„Þessi mál koma okkur ekkert við“ Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 16. mars 2024 13:57 Birni Leifsson, Bjössa í World Class, segist hafa verið öllum lokið þegar hann sá frétt á Vísi í morgun. Vísir/Egill Björn Leifsson, eigandi World Class, segir þau mál sem Kristján Ólafur Sigríðarson sé flæktur í ekki koma sér, eiginkonu eða fyrirtæki við á neinn hátt. Hann fordæmir að vera dreginn inn í svo alvarleg mál og biðlar til fjölmiðla að vanda til verka. „Þegar ég sá frétt á Vísi í morgun sem bar yfirskriftina Slóð viðskipta sakbornings tengist World Class-veldinu var mér nánast öllum lokið. Ekki nóg með að fyrirsögn þessarar fréttar sé út úr kortinu þá eru efnistök og myndskreytingar það einnig. Nafn mitt og eiginkonu minnar er þarna notað og eins er höfð með mynd af okkur hjónum og linkað í jákvæða frétt úr rekstri fyrirtækis okkar World Class.“ Á þessum orðum hefst yfirlýsing sem fréttastofu barst frá Birni Leifsyni, eiganda World Class fyrir skemmstu. Tilefnið er frétt sem birtist á Vísi í morgun og tengist einum sakborninganna í meintu mansalsmáli tengdu Pho Vietnam og Wok On, Kristjáni Ólafi Sigríðarsyni. Í fréttinni er farið yfir viðskiptatengsl Kristjáns, þar á meðal við stjúpföður sinn, Sigurð Leifsson, bróðir Björns og einn þriggja hluthafa í World Class fjölskylduveldinu. Fordæmir að vera dreginn inn í málið „Kristján Ólafur Sigríðarson kemur okkur hjónum eða rekstri World Class ekki nokkurn skapaðan hlut við. Þessi mál sem Kristján er sagður flæktur í koma mér, Hafdísi og World Class heldur ekkert við, hafa aldrei gert og munu aldrei gera,“ segir Björn í yfirlýsingunni. Við hjónin fordæmum að vera dregin inn í svo alvarlegt mál sem þetta með þessum hætti. Jafnframt fordæmum við mansal, illa meðferð á starfsfólki og eins illa meðferð á fólki yfir höfuð. Þá segir Björn að fjölmiðlar ættu að sjá sóma sinn í vanda til verka í umfjöllunum sínum. „Hvað þá í svo viðkvæmri umfjöllun sem þessari. Það var alls ekki gert í þessu tilfelli.“ Mál Davíðs Viðarssonar Mansal Lögreglumál Fjölmiðlar Líkamsræktarstöðvar Tengdar fréttir Slóð viðskipta sakbornings tengist World Class-veldinu Kristján Ólafur Sigríðarson, einn níu sakborninga í meintu mansalsmáli tengdu Pho Vietnam og Wok On, hefur komið víða við síðan hann hóf veitingarekstur og fasteignaviðskipti. Kristján er í dag 33 ára gamall en byrjaði í viðskiptum aðeins 25 ára með aðstoð stjúpföður síns sem er einn þriggja hluthafa í World Class fjölskylduveldinu. 16. mars 2024 09:00 Mest lesið Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Erlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Erlent Fleiri fréttir Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Sjá meira
„Þegar ég sá frétt á Vísi í morgun sem bar yfirskriftina Slóð viðskipta sakbornings tengist World Class-veldinu var mér nánast öllum lokið. Ekki nóg með að fyrirsögn þessarar fréttar sé út úr kortinu þá eru efnistök og myndskreytingar það einnig. Nafn mitt og eiginkonu minnar er þarna notað og eins er höfð með mynd af okkur hjónum og linkað í jákvæða frétt úr rekstri fyrirtækis okkar World Class.“ Á þessum orðum hefst yfirlýsing sem fréttastofu barst frá Birni Leifsyni, eiganda World Class fyrir skemmstu. Tilefnið er frétt sem birtist á Vísi í morgun og tengist einum sakborninganna í meintu mansalsmáli tengdu Pho Vietnam og Wok On, Kristjáni Ólafi Sigríðarsyni. Í fréttinni er farið yfir viðskiptatengsl Kristjáns, þar á meðal við stjúpföður sinn, Sigurð Leifsson, bróðir Björns og einn þriggja hluthafa í World Class fjölskylduveldinu. Fordæmir að vera dreginn inn í málið „Kristján Ólafur Sigríðarson kemur okkur hjónum eða rekstri World Class ekki nokkurn skapaðan hlut við. Þessi mál sem Kristján er sagður flæktur í koma mér, Hafdísi og World Class heldur ekkert við, hafa aldrei gert og munu aldrei gera,“ segir Björn í yfirlýsingunni. Við hjónin fordæmum að vera dregin inn í svo alvarlegt mál sem þetta með þessum hætti. Jafnframt fordæmum við mansal, illa meðferð á starfsfólki og eins illa meðferð á fólki yfir höfuð. Þá segir Björn að fjölmiðlar ættu að sjá sóma sinn í vanda til verka í umfjöllunum sínum. „Hvað þá í svo viðkvæmri umfjöllun sem þessari. Það var alls ekki gert í þessu tilfelli.“
Mál Davíðs Viðarssonar Mansal Lögreglumál Fjölmiðlar Líkamsræktarstöðvar Tengdar fréttir Slóð viðskipta sakbornings tengist World Class-veldinu Kristján Ólafur Sigríðarson, einn níu sakborninga í meintu mansalsmáli tengdu Pho Vietnam og Wok On, hefur komið víða við síðan hann hóf veitingarekstur og fasteignaviðskipti. Kristján er í dag 33 ára gamall en byrjaði í viðskiptum aðeins 25 ára með aðstoð stjúpföður síns sem er einn þriggja hluthafa í World Class fjölskylduveldinu. 16. mars 2024 09:00 Mest lesið Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Erlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Erlent Fleiri fréttir Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Sjá meira
Slóð viðskipta sakbornings tengist World Class-veldinu Kristján Ólafur Sigríðarson, einn níu sakborninga í meintu mansalsmáli tengdu Pho Vietnam og Wok On, hefur komið víða við síðan hann hóf veitingarekstur og fasteignaviðskipti. Kristján er í dag 33 ára gamall en byrjaði í viðskiptum aðeins 25 ára með aðstoð stjúpföður síns sem er einn þriggja hluthafa í World Class fjölskylduveldinu. 16. mars 2024 09:00