Pizzan reynir að eigna sér Megaviku Domino's Magnús Jochum Pálsson skrifar 21. mars 2024 21:45 Magnús Hafliðason, forstjóri Dominos, segir að um hafi verið að stærsta dag Domino's á Íslandi frá upphafi. Aðsend Leyfi Domino‘s á Íslandi á vörumerkinu Megaviku rann út í fyrra og sótti fyrirtækið ekki um endurnýjun á tilsettum tíma. Ólafur Friðrik Ólafsson, eigandi Pizzunnar, sá sér leik á borði og sótti um skráningu á vörumerkinu í gegnum hlutafélagið Kjútís. Ekki er enn komin niðurstaða í málið. Viðskiptablaðið greindi fyrst frá málinu en tveir starfsmenn Hugverkastofu vöktu athygli á deilunni um vörumerkið í hlaðvarpsþættinum Dr. Football í gær. Magnús Hafliðason, framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi, furðar sig á tilkynningarferli Hugverkastofu en Domino's barst ekkert bréf um að skráningin væri að renna út. Hann viðurkennir þó að fyrirtækið hefði átt að vera meðvitað um stöðu skráningar. Mest furðar hann sig á því að Pizzan skuli leggjast svona lágt í samkeppninni. Hann segir þó að þetta sé ekki í fyrsta skipti sem samkeppnisaðilar hermi eftir Domino's hvort sem það er í markaðsmálum eða í vöruþróun. Pizzan fylgdist grannt með skráningunni „Manni finnst þetta ansi sérstakt að eltast við svona mál í stað þess að gera sína eigin hluti og koma með eitthvað annað á markað. Það er nú eins og það stundum er,“ sagði Magnús í samtali við Vísi um málið. Hvernig ratar þetta til ykkar? „Við áttum okkur á því stuttu eftir að þetta rennur út og þá sjáum við að það er komin umsókn sem kom okkur auðvitað á óvart. En þeir hafa greinilega verið að fylgjast með. Þá fórum við af stað í þetta. Vörumerkjaréttur er þannig að við höfðum engar áhyggjur af þessu en það er þessi tilraun sem manni finnst frekar lágt lagst í samkeppninni,“ segir Magnús. Hafið þið átt í einhverju samskiptum við Pizzuna vegna málsins? „Nei. Það sem er líka merkilegt í þessu er að þeir eru að sækja um þetta fyrir pizzur en þetta félag er ekki í neinni slíkri starfsemi. Þetta er skráð sem heildverslun sem er enn þá skrítnara,“ segir hann um hlutafélagið Kjútís ehf. sem er í eigu Ólafs Friðriks Ólafssonar, eiganda Pizzunnar. Tuttugu ára notkun á vörumerkinu Magnús segist þó ekki hafa áhyggjur af málinu enda sé Megavika ótvírætt vörumerki Domino's. Það sé ljóst af áratugalangri notkun fyrirtækisins í ýmsum miðlum. „Við erum búin að skila inn viðbótargögnum til Hugverkastofu sem sýnir fram á hátt í tuttugu ára notkun á vörumerkinu. Það er allt mjög vel skjalfest eins og allir vita í sjónvarpi, á prenti, á vef og ég veit ekki hvað og hvað sem sýna fram á notkunina. Þannig það fer ekkert á milli mála,“ segir hann um vörumerkið sem hefur verið í notkun frá aldamótum og verið skráð vörumerki Domino's frá 2003. Hins vegar er enn beðið eftir niðurstöðu í málinu. Því segir Magnús það hafa komið sér á óvart að starfsmenn Hugverkastofu skyldu fjalla opinberlega um málið meðan það væri enn til meðferðar hjá stofnuninni. Veitingastaðir Höfundarréttur Mest lesið Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Sjá meira
Viðskiptablaðið greindi fyrst frá málinu en tveir starfsmenn Hugverkastofu vöktu athygli á deilunni um vörumerkið í hlaðvarpsþættinum Dr. Football í gær. Magnús Hafliðason, framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi, furðar sig á tilkynningarferli Hugverkastofu en Domino's barst ekkert bréf um að skráningin væri að renna út. Hann viðurkennir þó að fyrirtækið hefði átt að vera meðvitað um stöðu skráningar. Mest furðar hann sig á því að Pizzan skuli leggjast svona lágt í samkeppninni. Hann segir þó að þetta sé ekki í fyrsta skipti sem samkeppnisaðilar hermi eftir Domino's hvort sem það er í markaðsmálum eða í vöruþróun. Pizzan fylgdist grannt með skráningunni „Manni finnst þetta ansi sérstakt að eltast við svona mál í stað þess að gera sína eigin hluti og koma með eitthvað annað á markað. Það er nú eins og það stundum er,“ sagði Magnús í samtali við Vísi um málið. Hvernig ratar þetta til ykkar? „Við áttum okkur á því stuttu eftir að þetta rennur út og þá sjáum við að það er komin umsókn sem kom okkur auðvitað á óvart. En þeir hafa greinilega verið að fylgjast með. Þá fórum við af stað í þetta. Vörumerkjaréttur er þannig að við höfðum engar áhyggjur af þessu en það er þessi tilraun sem manni finnst frekar lágt lagst í samkeppninni,“ segir Magnús. Hafið þið átt í einhverju samskiptum við Pizzuna vegna málsins? „Nei. Það sem er líka merkilegt í þessu er að þeir eru að sækja um þetta fyrir pizzur en þetta félag er ekki í neinni slíkri starfsemi. Þetta er skráð sem heildverslun sem er enn þá skrítnara,“ segir hann um hlutafélagið Kjútís ehf. sem er í eigu Ólafs Friðriks Ólafssonar, eiganda Pizzunnar. Tuttugu ára notkun á vörumerkinu Magnús segist þó ekki hafa áhyggjur af málinu enda sé Megavika ótvírætt vörumerki Domino's. Það sé ljóst af áratugalangri notkun fyrirtækisins í ýmsum miðlum. „Við erum búin að skila inn viðbótargögnum til Hugverkastofu sem sýnir fram á hátt í tuttugu ára notkun á vörumerkinu. Það er allt mjög vel skjalfest eins og allir vita í sjónvarpi, á prenti, á vef og ég veit ekki hvað og hvað sem sýna fram á notkunina. Þannig það fer ekkert á milli mála,“ segir hann um vörumerkið sem hefur verið í notkun frá aldamótum og verið skráð vörumerki Domino's frá 2003. Hins vegar er enn beðið eftir niðurstöðu í málinu. Því segir Magnús það hafa komið sér á óvart að starfsmenn Hugverkastofu skyldu fjalla opinberlega um málið meðan það væri enn til meðferðar hjá stofnuninni.
Veitingastaðir Höfundarréttur Mest lesið Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Sjá meira