Eldri borgarar fá lítið út úr kjarasamningunum Kári Jónasson skrifar 18. mars 2024 09:31 Nýlokið er gerð nýrra kjarasamninga fyrir stóran hluta félaga innan ASÍ sem kunnugt er. Þessir kjarasamningar eiga að marka tímamót að mati þeirra sem að þeim standa, einkum fyrir barnafjölskyldur, og svo bættist ræstingafólk reyndar í hópinn á síðustu metrunum. En kíkjum nú aðeins á innihald samninganna, með tilliti til stöðu eldri borgara. Samkvæmt nýjustu tölum eru hér á landi um 50 þúsund manns 67 ára og eldri. Margir þeirra láta af störfum á þeim aldri, en sumir halda áfram til sjötugs. Þá er talið að um 3 % þeirra sem eru 70 ára og eldri stundi launuð störf. Ekkert fyrir 50 þúsund manns Við ljótum að fagna því að að samið hefur verið um kaup og kjör fyrir á annað hundrað félagsmanna innan ASÍ en við nánari skoðun kemur í ljós að lítið fer fyrir því að rétta hlut stórs hluta landsmanna. Þar á ég við eldri borgara. Öll munum við njóta lægri vaxta og minnkandi verðbólgu, og margir sjá fyrir sér bjartari tíma varðandi húsnæðismál. En ég hef ekki komið auga eitt einasta atriði sem snýr sérstaklega að þessum stóra hópi landsmanna – fimmtíu þúsund manns. Nú er það svo að fyrir þessa kjarasamninga var rætt við fulltrúa verkalýðssamtaka og forystumenn verkalýðshreyfingarinnar um að muna nú eftir "garminum honum Katli", en það hefur greinilega ekki borið árangur. Eldri borgarar eiga ekki fulltrúa við kjarasamningaborðið, og verða bara að taka því sem þeim er skammtað úr hnefa. Það eru allt of margir í okkar hópi sem sannarlega ættu betra skilið, en líka margir sem hafa vel til hnífs og skeiðar. Hvað er til ráða. Öflug mótmæli - í anda óánægðra evrópskra bænda- fleiri fundarályktanir - eða bara sitja með hendur í skauti. Já ég spyr. Eldri borgarar ódýrt vinnuafl Þegar menn ná 70 ára aldri hætta þeir að greiða í lífeyrissjóð, þótt þeir haldi áfram að vinna. Á sama tíma hætta vinnuveitendur að greiða mótframlag sitt fyrir viðkomandi starfsmann, og spara sér þannig ákveðna upphæð. Það virðist sanngirnismál að þessum reglum verði breytt. Það er sérstakur taxti fyrir unglinga hjá mörgum félögum, hversvegna ekki sérstakan taxta fyrir þá sem eru 70 ára og eldri. ? Þá mætti líka hugsa sér að greitt yrði aukalega í séreignasjóði, svo dæmi sé tekið Hvað er til ráða? Svo virðist sem litlar líkur sé á því að hlutur eldri borgara verði réttur í þeirri kjarasamningabylgju sem nú gengur yfir, en við skulum þó ekki gefa upp vonina. Enn hafa mörg lítil félög ekki gengið frá nýjum samningum og svo er allur ríkis og sveitastjórnargeirinn eftir, og kannski vakna einhverjir forystumenn innan raða BHM og BSRB. Eigum við ekki bara að vona það.! Þá er nýr ráðherra í fjármálaráðuneytinu og kannski ná eldri borgarar eyrum hans við fjárlagagerðina, sem er handan við hornið. Ef ekkert breytist neyðast eldri borgarar kannski til að efna til áhrifaríkra mótmæla, því það virðist vera útséð um að ná nokkrum árangri með sífelldum ályktunum, viðtölum við verkalýðsforingja og stjórnmálamenn og öflugum málflutningi. Enn á ný er minnt á að fulltrúar eldri borgara eiga ekki fulltrúa við kjarasamningaborðið, en það myndi breyta miklu ef svo væri. Höfundur er fyrrverandi fréttamaður og leiðsögumaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kári Jónasson Kjaraviðræður 2023-24 Eldri borgarar Kjaramál Mest lesið Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Sjá meira
