Vísbendingar um að gosið geti varað lengi Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 20. mars 2024 11:16 Svona var staðan á eldstöðvunum um tíuleytið í morgun. Vísir/vilhelm Virkni eldgossins við Sundhnúk er enn stöðug nú þegar hátt í fjórir sólarhringar eru frá því það hófst. Jarðeðlisfræðingur segir vísbendingar um að þetta eldgos gæti orðið svipað þeim sem urðu í Fagradalsfjalli og því varað lengur. Fjórða eldgosið á jafn mörgum mánuðum á Reykjanesi hófst milli Hagafells og Stóra Skófells á laugardagskvöld. Hin þrjú eldgosin voru stutt en þetta er nú þegar orðið það langlífasta af eldgosunum fjórum. „Eldgosið sjálft virðist bara nokkuð stöðugt og búið að vera síðan í fyrradag. Við erum ekki að sjá miklar breytingar á því. Þannig þetta virðist vera í einhverju jafnvægi eins og er. Þenslan í Svartsengi það virðist vera að draga úr henni. Þannig að það kannski eru vísbendingar um að þetta sé svona að komast í jafnvægi að flæðið að neðan fari beint upp í eldgosið,“ segir Benedikt Ófeigsson jarðeðlisfræðingur hjá Veðurstofu Íslands og jafnframt að land rísi enn undir Svartsengi. „Það er enn þá samt að mælast eitthvað landris í Svartsengi en ég held að við verðum að bíða alveg fram yfir helgi með að geta metið það hvort að í rauninni það heldur áfram landrisið þar eða hvort að við erum bara að sjá kviku koma beint upp í eldgosið.“ Hraunið rennur úr gígunum.Vísir/vilhelm Vísindamenn flugu yfir gosstöðvarnar í morgun og nú er verið að leggja mat á hraunflæðið. Benedikt telur þó ólíklegt að eldgosið muni hafa áhrif á byggð á næstu dögum og vikum. „Jaðrarnir við Suðurstrandaveg og Svartsengi hafa ekki hreyfst. Þeir eru bara stopp. Hraunið virðist bara vera núna ofan á upphaflega hrauninu og það er mest að renna til suðurs en nú er náttúrulega flæðið miklu minna heldur en það var í upphafi.“ Hann segir erfitt að meta framhaldið á þessari stundu. „Það eru kannski vísbendingar um að við séum að fá eitthvað svipuðu gos eins og í Fagradalsfjalli núna. Svona stöðugt gos sem er ekkert mjög stórt eða mikið en heldur áfram kannski til einhvers lengri tíma en það er alveg fullt snemmt að vera að spá einhverju slíku. við verðum pínu bara að sjá það.“ Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Eldgos og jarðhræringar Jarðhiti Almannavarnir Tengdar fréttir Bein útsending: Svona er staðan á gosstöðvunum Sprungan sem gýs á milli Stóra-Skógfells og Hagafells virðist vera að þéttast í sjö til átta gíga. Lítið dró úr eldgosi í nótt. 20. mars 2024 10:38 Umfjöllun um eldsumbrot vísar ferðamönnum frá Miklar umræður hafa skapast á Facebook-síðunni Bakland ferðaþjónustunnar um áhrif villandi fréttaflutnings erlendra miðla um eldsumbrotin á Reykjanesskaga á ferðaþjónustu í landinu. Borið hefur á afbókunum ferðamanna og hægst hefur á nýbókunum eftir hörmungarnar í Grindavík. 19. mars 2024 22:17 Landris geti leitt til lengra goss Sérfræðingur hjá Almannavörnum segir núverandi eldgos skera sig úr hinum þremur sem orðið hafa á Reykjanesskaganum síðustu mánuði að því leyti að landris sé hafið að nýju meðan það gýs enn. Það geti leitt til þess að eldgosið, sem er þegar orðið lengra en síðustu þrjú, lengist enn fremur. 19. mars 2024 20:53 Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Fleiri fréttir Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Sjá meira
Fjórða eldgosið á jafn mörgum mánuðum á Reykjanesi hófst milli Hagafells og Stóra Skófells á laugardagskvöld. Hin þrjú eldgosin voru stutt en þetta er nú þegar orðið það langlífasta af eldgosunum fjórum. „Eldgosið sjálft virðist bara nokkuð stöðugt og búið að vera síðan í fyrradag. Við erum ekki að sjá miklar breytingar á því. Þannig þetta virðist vera í einhverju jafnvægi eins og er. Þenslan í Svartsengi það virðist vera að draga úr henni. Þannig að það kannski eru vísbendingar um að þetta sé svona að komast í jafnvægi að flæðið að neðan fari beint upp í eldgosið,“ segir Benedikt Ófeigsson jarðeðlisfræðingur hjá Veðurstofu Íslands og jafnframt að land rísi enn undir Svartsengi. „Það er enn þá samt að mælast eitthvað landris í Svartsengi en ég held að við verðum að bíða alveg fram yfir helgi með að geta metið það hvort að í rauninni það heldur áfram landrisið þar eða hvort að við erum bara að sjá kviku koma beint upp í eldgosið.“ Hraunið rennur úr gígunum.Vísir/vilhelm Vísindamenn flugu yfir gosstöðvarnar í morgun og nú er verið að leggja mat á hraunflæðið. Benedikt telur þó ólíklegt að eldgosið muni hafa áhrif á byggð á næstu dögum og vikum. „Jaðrarnir við Suðurstrandaveg og Svartsengi hafa ekki hreyfst. Þeir eru bara stopp. Hraunið virðist bara vera núna ofan á upphaflega hrauninu og það er mest að renna til suðurs en nú er náttúrulega flæðið miklu minna heldur en það var í upphafi.“ Hann segir erfitt að meta framhaldið á þessari stundu. „Það eru kannski vísbendingar um að við séum að fá eitthvað svipuðu gos eins og í Fagradalsfjalli núna. Svona stöðugt gos sem er ekkert mjög stórt eða mikið en heldur áfram kannski til einhvers lengri tíma en það er alveg fullt snemmt að vera að spá einhverju slíku. við verðum pínu bara að sjá það.“
Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Eldgos og jarðhræringar Jarðhiti Almannavarnir Tengdar fréttir Bein útsending: Svona er staðan á gosstöðvunum Sprungan sem gýs á milli Stóra-Skógfells og Hagafells virðist vera að þéttast í sjö til átta gíga. Lítið dró úr eldgosi í nótt. 20. mars 2024 10:38 Umfjöllun um eldsumbrot vísar ferðamönnum frá Miklar umræður hafa skapast á Facebook-síðunni Bakland ferðaþjónustunnar um áhrif villandi fréttaflutnings erlendra miðla um eldsumbrotin á Reykjanesskaga á ferðaþjónustu í landinu. Borið hefur á afbókunum ferðamanna og hægst hefur á nýbókunum eftir hörmungarnar í Grindavík. 19. mars 2024 22:17 Landris geti leitt til lengra goss Sérfræðingur hjá Almannavörnum segir núverandi eldgos skera sig úr hinum þremur sem orðið hafa á Reykjanesskaganum síðustu mánuði að því leyti að landris sé hafið að nýju meðan það gýs enn. Það geti leitt til þess að eldgosið, sem er þegar orðið lengra en síðustu þrjú, lengist enn fremur. 19. mars 2024 20:53 Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Fleiri fréttir Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Sjá meira
Bein útsending: Svona er staðan á gosstöðvunum Sprungan sem gýs á milli Stóra-Skógfells og Hagafells virðist vera að þéttast í sjö til átta gíga. Lítið dró úr eldgosi í nótt. 20. mars 2024 10:38
Umfjöllun um eldsumbrot vísar ferðamönnum frá Miklar umræður hafa skapast á Facebook-síðunni Bakland ferðaþjónustunnar um áhrif villandi fréttaflutnings erlendra miðla um eldsumbrotin á Reykjanesskaga á ferðaþjónustu í landinu. Borið hefur á afbókunum ferðamanna og hægst hefur á nýbókunum eftir hörmungarnar í Grindavík. 19. mars 2024 22:17
Landris geti leitt til lengra goss Sérfræðingur hjá Almannavörnum segir núverandi eldgos skera sig úr hinum þremur sem orðið hafa á Reykjanesskaganum síðustu mánuði að því leyti að landris sé hafið að nýju meðan það gýs enn. Það geti leitt til þess að eldgosið, sem er þegar orðið lengra en síðustu þrjú, lengist enn fremur. 19. mars 2024 20:53