Courtois meiddur á nýjan leik Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 19. mars 2024 20:30 Sem stendur verður að teljast gríðarlega ólíklegt að Courtois standi á milli stanganna þegar Belgía mætir til leiks á EM í sumar. Liu Lu/Getty Images Litlar líkur eru á því að Thibaut Courtois, markvörður Real Madríd og belgíska landsliðsins, nái að spila leik á þessari leiktíð. Hann sleit krossband í vinstra hné síðasta sumar og hefur nú meiðst að nýju. Hinn 31 árs gamli Courtois er með bestu markvörðum heims en hann hefur staðið milli stanganna í Madríd frá því 2018. Þar áður lék hann með Genk í heimalandinu, Chelsea á Englandi og með nágrönnum Real í Atlético – á láni frá Lundúnum. Courtois er engin smásmíð en hann er sléttir tveir metrar á hæð. Hann sleit krossband í vinstra hné síðasta sumar og hefur ekki enn spilað fyrir félags- eða landslið á þessari leiktíð. Hann var byrjaður að æfa á nýjan leik þegar hann meiddist á hægra hné. Talið er að hann verði frá keppni næstu tvo mánuðina hið minnsta og því litlar sem engar líkur að hann snúi til baka áður en leiktíðinni lýkur. Þetta er ekki aðeins áfall fyrir Real heldur einnig belgíska landsliðið þar sem reiknað var með að markvörðurinn yrði klár áður en EM í Þýskalandi hæfist næsta sumar. Hann hefur spilað 102 A-landsleiki til þessa en nú virðist sem hann bæti ekki við þann fjölda á næstunni. Real Madrid announce that Thibaut Courtois has suffered an injury to his right knee during training reports suggest he could miss up to two months.He's been out since last summer after an ACL injury in his left knee.Damn pic.twitter.com/eufAOr7zUC— B/R Football (@brfootball) March 19, 2024 Eins ótrúlega og það hljómar þá hefur Real í raun ekki saknað Courtois til þessa á leiktíðinni. Madríd trónir á toppi spænsku úrvalsdeildarinnar og þá er liðið komið í 8-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu þar sem það mætir ríkjandi meisturum Manchester City. Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Fótbolti Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Sport Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Scott McTominay og níu leikmenn PSG tilnefndir til Ballon d'Or Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka Þrjár þjóðir upp fyrir Ísland á FIFA listanum „Ég var í smá sjokki“ Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Blikarnir hoppuðu út í á Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Sjá meira
Hinn 31 árs gamli Courtois er með bestu markvörðum heims en hann hefur staðið milli stanganna í Madríd frá því 2018. Þar áður lék hann með Genk í heimalandinu, Chelsea á Englandi og með nágrönnum Real í Atlético – á láni frá Lundúnum. Courtois er engin smásmíð en hann er sléttir tveir metrar á hæð. Hann sleit krossband í vinstra hné síðasta sumar og hefur ekki enn spilað fyrir félags- eða landslið á þessari leiktíð. Hann var byrjaður að æfa á nýjan leik þegar hann meiddist á hægra hné. Talið er að hann verði frá keppni næstu tvo mánuðina hið minnsta og því litlar sem engar líkur að hann snúi til baka áður en leiktíðinni lýkur. Þetta er ekki aðeins áfall fyrir Real heldur einnig belgíska landsliðið þar sem reiknað var með að markvörðurinn yrði klár áður en EM í Þýskalandi hæfist næsta sumar. Hann hefur spilað 102 A-landsleiki til þessa en nú virðist sem hann bæti ekki við þann fjölda á næstunni. Real Madrid announce that Thibaut Courtois has suffered an injury to his right knee during training reports suggest he could miss up to two months.He's been out since last summer after an ACL injury in his left knee.Damn pic.twitter.com/eufAOr7zUC— B/R Football (@brfootball) March 19, 2024 Eins ótrúlega og það hljómar þá hefur Real í raun ekki saknað Courtois til þessa á leiktíðinni. Madríd trónir á toppi spænsku úrvalsdeildarinnar og þá er liðið komið í 8-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu þar sem það mætir ríkjandi meisturum Manchester City.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Fótbolti Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Sport Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Scott McTominay og níu leikmenn PSG tilnefndir til Ballon d'Or Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka Þrjár þjóðir upp fyrir Ísland á FIFA listanum „Ég var í smá sjokki“ Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Blikarnir hoppuðu út í á Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Sjá meira