Við þurfum (sérnáms)lækna! Teitur Ari Theodórsson skrifar 22. mars 2024 07:30 Læknum í sérnámi á Íslandi hefur fjölgað mikið undanfarin ár. Þeir teljast nú í hundruðum og sinna lækningum innan sem utan sjúkrahúsa vítt og breitt um landið. Sérnámslæknar eru því orðnir stór hluti starfandi lækna á landinu. Því til marks er Félag almennra lækna, þ.e. læknar án sérfræðimenntunar, orðið stærst aðildarfélaga í Læknafélagi Íslands með um 470 meðlimi. En hvernig eru starfsskilyrði lækna í sérnámi? Samhliða öldrun þjóðarinnar og fólksfjölgun í landinu hefur inniliggjandi sjúklingum á sjúkrastofnunum fjölgað. Mönnun lækna hefur ekki aukist að sama skapi og sinnir hver læknir nú allt að tvöfalt fleiri sjúklingum á degi hverjum en áður. Það er ekkert skilgreint hámark um hvað hver læknir á að geta sinnt mörgum sjúklingum. Þessu er öfugt farið hjá öðrum heilbrigðisstéttum sem vinna samhliða læknum. Munurinn kemur bersýnilega í ljós þegar nýrri deild er tímabundið bætt við á Landspítala vegna álags og fjölda sjúklinga. Fjölmargar aukavaktir eru þá auglýstar fyrir aðrar fagstéttir, svo sem hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða, en læknum er skylt að sinna viðbótarsjúklingum án aukamönnunar. Vinnuvika sérnámslækna er löng. Læknar vinna fulla dagvinnu, þ.e. 40 tíma vinnuviku, ofan á það bætast svo vaktir. Frítökuréttur vinnst á móti vöktum en engin trygging er fyrir því að mönnun leyfi frítöku. Vinnuvika lækna hefur því að meðaltali lengst þvert á þróun annarra stétta. Gögn sýna að meðalvinnuvika læknis er 51 klukkustundir. Þá er ótalinn sá tími sem fer í sérstaka þætti sérnámsins s.s. vinnslu gæðaverkefnis og prófaundirbúning sem er að mestu unnið utan almenns vinnutíma. Veikindi lækna er krefjandi viðfangsefni. Samhliða auknum kröfum til sérnámslækna hefur veikindaforföllum fjölgað og þeim er sjaldnast mætt með afleysingum í dagvinnu. Læknar vinna þá á við tvo, án umbunar eða sérstakra ráðstafana. Erfiðara hefur reynst að manna veikindavaktir utan dagvinnu, sér í lagi eftir að Landspítali hætti að greiða sérstaka kjarasamningsbundna umbun til lækna sem hlupu í skarðið fyrir veikindaforföll. Læknum ber að vinna vaktir samkvæmt kjarasamningi. Þegar læknir er t.d. á næturvakt hefur hann ekki tök á því að vinna dagvinnu að auki. Í dagvinnu fer þó fram bróðurpartur af bæði formlegri og óformlegri kennslu, þar sem sérnámslæknar læra af reyndari sérfræðingum. Dagvinnan er því mikilvægur hluti af sérnámi læknis. Þrátt fyrir það mikilvægi eru dæmi um að vaktaálag á sérnámslækni sé slíkt að viðkomandi komist ekki í dagvinnu svo mánuðum skipti. Læknar deila nefnilega vöktum sín á milli þannig að þær mannist. Ef fáir læknar eru í vinnu vinnur hver læknir fleiri vaktir og sérnámið líður fyrir það. Á hverju sumri eru þó haldnir krísufundir, á sjúkrahúsum landsins, vegna fjölda ómannaðra vakta annarra fagstétta, s.s. hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða. Þegar læknar spyrja um ómannaðar vaktir lækna kemur sú spurning flatt upp á stjórnendur. Vaktir deilast einfaldlega niður á þá lækna sem eru í vinnu. Ekkert hámark. Sjálfsagt! Sé þetta tekið saman eru sérnámslæknar stór hópur vinnandi lækna. Þeir vinna langa vinnuviku undir miklu og vaxandi álagi. Ekkert hámark er skilgreint á fjölda sjúklinga sem hver læknir getur sinnt né fjölda vakta sem hann gengur. Vaxandi þörf er á læknum í öllum okkar nágrannalöndum þar sem íslenskir læknar hafa hingað til stundað sitt sérnám. Því skiptir verulegu máli, ef við viljum njóta starfskrafta sérnámslæknanna, að við séum samkeppnishæf um starfsskilyrði þeirra. Höfundur er formaður Félags almennra lækna (FAL). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landspítalinn Heilbrigðismál Skóla - og menntamál Háskólar Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Skoðun Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Sjá meira
Læknum í sérnámi á Íslandi hefur fjölgað mikið undanfarin ár. Þeir teljast nú í hundruðum og sinna lækningum innan sem utan sjúkrahúsa vítt og breitt um landið. Sérnámslæknar eru því orðnir stór hluti starfandi lækna á landinu. Því til marks er Félag almennra lækna, þ.e. læknar án sérfræðimenntunar, orðið stærst aðildarfélaga í Læknafélagi Íslands með um 470 meðlimi. En hvernig eru starfsskilyrði lækna í sérnámi? Samhliða öldrun þjóðarinnar og fólksfjölgun í landinu hefur inniliggjandi sjúklingum á sjúkrastofnunum fjölgað. Mönnun lækna hefur ekki aukist að sama skapi og sinnir hver læknir nú allt að tvöfalt fleiri sjúklingum á degi hverjum en áður. Það er ekkert skilgreint hámark um hvað hver læknir á að geta sinnt mörgum sjúklingum. Þessu er öfugt farið hjá öðrum heilbrigðisstéttum sem vinna samhliða læknum. Munurinn kemur bersýnilega í ljós þegar nýrri deild er tímabundið bætt við á Landspítala vegna álags og fjölda sjúklinga. Fjölmargar aukavaktir eru þá auglýstar fyrir aðrar fagstéttir, svo sem hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða, en læknum er skylt að sinna viðbótarsjúklingum án aukamönnunar. Vinnuvika sérnámslækna er löng. Læknar vinna fulla dagvinnu, þ.e. 40 tíma vinnuviku, ofan á það bætast svo vaktir. Frítökuréttur vinnst á móti vöktum en engin trygging er fyrir því að mönnun leyfi frítöku. Vinnuvika lækna hefur því að meðaltali lengst þvert á þróun annarra stétta. Gögn sýna að meðalvinnuvika læknis er 51 klukkustundir. Þá er ótalinn sá tími sem fer í sérstaka þætti sérnámsins s.s. vinnslu gæðaverkefnis og prófaundirbúning sem er að mestu unnið utan almenns vinnutíma. Veikindi lækna er krefjandi viðfangsefni. Samhliða auknum kröfum til sérnámslækna hefur veikindaforföllum fjölgað og þeim er sjaldnast mætt með afleysingum í dagvinnu. Læknar vinna þá á við tvo, án umbunar eða sérstakra ráðstafana. Erfiðara hefur reynst að manna veikindavaktir utan dagvinnu, sér í lagi eftir að Landspítali hætti að greiða sérstaka kjarasamningsbundna umbun til lækna sem hlupu í skarðið fyrir veikindaforföll. Læknum ber að vinna vaktir samkvæmt kjarasamningi. Þegar læknir er t.d. á næturvakt hefur hann ekki tök á því að vinna dagvinnu að auki. Í dagvinnu fer þó fram bróðurpartur af bæði formlegri og óformlegri kennslu, þar sem sérnámslæknar læra af reyndari sérfræðingum. Dagvinnan er því mikilvægur hluti af sérnámi læknis. Þrátt fyrir það mikilvægi eru dæmi um að vaktaálag á sérnámslækni sé slíkt að viðkomandi komist ekki í dagvinnu svo mánuðum skipti. Læknar deila nefnilega vöktum sín á milli þannig að þær mannist. Ef fáir læknar eru í vinnu vinnur hver læknir fleiri vaktir og sérnámið líður fyrir það. Á hverju sumri eru þó haldnir krísufundir, á sjúkrahúsum landsins, vegna fjölda ómannaðra vakta annarra fagstétta, s.s. hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða. Þegar læknar spyrja um ómannaðar vaktir lækna kemur sú spurning flatt upp á stjórnendur. Vaktir deilast einfaldlega niður á þá lækna sem eru í vinnu. Ekkert hámark. Sjálfsagt! Sé þetta tekið saman eru sérnámslæknar stór hópur vinnandi lækna. Þeir vinna langa vinnuviku undir miklu og vaxandi álagi. Ekkert hámark er skilgreint á fjölda sjúklinga sem hver læknir getur sinnt né fjölda vakta sem hann gengur. Vaxandi þörf er á læknum í öllum okkar nágrannalöndum þar sem íslenskir læknar hafa hingað til stundað sitt sérnám. Því skiptir verulegu máli, ef við viljum njóta starfskrafta sérnámslæknanna, að við séum samkeppnishæf um starfsskilyrði þeirra. Höfundur er formaður Félags almennra lækna (FAL).
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun