Af hverju eru næringarsnauð matvæli í forgrunni við íþróttaiðkun barna okkar? Berglind Lilja Guðlaugsdóttir skrifar 19. mars 2024 07:00 Flestir sem stunda íþróttir vita að góð næring skiptir miklu máli fyrir bæði heilsu og árangur. Þegar kemur að ungmennum sem taka þátt í íþróttum er góð næring sérstaklega mikilvæg þar sem börn og unglingar ganga í gegnum miklar líkamlegar breytingar og er nauðsynlegt fyrir þau að mæta næringarþörf sinni. Mikilvægt er fyrir börn og unglinga sem stunda íþróttir að fá réttar upplýsingar um næringu sem styður við vöxt þeirra og þroska og veitir þá viðbótarorku sem getur verið þörf á í kringum þjálfun. Ungmenni í íþróttum hafa hlutfallslega meiri þörf fyrir orku og næringarefni en fullorðnir og þarf því að tryggja að þau matvæli sem ungmennin velja sér að borða séu bæði orku- og næringarrík. Matarumhverfi mótar hegðun fólks og hefur sterk áhrif á fæðuval og fæðuvenjur. Þegar börn eiga í hlut er mikilvægt að leggja áherslu á þætti sem hafa jákvæð áhrif á lífsstíl og heilsuhegðun en á þessum aldri er fæðumynstur að mótast til framtíðar. Það er því mikilvægt að byrja strax og hvetja til uppbyggilegrar heilsuhegðunar snemma á lífsleiðinni til að byggja upp góðan grunn fyrir framtíðina. Við íþróttaiðkun fá börn oft misvísandi skilaboð um heilsu þar sem þau eru hvött til að hreyfa sig sér til heilsubótar en óheilsusamlegir matarkostir blasa oft við þeim, bæði í veitingasölu og á auglýsingaskiltum í íþróttasölum. Á íþróttaviðburðum er yfirleitt mikið magn af næringarsnauðum kostum eins og bakkelsi, sælgæti og gosdrykkjum til sölu. Þessar matvörur innihalda ekki mikið magn nauðsynlegra næringarefna fyrir litla kroppa sem eru að vaxa og þroskast. Það að næringarsnauðir kostir séu meira áberandi bæði í veitingasölum og sem auglýsingar á veggjum íþróttamiðstöðva þegar íþróttaviðburðir fyrir unga iðkendur eiga sér stað er ekki í samræmi við það hlutverk sem eðlilegt væri að fælist í íþróttastarfi með börnum sem ætti að hvetja til heilsusamlegs lífsstíls bæði hvað varðar hreyfingu og næringu. Mikilvægt er að börn og ungmenni hafi aðgang að hollum mat og drykk við íþróttaiðkun sína og er kjörið fyrir íþróttafélög að hvetja til heilsusamlegrar næringar með því að bjóða upp á næringarríka valkosti á íþróttaviðburðum. Einnig er mikilvægt að börn í íþróttum fái fræðslu um næringarríkt, fjölbreytt og heilsusamlegt mataræði. Hins vegar dugar fræðsla oft ekki ein og sér heldur þarf einnig að taka til aðgerða á öðrum vettvangi og kemur þar umhverfið inn sem einn helsti áhrifavaldur. Með því að breyta matarumhverfinu við íþróttaiðkun barna er hægt að hafa mikil áhrif á fæðuval þeirra. Ungmenni í íþróttum líta gjarnan upp til eldri iðkenda, þjálfara og foreldra og þurfum við því öll að vera góðar fyrirmyndir þegar það kemur að heilsusamlegum lífsstíl og sérstaklega þegar það kemur að næringu. Við sem erum fyrirmyndir fyrir þennan hóp þurfum að hafa í huga hvað við erum sjálf að borða, hvaða mat við erum að bjóða upp á heima, í veitingasölum íþróttamiðstöðva og við æfingar og keppni ungra barna. Hér ber einnig að nefna markaðssetningu, en í mörgum tilfellum sjáum við afreksíþróttafólkið okkar auglýsa orkudrykki, gosdrykki og próteinbættar matvörur sem eru ekki æskilegar börnum í tengslum við íþróttaiðkun. Ábyrgðin liggur því víða og við þurfum að leggjast öll á eitt við að auka til muna aðgengi og sýnileika á hollri fæðu og drykkjum við íþróttaiðkun ungmenna og hvetja til heilsusamlegs lífsstíls bæði hvað varðar hreyfingu og næringu. Það ætti að vera stefna hvers íþróttafélags að styðja við heilbrigðar fæðuvenjur ungra iðkenda sinna. Ég hvet sveitarfélög og íþróttafélög til að setja sér stefnu í næringarmálum og bjóða upp á næringarrík matvæli í íþróttamiðstöðum og á íþróttaviðburðum barna. Á heilsuveru er að finna ýmsar upplýsingar tengt næringu barna við íþróttaiðkun og hugmyndum af máltíðum https://www.heilsuvera.is/efnisflokkar/naering/ithrottir-og-naering/naering-barna-i-ithrottum/. Höfundur er næringarfræðingur hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og aðjúnkt við menntavísindasvið Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Börn og uppeldi Íþróttir barna Mest lesið Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Borgaralegur vígbúnaður Dr. Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskoranir og tækni í heilbrigðisþjónustu Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Sjá meira
Flestir sem stunda íþróttir vita að góð næring skiptir miklu máli fyrir bæði heilsu og árangur. Þegar kemur að ungmennum sem taka þátt í íþróttum er góð næring sérstaklega mikilvæg þar sem börn og unglingar ganga í gegnum miklar líkamlegar breytingar og er nauðsynlegt fyrir þau að mæta næringarþörf sinni. Mikilvægt er fyrir börn og unglinga sem stunda íþróttir að fá réttar upplýsingar um næringu sem styður við vöxt þeirra og þroska og veitir þá viðbótarorku sem getur verið þörf á í kringum þjálfun. Ungmenni í íþróttum hafa hlutfallslega meiri þörf fyrir orku og næringarefni en fullorðnir og þarf því að tryggja að þau matvæli sem ungmennin velja sér að borða séu bæði orku- og næringarrík. Matarumhverfi mótar hegðun fólks og hefur sterk áhrif á fæðuval og fæðuvenjur. Þegar börn eiga í hlut er mikilvægt að leggja áherslu á þætti sem hafa jákvæð áhrif á lífsstíl og heilsuhegðun en á þessum aldri er fæðumynstur að mótast til framtíðar. Það er því mikilvægt að byrja strax og hvetja til uppbyggilegrar heilsuhegðunar snemma á lífsleiðinni til að byggja upp góðan grunn fyrir framtíðina. Við íþróttaiðkun fá börn oft misvísandi skilaboð um heilsu þar sem þau eru hvött til að hreyfa sig sér til heilsubótar en óheilsusamlegir matarkostir blasa oft við þeim, bæði í veitingasölu og á auglýsingaskiltum í íþróttasölum. Á íþróttaviðburðum er yfirleitt mikið magn af næringarsnauðum kostum eins og bakkelsi, sælgæti og gosdrykkjum til sölu. Þessar matvörur innihalda ekki mikið magn nauðsynlegra næringarefna fyrir litla kroppa sem eru að vaxa og þroskast. Það að næringarsnauðir kostir séu meira áberandi bæði í veitingasölum og sem auglýsingar á veggjum íþróttamiðstöðva þegar íþróttaviðburðir fyrir unga iðkendur eiga sér stað er ekki í samræmi við það hlutverk sem eðlilegt væri að fælist í íþróttastarfi með börnum sem ætti að hvetja til heilsusamlegs lífsstíls bæði hvað varðar hreyfingu og næringu. Mikilvægt er að börn og ungmenni hafi aðgang að hollum mat og drykk við íþróttaiðkun sína og er kjörið fyrir íþróttafélög að hvetja til heilsusamlegrar næringar með því að bjóða upp á næringarríka valkosti á íþróttaviðburðum. Einnig er mikilvægt að börn í íþróttum fái fræðslu um næringarríkt, fjölbreytt og heilsusamlegt mataræði. Hins vegar dugar fræðsla oft ekki ein og sér heldur þarf einnig að taka til aðgerða á öðrum vettvangi og kemur þar umhverfið inn sem einn helsti áhrifavaldur. Með því að breyta matarumhverfinu við íþróttaiðkun barna er hægt að hafa mikil áhrif á fæðuval þeirra. Ungmenni í íþróttum líta gjarnan upp til eldri iðkenda, þjálfara og foreldra og þurfum við því öll að vera góðar fyrirmyndir þegar það kemur að heilsusamlegum lífsstíl og sérstaklega þegar það kemur að næringu. Við sem erum fyrirmyndir fyrir þennan hóp þurfum að hafa í huga hvað við erum sjálf að borða, hvaða mat við erum að bjóða upp á heima, í veitingasölum íþróttamiðstöðva og við æfingar og keppni ungra barna. Hér ber einnig að nefna markaðssetningu, en í mörgum tilfellum sjáum við afreksíþróttafólkið okkar auglýsa orkudrykki, gosdrykki og próteinbættar matvörur sem eru ekki æskilegar börnum í tengslum við íþróttaiðkun. Ábyrgðin liggur því víða og við þurfum að leggjast öll á eitt við að auka til muna aðgengi og sýnileika á hollri fæðu og drykkjum við íþróttaiðkun ungmenna og hvetja til heilsusamlegs lífsstíls bæði hvað varðar hreyfingu og næringu. Það ætti að vera stefna hvers íþróttafélags að styðja við heilbrigðar fæðuvenjur ungra iðkenda sinna. Ég hvet sveitarfélög og íþróttafélög til að setja sér stefnu í næringarmálum og bjóða upp á næringarrík matvæli í íþróttamiðstöðum og á íþróttaviðburðum barna. Á heilsuveru er að finna ýmsar upplýsingar tengt næringu barna við íþróttaiðkun og hugmyndum af máltíðum https://www.heilsuvera.is/efnisflokkar/naering/ithrottir-og-naering/naering-barna-i-ithrottum/. Höfundur er næringarfræðingur hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og aðjúnkt við menntavísindasvið Háskóla Íslands.
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun
Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun
Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun