Ísland meðal örfárra ríkja sem standast viðmið WHO um loftgæði Hólmfríður Gísladóttir skrifar 19. mars 2024 06:36 Loftgæði eru afleit í mörgum stórborgum Asíu. Getty/CFOTO/Future Publishing Ísland er eitt aðeins sjö ríkja sem standast viðmið Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar þegar kemur að loftgæðum. Hin ríkin eru Ástralía, Eistland, Finnland, Grenada, Máritíus og Nýja Sjáland. Um er að ræða niðurstöður rannsókna IQAir, fyrirtækis í Sviss sem sérhæfir sig í vörnum gegn loftmengun. Rannsóknin náði til 134 ríkja og byggði á gögnum úr yfir 30 þúsund mælistöðvum um allan heim. Það sem var til skoðunar var magn PM2,5 smáagna sem berast meðal annars út í andrúmsloftið frá umferð og gróðureldum. Ríkin sjö voru þau einu þar sem magn þessara agna var innan viðmiða WHO. Mengunin var mest í Pakistan, þar sem magn PM2,5 var fjórtán sinnum meira en viðmið WHO kveða á um en næst á eftir komu Indland, Tajikistan og Búrkína Fasó. Kanada kom verst út meðal Vesturlanda en það er sagt mega rekja til gríðarmikilla gróðurelda sem geisuðu í fyrra. Áætlað er að um sjö milljónir manna látist á ári hverju sökum loftmengunar og ástandið er verst í ríkjum þar sem menn neyðast til að reiða sig á „óhreina orkugjafa“ á borð við kol. Þrátt fyrir viðmið WHO benda rannsóknir til þess að það sé í raun ekkert sem kalla megi „öruggt magn“ PM2,5 agna í andrúmsloftinu, þar sem aðeins örlítið magn auki fjölda sjúkrahúsinnlagna vegna öndunarfæra- og hjartasjúkdóma. Ítarlega umfjöllun um málið má finna á vef Guardian. Loftslagsmál Loftgæði Umhverfismál Gróðureldar Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Bein útsending: Kynna nýtt 20 þúsund manna hverfi í Reykjavík Innlent Herða reglur um samkomubann í Eyjum: Að hámarki tíu saman á hverjum stað Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Tveir látnir í Gana vegna Marburg veirunnar Erlent Fleiri fréttir Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Sjá meira
Um er að ræða niðurstöður rannsókna IQAir, fyrirtækis í Sviss sem sérhæfir sig í vörnum gegn loftmengun. Rannsóknin náði til 134 ríkja og byggði á gögnum úr yfir 30 þúsund mælistöðvum um allan heim. Það sem var til skoðunar var magn PM2,5 smáagna sem berast meðal annars út í andrúmsloftið frá umferð og gróðureldum. Ríkin sjö voru þau einu þar sem magn þessara agna var innan viðmiða WHO. Mengunin var mest í Pakistan, þar sem magn PM2,5 var fjórtán sinnum meira en viðmið WHO kveða á um en næst á eftir komu Indland, Tajikistan og Búrkína Fasó. Kanada kom verst út meðal Vesturlanda en það er sagt mega rekja til gríðarmikilla gróðurelda sem geisuðu í fyrra. Áætlað er að um sjö milljónir manna látist á ári hverju sökum loftmengunar og ástandið er verst í ríkjum þar sem menn neyðast til að reiða sig á „óhreina orkugjafa“ á borð við kol. Þrátt fyrir viðmið WHO benda rannsóknir til þess að það sé í raun ekkert sem kalla megi „öruggt magn“ PM2,5 agna í andrúmsloftinu, þar sem aðeins örlítið magn auki fjölda sjúkrahúsinnlagna vegna öndunarfæra- og hjartasjúkdóma. Ítarlega umfjöllun um málið má finna á vef Guardian.
Loftslagsmál Loftgæði Umhverfismál Gróðureldar Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Bein útsending: Kynna nýtt 20 þúsund manna hverfi í Reykjavík Innlent Herða reglur um samkomubann í Eyjum: Að hámarki tíu saman á hverjum stað Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Tveir látnir í Gana vegna Marburg veirunnar Erlent Fleiri fréttir Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Sjá meira