sem fannst á Djúpavogi og gefið var nafnið Salvador reyndist í raun heita Buszek og eiga heimili í Sandgerði. Þaðan hvarf hann fyrir þremur árum síðan. Eigandinn segist ekki hafa trúað sínum eigin augum þegar hún rak augun í mynd af Buszek á Facebook síðu Villikatta á Austurlandi. „Þetta var ótrúlegt. Ég sat bara þarna og gapti. Ég vonaðist auðvitað alltaf eftir því að hann myndi finnast aftur en fannst það ákveðin falsvon. Svo kemur bara í ljós að hann er í einhverri sex hundruð kílómetra fjarlægð,“ segir Patrycja Magdalena Lica eigandi Buszek. Kannaðist strax við nafnið Villikettir á Austurlandi höfðu köttinn í sinni umsjón. Sonja Rut Rögnvaldsdóttir á vegum samtakanna segir í samtali við Vísi að Buszek hafi verið í forsjá þeirra eftir að hafa leitað í rúmt ár í kjallara hjá konu á Djúpavogi. Ljóst sé að hann hafi verið heimilislaus þennan tíma frá 2022 til 2023 en Villikettir náðu honum í janúar. Enginn veit hvar kötturinn var staddur á milli ársins 2021 og 2022. „Við gáfum honum nafnið Salvador af því hann minnti okkur á Salvador Dalí með þetta flotta skegg. Svo þegar við kölluðum hann sínu rétta nafni þá mjálmaði hann strax á okkur og kannaðist greinilega alveg við nafnið sitt.“ Sonja segir ekki ljóst hvernig kötturinn hafi komist svo langa vegalengd. Patrycja hafi sem betur fer haft samband í tæka tíð en samtökin höfðu verið að leita nýrra eigenda fyrir köttinn þar sem enginn hafði gefið sig fram í rúma tvo mánuði. Buszek og Patrycja sameinuð á ný. Maríusz Zaworka Lætur Patrycju ekki í friði Buszek er kominn til síns heima í Sandgerði og Patrycja segir mikla fagnaðarfundi hafa orðið þegar hann kom aftur heim. Hann láti hana ekki í friði. „Hann man greinilega eftir heimilinu og virðist vera alveg hæstánægður að vera kominn aftur. Hann hættir ekki að mala og hefur bókstaflega knúsað mig hérna, ég má varla sleppa honum,“ segir Patrycja hlæjandi. Dýr Múlaþing Suðurnesjabær Gæludýr Kettir Mest lesið „Fyrri kona mannsins míns er með Parkinson, ekki ég“ Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Menning Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Lífið Michelle Trachtenberg er látin Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Lífið Laufey á landinu Lífið Cooper bað móðurina um hönd Hadid Lífið Fleiri fréttir Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Sjá meira
„Þetta var ótrúlegt. Ég sat bara þarna og gapti. Ég vonaðist auðvitað alltaf eftir því að hann myndi finnast aftur en fannst það ákveðin falsvon. Svo kemur bara í ljós að hann er í einhverri sex hundruð kílómetra fjarlægð,“ segir Patrycja Magdalena Lica eigandi Buszek. Kannaðist strax við nafnið Villikettir á Austurlandi höfðu köttinn í sinni umsjón. Sonja Rut Rögnvaldsdóttir á vegum samtakanna segir í samtali við Vísi að Buszek hafi verið í forsjá þeirra eftir að hafa leitað í rúmt ár í kjallara hjá konu á Djúpavogi. Ljóst sé að hann hafi verið heimilislaus þennan tíma frá 2022 til 2023 en Villikettir náðu honum í janúar. Enginn veit hvar kötturinn var staddur á milli ársins 2021 og 2022. „Við gáfum honum nafnið Salvador af því hann minnti okkur á Salvador Dalí með þetta flotta skegg. Svo þegar við kölluðum hann sínu rétta nafni þá mjálmaði hann strax á okkur og kannaðist greinilega alveg við nafnið sitt.“ Sonja segir ekki ljóst hvernig kötturinn hafi komist svo langa vegalengd. Patrycja hafi sem betur fer haft samband í tæka tíð en samtökin höfðu verið að leita nýrra eigenda fyrir köttinn þar sem enginn hafði gefið sig fram í rúma tvo mánuði. Buszek og Patrycja sameinuð á ný. Maríusz Zaworka Lætur Patrycju ekki í friði Buszek er kominn til síns heima í Sandgerði og Patrycja segir mikla fagnaðarfundi hafa orðið þegar hann kom aftur heim. Hann láti hana ekki í friði. „Hann man greinilega eftir heimilinu og virðist vera alveg hæstánægður að vera kominn aftur. Hann hættir ekki að mala og hefur bókstaflega knúsað mig hérna, ég má varla sleppa honum,“ segir Patrycja hlæjandi.
Dýr Múlaþing Suðurnesjabær Gæludýr Kettir Mest lesið „Fyrri kona mannsins míns er með Parkinson, ekki ég“ Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Menning Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Lífið Michelle Trachtenberg er látin Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Lífið Laufey á landinu Lífið Cooper bað móðurina um hönd Hadid Lífið Fleiri fréttir Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Sjá meira