Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Kristján Már Unnarsson skrifar 9. nóvember 2025 21:51 Leiguflugvél frá París að renna í hlað á Kangerlussuaq-flugvelli í haust. Egill Aðalsteinsson Vöxtur ferðaþjónustu og koma danskra hermanna virðast ætla að bjarga grænlenska þorpinu Kangerlussuaq frá því að leggjast í eyði. Það varð til vegna flugvallar og bjuggust flestir við að byggðin myndi hrynja við brotthvarf millilandaflugs í fyrra. Annað er að koma á daginn. Í fréttum Sýnar var haldið til Kangerlussuaq, sem liggur norðan heimskautsbaugs. Það var með tárum sem íbúar þorpsins kvöddu breiðþotu Air Greenland í lok nóvember í fyrra. Kaupmannahafnarflugið var að flytjast til Nuuk og forsenda byggðarinnar að bresta. Airbus A330-þota Air Greenland lagði upp í síðasta reglubundna áætlunarflugið milli Kangerlussuaq og Kaupmannahafnar í lok nóvember í fyrra.KNR/skjáskot Íslendingur sem starfar í flugturninum, Þórður Eggert Viðarsson flugumferðarstjóri, segir flugið hafa verið grunninn að heilsársbúsetu. Þar bjuggu um 550 manns áður þotuflugið fluttist til Nuuk. „Menn héldu að hér færi allt í steik, ef svo má segja. En íbúafjöldinn hefur mér vitanlega ekki farið niður fyrir fjögurhundruð, aðeins tosast upp á við,“ segir Þórður. Þórður Eggert Viðarsson, flugumferðarstjóri Isavia ANS í Kangerlussuaq.Egill Aðalsteinsson Leiguflugvél á vegum franskrar ferðaskrifstofu er að koma í beinu flugi frá París að hausti. Á sama tíma eru rútur við flugstöðina að skila ferðamönnum í flug. „Hér eru fleiri leiguvélar að koma í tengslum við komur farþegaskipa hérna í höfnina. Þannig að síðustu þrjú-fjögur ár eftir covid hefur bara verið stígandi í því.“ Þrjár rútur komnar með ferðamenn að flugstöðinni.Egill Aðalsteinsson Allt þar til nýja flugbrautin var opnuð í Nuuk var Kangerlussuaq samgöngumiðstöð Grænlands og skiltið við flugstöðina, sem bendir á hina ýmsu áfangastaði víða um heim, er kannski yfirlýsing um það að héðan lágu leiðir til allra átta. Miðað við fjölda erlendra ferðamanna á vellinum er erfitt að ímynda sér að Kangerlussuaq sé að verða eyðiþorp. Þarna í kring er einnig spennandi náttúra. Stór jökulfljót renna til sjávar í Kangaerlussuaq. Þaðan liggur vegur upp að Grænlandsjökli.Egill Aðalsteinsson „Ferðafyrirtæki sá möguleika, keypti hótelið hérna,“ segir Þórður. Upphaflega var hér amerísk herstöð en þegar herinn fór árið 1992 héldu menn einnig að byggðin leggðist í eyði. Þá kom millilandaflug Air Greenland til bjargar. Með lengstu flugbraut Grænlands, 2.800 metra langri, var þetta lengi vel eini staður landsins með áætlunarflug á þotum milli landa. Flugbrautin í Kangerlussuaq er 2.800 metra löng. Hér sést hún úr flugprófunarvél Isavia.Egill Aðalsteinsson „Þetta er nauðsynlegur völlur, bara fyrir yfirflugið líka. Það þarf að hafa hér ákveðna starfsemi. Það eru þó nokkrar tekjur fyrir völlinn bara í yfirfluginu,“ segir flugumferðarstjórinn. Og núna er danski herinn byrjaður að koma sér fyrir en hann hyggst staðsetja F-16 herþotur á vellinum. Fleiri hermenn og fleiri ferðamenn þýða fleiri störf. Tvær innanlandsvélar Air Greenland ásamt erlendu leiguflugvélinni á flughlaðinu. Fremst fyrir miðju má sjá skiltið sem vísar til hinna ýmsu staða á jörðinni.Egill Aðalsteinsson „Vonandi verður það til að bjarga þessari byggð.“ Ör umskipti Grænlands úr veiðimannasamfélagi til nútímans hafa þó kostað sitt. „Hér eru erfiðleikar í samfélaginu, þessi félagslegu vandamál. Við höfum alveg séð það beint í andlitið, því miður,“ segir Þórður Eggert Viðarsson í frétt sem sjá má hér: Grænland Fréttir af flugi Danmörk NATO Öryggis- og varnarmál Norðurslóðir Tengdar fréttir Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Dönsk stjórnvöld hafa í samráði við Grænlendinga tilkynnt um stóraukin hernaðarútgjöld vegna Grænlands og norðurslóða. Ákvörðunin þýðir miklar framkvæmdir á næstu árum í þessu næsta nágrannalandi Íslands og aukna viðveru herflugvéla og herskipa. 14. október 2025 21:21 Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Íslenskir flugumferðarstjórar á vegum Isavia hafa undanfarinn áratug annast flugumferðarþjónustu fyrir Grænlendinga. Með breytingum á flugvallakerfi landsins eru horfur á að ekki verði lengur þörf fyrir Íslendingana. 21. september 2025 20:40 Alþjóðaflugvöllur Grænlands breytist í danskan herflugvöll Grænlensk og dönsk stjórnvöld undirrituðu í dag samkomulag um að danski herinn fái flugvöllinn í Kangerlussuaq til afnota þegar borgaralegt flug flyst þaðan til nýrra alþjóðaflugvalla á Grænlandi. 18. september 2019 21:13 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Fleiri fréttir Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Sjá meira
Í fréttum Sýnar var haldið til Kangerlussuaq, sem liggur norðan heimskautsbaugs. Það var með tárum sem íbúar þorpsins kvöddu breiðþotu Air Greenland í lok nóvember í fyrra. Kaupmannahafnarflugið var að flytjast til Nuuk og forsenda byggðarinnar að bresta. Airbus A330-þota Air Greenland lagði upp í síðasta reglubundna áætlunarflugið milli Kangerlussuaq og Kaupmannahafnar í lok nóvember í fyrra.KNR/skjáskot Íslendingur sem starfar í flugturninum, Þórður Eggert Viðarsson flugumferðarstjóri, segir flugið hafa verið grunninn að heilsársbúsetu. Þar bjuggu um 550 manns áður þotuflugið fluttist til Nuuk. „Menn héldu að hér færi allt í steik, ef svo má segja. En íbúafjöldinn hefur mér vitanlega ekki farið niður fyrir fjögurhundruð, aðeins tosast upp á við,“ segir Þórður. Þórður Eggert Viðarsson, flugumferðarstjóri Isavia ANS í Kangerlussuaq.Egill Aðalsteinsson Leiguflugvél á vegum franskrar ferðaskrifstofu er að koma í beinu flugi frá París að hausti. Á sama tíma eru rútur við flugstöðina að skila ferðamönnum í flug. „Hér eru fleiri leiguvélar að koma í tengslum við komur farþegaskipa hérna í höfnina. Þannig að síðustu þrjú-fjögur ár eftir covid hefur bara verið stígandi í því.“ Þrjár rútur komnar með ferðamenn að flugstöðinni.Egill Aðalsteinsson Allt þar til nýja flugbrautin var opnuð í Nuuk var Kangerlussuaq samgöngumiðstöð Grænlands og skiltið við flugstöðina, sem bendir á hina ýmsu áfangastaði víða um heim, er kannski yfirlýsing um það að héðan lágu leiðir til allra átta. Miðað við fjölda erlendra ferðamanna á vellinum er erfitt að ímynda sér að Kangerlussuaq sé að verða eyðiþorp. Þarna í kring er einnig spennandi náttúra. Stór jökulfljót renna til sjávar í Kangaerlussuaq. Þaðan liggur vegur upp að Grænlandsjökli.Egill Aðalsteinsson „Ferðafyrirtæki sá möguleika, keypti hótelið hérna,“ segir Þórður. Upphaflega var hér amerísk herstöð en þegar herinn fór árið 1992 héldu menn einnig að byggðin leggðist í eyði. Þá kom millilandaflug Air Greenland til bjargar. Með lengstu flugbraut Grænlands, 2.800 metra langri, var þetta lengi vel eini staður landsins með áætlunarflug á þotum milli landa. Flugbrautin í Kangerlussuaq er 2.800 metra löng. Hér sést hún úr flugprófunarvél Isavia.Egill Aðalsteinsson „Þetta er nauðsynlegur völlur, bara fyrir yfirflugið líka. Það þarf að hafa hér ákveðna starfsemi. Það eru þó nokkrar tekjur fyrir völlinn bara í yfirfluginu,“ segir flugumferðarstjórinn. Og núna er danski herinn byrjaður að koma sér fyrir en hann hyggst staðsetja F-16 herþotur á vellinum. Fleiri hermenn og fleiri ferðamenn þýða fleiri störf. Tvær innanlandsvélar Air Greenland ásamt erlendu leiguflugvélinni á flughlaðinu. Fremst fyrir miðju má sjá skiltið sem vísar til hinna ýmsu staða á jörðinni.Egill Aðalsteinsson „Vonandi verður það til að bjarga þessari byggð.“ Ör umskipti Grænlands úr veiðimannasamfélagi til nútímans hafa þó kostað sitt. „Hér eru erfiðleikar í samfélaginu, þessi félagslegu vandamál. Við höfum alveg séð það beint í andlitið, því miður,“ segir Þórður Eggert Viðarsson í frétt sem sjá má hér:
Grænland Fréttir af flugi Danmörk NATO Öryggis- og varnarmál Norðurslóðir Tengdar fréttir Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Dönsk stjórnvöld hafa í samráði við Grænlendinga tilkynnt um stóraukin hernaðarútgjöld vegna Grænlands og norðurslóða. Ákvörðunin þýðir miklar framkvæmdir á næstu árum í þessu næsta nágrannalandi Íslands og aukna viðveru herflugvéla og herskipa. 14. október 2025 21:21 Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Íslenskir flugumferðarstjórar á vegum Isavia hafa undanfarinn áratug annast flugumferðarþjónustu fyrir Grænlendinga. Með breytingum á flugvallakerfi landsins eru horfur á að ekki verði lengur þörf fyrir Íslendingana. 21. september 2025 20:40 Alþjóðaflugvöllur Grænlands breytist í danskan herflugvöll Grænlensk og dönsk stjórnvöld undirrituðu í dag samkomulag um að danski herinn fái flugvöllinn í Kangerlussuaq til afnota þegar borgaralegt flug flyst þaðan til nýrra alþjóðaflugvalla á Grænlandi. 18. september 2019 21:13 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Fleiri fréttir Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Sjá meira
Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Dönsk stjórnvöld hafa í samráði við Grænlendinga tilkynnt um stóraukin hernaðarútgjöld vegna Grænlands og norðurslóða. Ákvörðunin þýðir miklar framkvæmdir á næstu árum í þessu næsta nágrannalandi Íslands og aukna viðveru herflugvéla og herskipa. 14. október 2025 21:21
Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Íslenskir flugumferðarstjórar á vegum Isavia hafa undanfarinn áratug annast flugumferðarþjónustu fyrir Grænlendinga. Með breytingum á flugvallakerfi landsins eru horfur á að ekki verði lengur þörf fyrir Íslendingana. 21. september 2025 20:40
Alþjóðaflugvöllur Grænlands breytist í danskan herflugvöll Grænlensk og dönsk stjórnvöld undirrituðu í dag samkomulag um að danski herinn fái flugvöllinn í Kangerlussuaq til afnota þegar borgaralegt flug flyst þaðan til nýrra alþjóðaflugvalla á Grænlandi. 18. september 2019 21:13