Doualla komst í fréttirnar nýverið, þar á meðal á Vísi, þegar Knattspyrnusamband Kamerún setti 62 leikmenn í bann fyrir að ljúga um aldur og vera eldri en áður hafði verið haldið.
Þar á meðal var téður Doualla, 17 ára gamall miðjumaður Victoria United FC. Sá var í landsliðshópi Kamerún í Afríkukeppninni sem fram fór fyrr á þessu ári. Hann spilaði þó ekkert á mótinu.
Það stefndi ekki í að leikmaðurinn fengi að spila með liði sínu það sem eftir lifði leiktíð í Kamerún en nú hefur Fecafoot, knattspyrnusamband landsins, dregið bann hans til baka og hinn 17 ára gamli Doualla fær að hjálpa liði sínu í baráttunni heima fyrir.
C est confirmé par la FECAFOOT et le club de Victoria United, il figure bien dans liste dévoilée pour les play-off.
— Hanif Ben Berkane (@HanifBerkane) March 19, 2024
La fédération camerounaise confirme qu il n a pas une double-identité. https://t.co/0CzBWPisbx pic.twitter.com/gYN25jI4Zo
Þetta staðfesti Hanif Ben Berkane, blaðamaður Foot Mercato, á X-síðu sinni (áður Twitter). Þar segir að bæði félagið og deildin hafi staðfest að Doualla sé leikfær að nýju. Ekkert kemur þó fram um aðra leikmenn sem dæmdir voru í bann af Fecafoot.