Nýlokið er gerð nýrra kjarasamninga fyrir stóran hluta félaga innan ASÍ sem kunnugt er. Þessir kjarasamningar eiga að marka tímamót að mati þeirra sem að þeim standa, einkum fyrir barnafjölskyldur, og svo bættist ræstingafólk reyndar í hópinn á síðustu metrunum. En kíkjum nú aðeins á innihald samninganna, með tilliti til stöðu eldri borgara. Samkvæmt nýjustu tölum eru hér á landi um 50 þúsund manns 67 ára og eldri. Margir þeirra láta af störfum á þeim aldri, en sumir halda áfram til sjötugs. Þá er talið að um 3 % þeirra sem eru 70 ára og eldri stundi launuð störf. Ekkert fyrir 50 þúsund manns Við ljótum að fagna því að að samið hefur verið um kaup og kjör fyrir á annað hundrað félagsmanna innan ASÍ en við nánari skoðun kemur í ljós að lítið fer fyrir því að rétta hlut stórs hluta landsmanna. Þar á ég við eldri borgara. Öll munum við njóta lægri vaxta og minnkandi verðbólgu, og margir sjá fyrir sér bjartari tíma varðandi húsnæðismál. En ég hef ekki komið auga eitt einasta atriði sem snýr sérstaklega að þessum stóra hópi landsmanna – fimmtíu þúsund manns. Nú er það svo að fyrir þessa kjarasamninga var rætt við fulltrúa verkalýðssamtaka og forystumenn verkalýðshreyfingarinnar um að muna nú eftir "garminum honum Katli", en það hefur greinilega ekki borið árangur. Eldri borgarar eiga ekki fulltrúa við kjarasamningaborðið, og verða bara að taka því sem þeim er skammtað úr hnefa. Það eru allt of margir í okkar hópi sem sannarlega ættu betra skilið, en líka margir sem hafa vel til hnífs og skeiðar. Hvað er til ráða. Öflug mótmæli - í anda óánægðra evrópskra bænda- fleiri fundarályktanir - eða bara sitja með hendur í skauti. Já ég spyr. Eldri borgarar ódýrt vinnuafl Þegar menn ná 70 ára aldri hætta þeir að greiða í lífeyrissjóð, þótt þeir haldi áfram að vinna. Á sama tíma hætta vinnuveitendur að greiða mótframlag sitt fyrir viðkomandi starfsmann, og spara sér þannig ákveðna upphæð. Það virðist sanngirnismál að þessum reglum verði breytt. Það er sérstakur taxti fyrir unglinga hjá mörgum félögum, hversvegna ekki sérstakan taxta fyrir þá sem eru 70 ára og eldri. ? Þá mætti líka hugsa sér að greitt yrði aukalega í séreignasjóði, svo dæmi sé tekið Hvað er til ráða? Svo virðist sem litlar líkur sé á því að hlutur eldri borgara verði réttur í þeirri kjarasamningabylgju sem nú gengur yfir, en við skulum þó ekki gefa upp vonina. Enn hafa mörg lítil félög ekki gengið frá nýjum samningum og svo er allur ríkis og sveitastjórnargeirinn eftir, og kannski vakna einhverjir forystumenn innan raða BHM og BSRB. Eigum við ekki bara að vona það.! Þá er nýr ráðherra í fjármálaráðuneytinu og kannski ná eldri borgarar eyrum hans við fjárlagagerðina, sem er handan við hornið. Ef ekkert breytist neyðast eldri borgarar kannski til að efna til áhrifaríkra mótmæla, því það virðist vera útséð um að ná nokkrum árangri með sífelldum ályktunum, viðtölum við verkalýðsforingja og stjórnmálamenn og öflugum málflutningi. Enn á ný er minnt á að fulltrúar eldri borgara eiga ekki fulltrúa við kjarasamningaborðið, en það myndi breyta miklu ef svo væri. Höfundur er fyrrverandi fréttamaður og leiðsögumaður.
Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun