Fær engar slysabætur eftir að hafa ekið réttindalaus og „frosið“ á fjórhjólinu Atli Ísleifsson skrifar 18. mars 2024 13:34 Slysið varð á vegslóða út af Suðurstandarvegi við Grindavík í júlí 2021. Getty Héraðsdómur Reykjavíkur hefur sýknað tryggingafélagið VÍS og ferðaþjónustufyrirtækið Fjórhjólaævintýri af bótakröfu ungrar konu sem lenti í slysi í fjórhjólaferð á vegslóða við Suðurstrandarveg árið 2021. Dómarinn í málinu mat konuna hafa sýnt af sér stórkostlegt gáleysi enda hafi hún ekki verið komin með ökuréttindi þegar slysið varð. Konan var sautján ára þegar slysið varð í júlí 2021 en hún var þá í ferð á vegum Fjórhjólaævintýra með um þrjátíu skyldmennum. Fram kemur að samkvæmt lögregluskýrslu hafi konan ekið hjólinu út af vegslóða sem liggur út af Suðurstrandarveg við Grindavík eftir að hafa misst stjórn á hjólinu og ekið utan í grjót. Við það hafi hjólið oltið, lent ofan á henni og hún meiðst á hægri hendi. Missti stjórn og „fraus“ Óumdeilt er að slysið varð eftir að ryk hafði þyrlast upp af vegslóða sem konan ók eftir í röð fleiri fjórhjóla. Sagðist konan hafa fengið mikið ryk á hjálminn sem hefði byrgt henni sýn svo henni hefði brugðið, hún misst stjórnina á hjólinu og frosið þannig að hjólið hefði leitað niður, farið á kant og oltið. Konan tilkynnti um slysið til VÍS í október 2022, eða rúmu ári eftir slysið. VÍS hafnaði þá bótaskyldu þar sem meðal annars var vísað til þess að frestur til að tilkynna um slysið væri útrunninn. Fyrir dómi kom fram að þátttakendur í fjórhjólaferðinni hafi allir ritað undir skjal þar sem þeir hafi lýst því yfir að hafa kynnt sér öryggisreglur þar sem meðal annars hafi komið fram að þátttakendur þyrftu að hafa gilt ökuskírteini. Konan var í ökunámi þegar slysið varð en óumdeilt var að hún væri þá ekki komin með ökuréttindi. Hún hafi átt eftir að taka verklegt og skriflegt ökupróf á umræddum tíma, og kvaðst hafa fallið einu sinni á skriflega prófinu áður en slysið varð. Ágreiningsefni laut fyrst og fremst að því hvort konan ætti rétt til óskertra bóta úr vátryggingu eða hvort líta bæri svo á að konan hafi sjálf verið meðvaldur að slysi sínu þannig að heimilt væri að skerða bætur til hennar. Stórkostlegt gáleysi Dómari í málinu teldi að konan hefði mátt gera sér grein fyrir því að ökuréttinda væri krafist til að aka fjórhjólinu og hún hefði sömuleiðis mátt gera sér grein fyrir því að akstur hennar á slíku hjóli í hópi með öðrum væri hættuleg í sjálfu sér. Aðstæður hafi enda verið krefjandi á vegslóða sem ekki er ætlaður almennri bílaumferð. „Liggur enda fyrir að stefnandi brást ekki við eins og ætla má að handhafi ökuréttinda geri þegar útsýni skerðist, hvort heldur er af moldarroki eða öðru, heldur „fraus“ og missti stjórn á ökutækinu. Af öllu framangreindu leiðir að mati dómsins að stefnandi telst með háttsemi sinni hafa sýnt af sér stórkostlegt gáleysi með akstri fjórhjólsins án ökuréttinda. Þá má og slá því föstu að orsakasamband hafi verið milli réttindaleysis stefnanda og þess að slysið varð. Samkvæmt framangreindu verður stefndi Vátryggingafélag Íslands hf. sýknaður af kröfum stefnanda,“ segir í dómnum. Konan naut gjafsóknar í málinu og féll málskostnaður því niður. Dómsmál Tryggingar VÍS Ferðamennska á Íslandi Grindavík Mest lesið „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Fleiri fréttir Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Sjá meira
Konan var sautján ára þegar slysið varð í júlí 2021 en hún var þá í ferð á vegum Fjórhjólaævintýra með um þrjátíu skyldmennum. Fram kemur að samkvæmt lögregluskýrslu hafi konan ekið hjólinu út af vegslóða sem liggur út af Suðurstrandarveg við Grindavík eftir að hafa misst stjórn á hjólinu og ekið utan í grjót. Við það hafi hjólið oltið, lent ofan á henni og hún meiðst á hægri hendi. Missti stjórn og „fraus“ Óumdeilt er að slysið varð eftir að ryk hafði þyrlast upp af vegslóða sem konan ók eftir í röð fleiri fjórhjóla. Sagðist konan hafa fengið mikið ryk á hjálminn sem hefði byrgt henni sýn svo henni hefði brugðið, hún misst stjórnina á hjólinu og frosið þannig að hjólið hefði leitað niður, farið á kant og oltið. Konan tilkynnti um slysið til VÍS í október 2022, eða rúmu ári eftir slysið. VÍS hafnaði þá bótaskyldu þar sem meðal annars var vísað til þess að frestur til að tilkynna um slysið væri útrunninn. Fyrir dómi kom fram að þátttakendur í fjórhjólaferðinni hafi allir ritað undir skjal þar sem þeir hafi lýst því yfir að hafa kynnt sér öryggisreglur þar sem meðal annars hafi komið fram að þátttakendur þyrftu að hafa gilt ökuskírteini. Konan var í ökunámi þegar slysið varð en óumdeilt var að hún væri þá ekki komin með ökuréttindi. Hún hafi átt eftir að taka verklegt og skriflegt ökupróf á umræddum tíma, og kvaðst hafa fallið einu sinni á skriflega prófinu áður en slysið varð. Ágreiningsefni laut fyrst og fremst að því hvort konan ætti rétt til óskertra bóta úr vátryggingu eða hvort líta bæri svo á að konan hafi sjálf verið meðvaldur að slysi sínu þannig að heimilt væri að skerða bætur til hennar. Stórkostlegt gáleysi Dómari í málinu teldi að konan hefði mátt gera sér grein fyrir því að ökuréttinda væri krafist til að aka fjórhjólinu og hún hefði sömuleiðis mátt gera sér grein fyrir því að akstur hennar á slíku hjóli í hópi með öðrum væri hættuleg í sjálfu sér. Aðstæður hafi enda verið krefjandi á vegslóða sem ekki er ætlaður almennri bílaumferð. „Liggur enda fyrir að stefnandi brást ekki við eins og ætla má að handhafi ökuréttinda geri þegar útsýni skerðist, hvort heldur er af moldarroki eða öðru, heldur „fraus“ og missti stjórn á ökutækinu. Af öllu framangreindu leiðir að mati dómsins að stefnandi telst með háttsemi sinni hafa sýnt af sér stórkostlegt gáleysi með akstri fjórhjólsins án ökuréttinda. Þá má og slá því föstu að orsakasamband hafi verið milli réttindaleysis stefnanda og þess að slysið varð. Samkvæmt framangreindu verður stefndi Vátryggingafélag Íslands hf. sýknaður af kröfum stefnanda,“ segir í dómnum. Konan naut gjafsóknar í málinu og féll málskostnaður því niður.
Dómsmál Tryggingar VÍS Ferðamennska á Íslandi Grindavík Mest lesið „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Fleiri fréttir Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Sjá meira