Forsendur krafna um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar 18. mars 2024 10:01 Ég sé að ýmsum finnst skjóta skökku við að ég skuli í grein fyrir helgi hafa lagst gegn áformuðu frumvarpi um kröfur til leigubílstjóra um íslenskukunnáttu, í ljósi þess að ég hafi gefið mig út fyrir að vera sérstakur talsmaður íslenskunnar og lagt áherslu á að hún sé notuð við allar aðstæður. Þess vegna verð ég að ítreka að ég er alls ekki á móti því að gerðar séu kröfur um íslenskukunnáttu í ýmsum störfum – ég tel það sjálfsagt og eðlilegt, að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Ástæðan fyrir því að ég andmælti væntanlegu frumvarpi var hins vegar sú að það tók ekki heildstætt á málinu – snerist um örlítið brot vinnumarkaðarins og var augljóslega sett fram sem liður í fordómafullri umræðu síðustu vikna um útlendinga á íslenskum vinnumarkaði. Þegar kjarasamningar stóðu fyrir dyrum fyrir hálfu öðru ári, haustið 2022, setti ég fram þá hugmynd að verkalýðhreyfingin gerði kröfu um að erlent starfsfólk gæti stundað íslenskunám á vinnutíma. Þessi hugmynd mæltist vægast sagt illa fyrir hjá verkalýðsforystunni þrátt fyrir að ég benti á að þetta þyrfti ekki að bitna á kröfum hreyfingarinnar til viðsemjenda því að hægt væri að senda ríkinu reikninginn að miklu leyti – eins og gert var í nýafstöðnum samningum. Í þeim taldi ríkið tilvinnandi að leggja fram 20 milljarða á ári til að samningar næðust og ég tel að það hafi verið rétt mat – samningarnir koma láglaunafólki og barnafólki sérstaklega til góða og það er til mikils vinnandi fyrir ríkið að tryggja frið og stöðugleika á vinnumarkaði. En fyrst ríkið telur sig geta snarað út 20 milljörðum í samningana ætti það líka að geta lagt fram myndarlega upphæð til kennslu íslensku sem annars máls. Það er grundvallarforsendan fyrir því að hægt sé að gera auknar kröfur um íslenskukunnáttu í ýmsum störfum. Innflytjendur eiga það skilið að þetta sé gert, þótt ekki væri nema vegna framlags síns til hagvaxtar á Íslandi (hagvöxtur frá 2006-2021 var 0,74% á ári en án innflytjenda hefði hann verið 0,19%). Íslendingar eiga það skilið, ekki síst eldra fólk sem hefur takmarkaða færni í ensku, að geta fengið afgreiðslu og þjónustu á opinberu tungumáli landsins. Ekki síst á íslenskan á það skilið að við sinnum henni og gerum sem flestum kleift að nota hana en fælum fólk ekki frá henni. Þetta kostar vissulega fé, en þótt ekki væri sett í það nema svona eins og tíundi hluti af því sem ríkið ætlar að verja í tengslum við kjarasamninga myndi það margborga sig á stuttum tíma. Atvinnurekendur fengju starfsfólk sem gæti sinnt fjölbreyttari störfum, félli betur inn í samfélagið og væri líklegt til að vera ánægðara. Fólkið sjálft yrði sveigjanlegra, gæti nýtt menntun sína betur, og yki möguleika sína á vinnumarkaði. Dregið væri úr hættunni á því að fólk af erlendum uppruna einangrist í samfélaginu, með öllum þeim erfiðleikum og hættum sem því geta fylgt, bæði fyrir fólkið sjálft og samfélagið. Og íslenskan gæti haldið áfram að vera burðarás samfélagsins, aðalsamskiptatungumálið í landinu og menningarleg kjölfesta okkar. Höfundur er uppgjafaprófessor í íslensku og málfarslegur aðgerðasinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eiríkur Rögnvaldsson Íslensk tunga Mest lesið Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Skoðun Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Sjá meira
Ég sé að ýmsum finnst skjóta skökku við að ég skuli í grein fyrir helgi hafa lagst gegn áformuðu frumvarpi um kröfur til leigubílstjóra um íslenskukunnáttu, í ljósi þess að ég hafi gefið mig út fyrir að vera sérstakur talsmaður íslenskunnar og lagt áherslu á að hún sé notuð við allar aðstæður. Þess vegna verð ég að ítreka að ég er alls ekki á móti því að gerðar séu kröfur um íslenskukunnáttu í ýmsum störfum – ég tel það sjálfsagt og eðlilegt, að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Ástæðan fyrir því að ég andmælti væntanlegu frumvarpi var hins vegar sú að það tók ekki heildstætt á málinu – snerist um örlítið brot vinnumarkaðarins og var augljóslega sett fram sem liður í fordómafullri umræðu síðustu vikna um útlendinga á íslenskum vinnumarkaði. Þegar kjarasamningar stóðu fyrir dyrum fyrir hálfu öðru ári, haustið 2022, setti ég fram þá hugmynd að verkalýðhreyfingin gerði kröfu um að erlent starfsfólk gæti stundað íslenskunám á vinnutíma. Þessi hugmynd mæltist vægast sagt illa fyrir hjá verkalýðsforystunni þrátt fyrir að ég benti á að þetta þyrfti ekki að bitna á kröfum hreyfingarinnar til viðsemjenda því að hægt væri að senda ríkinu reikninginn að miklu leyti – eins og gert var í nýafstöðnum samningum. Í þeim taldi ríkið tilvinnandi að leggja fram 20 milljarða á ári til að samningar næðust og ég tel að það hafi verið rétt mat – samningarnir koma láglaunafólki og barnafólki sérstaklega til góða og það er til mikils vinnandi fyrir ríkið að tryggja frið og stöðugleika á vinnumarkaði. En fyrst ríkið telur sig geta snarað út 20 milljörðum í samningana ætti það líka að geta lagt fram myndarlega upphæð til kennslu íslensku sem annars máls. Það er grundvallarforsendan fyrir því að hægt sé að gera auknar kröfur um íslenskukunnáttu í ýmsum störfum. Innflytjendur eiga það skilið að þetta sé gert, þótt ekki væri nema vegna framlags síns til hagvaxtar á Íslandi (hagvöxtur frá 2006-2021 var 0,74% á ári en án innflytjenda hefði hann verið 0,19%). Íslendingar eiga það skilið, ekki síst eldra fólk sem hefur takmarkaða færni í ensku, að geta fengið afgreiðslu og þjónustu á opinberu tungumáli landsins. Ekki síst á íslenskan á það skilið að við sinnum henni og gerum sem flestum kleift að nota hana en fælum fólk ekki frá henni. Þetta kostar vissulega fé, en þótt ekki væri sett í það nema svona eins og tíundi hluti af því sem ríkið ætlar að verja í tengslum við kjarasamninga myndi það margborga sig á stuttum tíma. Atvinnurekendur fengju starfsfólk sem gæti sinnt fjölbreyttari störfum, félli betur inn í samfélagið og væri líklegt til að vera ánægðara. Fólkið sjálft yrði sveigjanlegra, gæti nýtt menntun sína betur, og yki möguleika sína á vinnumarkaði. Dregið væri úr hættunni á því að fólk af erlendum uppruna einangrist í samfélaginu, með öllum þeim erfiðleikum og hættum sem því geta fylgt, bæði fyrir fólkið sjálft og samfélagið. Og íslenskan gæti haldið áfram að vera burðarás samfélagsins, aðalsamskiptatungumálið í landinu og menningarleg kjölfesta okkar. Höfundur er uppgjafaprófessor í íslensku og málfarslegur aðgerðasinni.
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun