Við þurfum (sérnáms)lækna! Teitur Ari Theodórsson skrifar 22. mars 2024 07:30 Læknum í sérnámi á Íslandi hefur fjölgað mikið undanfarin ár. Þeir teljast nú í hundruðum og sinna lækningum innan sem utan sjúkrahúsa vítt og breitt um landið. Sérnámslæknar eru því orðnir stór hluti starfandi lækna á landinu. Því til marks er Félag almennra lækna, þ.e. læknar án sérfræðimenntunar, orðið stærst aðildarfélaga í Læknafélagi Íslands með um 470 meðlimi. En hvernig eru starfsskilyrði lækna í sérnámi? Samhliða öldrun þjóðarinnar og fólksfjölgun í landinu hefur inniliggjandi sjúklingum á sjúkrastofnunum fjölgað. Mönnun lækna hefur ekki aukist að sama skapi og sinnir hver læknir nú allt að tvöfalt fleiri sjúklingum á degi hverjum en áður. Það er ekkert skilgreint hámark um hvað hver læknir á að geta sinnt mörgum sjúklingum. Þessu er öfugt farið hjá öðrum heilbrigðisstéttum sem vinna samhliða læknum. Munurinn kemur bersýnilega í ljós þegar nýrri deild er tímabundið bætt við á Landspítala vegna álags og fjölda sjúklinga. Fjölmargar aukavaktir eru þá auglýstar fyrir aðrar fagstéttir, svo sem hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða, en læknum er skylt að sinna viðbótarsjúklingum án aukamönnunar. Vinnuvika sérnámslækna er löng. Læknar vinna fulla dagvinnu, þ.e. 40 tíma vinnuviku, ofan á það bætast svo vaktir. Frítökuréttur vinnst á móti vöktum en engin trygging er fyrir því að mönnun leyfi frítöku. Vinnuvika lækna hefur því að meðaltali lengst þvert á þróun annarra stétta. Gögn sýna að meðalvinnuvika læknis er 51 klukkustundir. Þá er ótalinn sá tími sem fer í sérstaka þætti sérnámsins s.s. vinnslu gæðaverkefnis og prófaundirbúning sem er að mestu unnið utan almenns vinnutíma. Veikindi lækna er krefjandi viðfangsefni. Samhliða auknum kröfum til sérnámslækna hefur veikindaforföllum fjölgað og þeim er sjaldnast mætt með afleysingum í dagvinnu. Læknar vinna þá á við tvo, án umbunar eða sérstakra ráðstafana. Erfiðara hefur reynst að manna veikindavaktir utan dagvinnu, sér í lagi eftir að Landspítali hætti að greiða sérstaka kjarasamningsbundna umbun til lækna sem hlupu í skarðið fyrir veikindaforföll. Læknum ber að vinna vaktir samkvæmt kjarasamningi. Þegar læknir er t.d. á næturvakt hefur hann ekki tök á því að vinna dagvinnu að auki. Í dagvinnu fer þó fram bróðurpartur af bæði formlegri og óformlegri kennslu, þar sem sérnámslæknar læra af reyndari sérfræðingum. Dagvinnan er því mikilvægur hluti af sérnámi læknis. Þrátt fyrir það mikilvægi eru dæmi um að vaktaálag á sérnámslækni sé slíkt að viðkomandi komist ekki í dagvinnu svo mánuðum skipti. Læknar deila nefnilega vöktum sín á milli þannig að þær mannist. Ef fáir læknar eru í vinnu vinnur hver læknir fleiri vaktir og sérnámið líður fyrir það. Á hverju sumri eru þó haldnir krísufundir, á sjúkrahúsum landsins, vegna fjölda ómannaðra vakta annarra fagstétta, s.s. hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða. Þegar læknar spyrja um ómannaðar vaktir lækna kemur sú spurning flatt upp á stjórnendur. Vaktir deilast einfaldlega niður á þá lækna sem eru í vinnu. Ekkert hámark. Sjálfsagt! Sé þetta tekið saman eru sérnámslæknar stór hópur vinnandi lækna. Þeir vinna langa vinnuviku undir miklu og vaxandi álagi. Ekkert hámark er skilgreint á fjölda sjúklinga sem hver læknir getur sinnt né fjölda vakta sem hann gengur. Vaxandi þörf er á læknum í öllum okkar nágrannalöndum þar sem íslenskir læknar hafa hingað til stundað sitt sérnám. Því skiptir verulegu máli, ef við viljum njóta starfskrafta sérnámslæknanna, að við séum samkeppnishæf um starfsskilyrði þeirra. Höfundur er formaður Félags almennra lækna (FAL). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landspítalinn Heilbrigðismál Skóla - og menntamál Háskólar Mest lesið Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson Skoðun Halldór 10.05.2025 Halldór Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun Skoðun Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Sjá meira
Læknum í sérnámi á Íslandi hefur fjölgað mikið undanfarin ár. Þeir teljast nú í hundruðum og sinna lækningum innan sem utan sjúkrahúsa vítt og breitt um landið. Sérnámslæknar eru því orðnir stór hluti starfandi lækna á landinu. Því til marks er Félag almennra lækna, þ.e. læknar án sérfræðimenntunar, orðið stærst aðildarfélaga í Læknafélagi Íslands með um 470 meðlimi. En hvernig eru starfsskilyrði lækna í sérnámi? Samhliða öldrun þjóðarinnar og fólksfjölgun í landinu hefur inniliggjandi sjúklingum á sjúkrastofnunum fjölgað. Mönnun lækna hefur ekki aukist að sama skapi og sinnir hver læknir nú allt að tvöfalt fleiri sjúklingum á degi hverjum en áður. Það er ekkert skilgreint hámark um hvað hver læknir á að geta sinnt mörgum sjúklingum. Þessu er öfugt farið hjá öðrum heilbrigðisstéttum sem vinna samhliða læknum. Munurinn kemur bersýnilega í ljós þegar nýrri deild er tímabundið bætt við á Landspítala vegna álags og fjölda sjúklinga. Fjölmargar aukavaktir eru þá auglýstar fyrir aðrar fagstéttir, svo sem hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða, en læknum er skylt að sinna viðbótarsjúklingum án aukamönnunar. Vinnuvika sérnámslækna er löng. Læknar vinna fulla dagvinnu, þ.e. 40 tíma vinnuviku, ofan á það bætast svo vaktir. Frítökuréttur vinnst á móti vöktum en engin trygging er fyrir því að mönnun leyfi frítöku. Vinnuvika lækna hefur því að meðaltali lengst þvert á þróun annarra stétta. Gögn sýna að meðalvinnuvika læknis er 51 klukkustundir. Þá er ótalinn sá tími sem fer í sérstaka þætti sérnámsins s.s. vinnslu gæðaverkefnis og prófaundirbúning sem er að mestu unnið utan almenns vinnutíma. Veikindi lækna er krefjandi viðfangsefni. Samhliða auknum kröfum til sérnámslækna hefur veikindaforföllum fjölgað og þeim er sjaldnast mætt með afleysingum í dagvinnu. Læknar vinna þá á við tvo, án umbunar eða sérstakra ráðstafana. Erfiðara hefur reynst að manna veikindavaktir utan dagvinnu, sér í lagi eftir að Landspítali hætti að greiða sérstaka kjarasamningsbundna umbun til lækna sem hlupu í skarðið fyrir veikindaforföll. Læknum ber að vinna vaktir samkvæmt kjarasamningi. Þegar læknir er t.d. á næturvakt hefur hann ekki tök á því að vinna dagvinnu að auki. Í dagvinnu fer þó fram bróðurpartur af bæði formlegri og óformlegri kennslu, þar sem sérnámslæknar læra af reyndari sérfræðingum. Dagvinnan er því mikilvægur hluti af sérnámi læknis. Þrátt fyrir það mikilvægi eru dæmi um að vaktaálag á sérnámslækni sé slíkt að viðkomandi komist ekki í dagvinnu svo mánuðum skipti. Læknar deila nefnilega vöktum sín á milli þannig að þær mannist. Ef fáir læknar eru í vinnu vinnur hver læknir fleiri vaktir og sérnámið líður fyrir það. Á hverju sumri eru þó haldnir krísufundir, á sjúkrahúsum landsins, vegna fjölda ómannaðra vakta annarra fagstétta, s.s. hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða. Þegar læknar spyrja um ómannaðar vaktir lækna kemur sú spurning flatt upp á stjórnendur. Vaktir deilast einfaldlega niður á þá lækna sem eru í vinnu. Ekkert hámark. Sjálfsagt! Sé þetta tekið saman eru sérnámslæknar stór hópur vinnandi lækna. Þeir vinna langa vinnuviku undir miklu og vaxandi álagi. Ekkert hámark er skilgreint á fjölda sjúklinga sem hver læknir getur sinnt né fjölda vakta sem hann gengur. Vaxandi þörf er á læknum í öllum okkar nágrannalöndum þar sem íslenskir læknar hafa hingað til stundað sitt sérnám. Því skiptir verulegu máli, ef við viljum njóta starfskrafta sérnámslæknanna, að við séum samkeppnishæf um starfsskilyrði þeirra. Höfundur er formaður Félags almennra lækna (FAL).
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun