Börn drepa dýr með teygjubyssum og deila myndefni á WhatsApp Hólmfríður Gísladóttir skrifar 21. mars 2024 08:41 Mynd af teygjubyssu og dauðum íkorna, sem deilt var í einum af hópunum. Sky News Rannsókn Sky News hefur varpað ljósi á hópa á samskiptamiðlinum WhatsApp þar sem um 500 einstaklingar á Bretlandseyjum, aðallega ungmenni, deilir myndum og myndskeiðum þar sem dýr eru skotin, særð og drepin með teygjubyssum. Sum myndskeiðin sýna dýrin heyja langt dauðastríð en á öðrm má sjá fólk misþyrma dýrunum eftir að hafa skotið þau, þangað til þau drepast. Þá stilla sumir sér upp með hræjum dýranna. Bresku dýraverndarsamtökin RSPCA segja myndefnið hryllilegt en um sé að ræða nýtt „trend“. Samkvæmt Sky News hefur málið orðið til þess að kallað hefur verið eftir því að teygjubyssur verði gerðar ólöglegar. Meðal þeirra dýrategunda sem hafa orðið fyrir barðinu á hópnum eru íkornar, refir, grísir og fuglar á borð við dúfur, endur og gæsir. Sky News hefur eftir talsmönnum einna dýraverndarsamtaka að veruleg aukning hafi orðið á dýrum sem hafa verið særð með teygjubyssum. Haft er eftir sjálfboðaliðanum Danni Rogers að sárin séu ljót og oftast á höfði eða hálsi fuglanna, sem sé til marks um að ætlunin hafi verið að drepa dýrin. Skotfærin eru oft rær úr stáli og á röntgenmyndum má sjá þær í skrokk dýranna, meðal brotinna beina. Í frétt um málið á vef Sky News má finna nokkrar af þeim myndum sem hefur verið deilt í WhatsApp hópunum og er óhætt að segja að þær séu mjög óhugnanlegar. Þá er einu myndskeiðanna lýst, þar sem barn stendur yfir dádýri þar sem það liggur og kippist til á jörðinni, með alvarlega höfuðáverka. Barnið sparkar svo í dýrið. Samkvæmt umfjöllun miðilsins virðast börn á grunnskólaaldri vera meðlimir í umræddum hópum. Metro hefur einnig fjallað um málið en benti á það í tengslum við aðra frétt, þar sem sagði frá níu ára dreng í Hollandi sem lagði leið sína í húsdýragarð og kyrkti þar níu kanínur og tvo naggrísi til dauða. Hér má finna frétt Sky News en við vörum við myndefninu í fréttinni. Bretland Dýr Börn og uppeldi Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Erlent Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Innlent Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Innlent Joe Biden með krabbamein Erlent Vilja að starfsleyfi hjúkrunarfræðinga fylgi krafa um íslenskukunnáttu Innlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Innlent Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Erlent Þrír góðir veðurdagar framundan: „Rjómablíða út um allt“ Veður Fleiri fréttir Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Sjá meira
Sum myndskeiðin sýna dýrin heyja langt dauðastríð en á öðrm má sjá fólk misþyrma dýrunum eftir að hafa skotið þau, þangað til þau drepast. Þá stilla sumir sér upp með hræjum dýranna. Bresku dýraverndarsamtökin RSPCA segja myndefnið hryllilegt en um sé að ræða nýtt „trend“. Samkvæmt Sky News hefur málið orðið til þess að kallað hefur verið eftir því að teygjubyssur verði gerðar ólöglegar. Meðal þeirra dýrategunda sem hafa orðið fyrir barðinu á hópnum eru íkornar, refir, grísir og fuglar á borð við dúfur, endur og gæsir. Sky News hefur eftir talsmönnum einna dýraverndarsamtaka að veruleg aukning hafi orðið á dýrum sem hafa verið særð með teygjubyssum. Haft er eftir sjálfboðaliðanum Danni Rogers að sárin séu ljót og oftast á höfði eða hálsi fuglanna, sem sé til marks um að ætlunin hafi verið að drepa dýrin. Skotfærin eru oft rær úr stáli og á röntgenmyndum má sjá þær í skrokk dýranna, meðal brotinna beina. Í frétt um málið á vef Sky News má finna nokkrar af þeim myndum sem hefur verið deilt í WhatsApp hópunum og er óhætt að segja að þær séu mjög óhugnanlegar. Þá er einu myndskeiðanna lýst, þar sem barn stendur yfir dádýri þar sem það liggur og kippist til á jörðinni, með alvarlega höfuðáverka. Barnið sparkar svo í dýrið. Samkvæmt umfjöllun miðilsins virðast börn á grunnskólaaldri vera meðlimir í umræddum hópum. Metro hefur einnig fjallað um málið en benti á það í tengslum við aðra frétt, þar sem sagði frá níu ára dreng í Hollandi sem lagði leið sína í húsdýragarð og kyrkti þar níu kanínur og tvo naggrísi til dauða. Hér má finna frétt Sky News en við vörum við myndefninu í fréttinni.
Bretland Dýr Börn og uppeldi Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Erlent Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Innlent Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Innlent Joe Biden með krabbamein Erlent Vilja að starfsleyfi hjúkrunarfræðinga fylgi krafa um íslenskukunnáttu Innlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Innlent Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Erlent Þrír góðir veðurdagar framundan: „Rjómablíða út um allt“ Veður Fleiri fréttir Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Sjá meira