Íslenskur ríkisborgararéttur - markmið sem ber að fagna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar 22. mars 2024 10:01 Hugmyndin um ríkisborgararétt á sér fornar rætur, nánar tiltekið í borgríkinu Aþenu í Grikklandi til forna, þar sem einstaklingar, reyndar bara frjálsir og fullveðja karlmenn, voru viðurkenndir sem borgarar með ákveðin réttindi og skyldur. Þetta var frávik frá hugmyndinni um fólk sem þegna konunga og harðstjóra og til varð fyrirmynd að kerfi sem viðurkenndi þátttöku og ábyrgð meðlima þess. Það gekk síðan í endurnýjun lífdaga í Rómarveldi þar sem ríkisborgararéttur varð að eftirsóknarverðum gæðum og síðan auðvitað í kjölfar frönsku og bandarísku byltinganna undir áhrifum upplýsingarinnar, með hugmyndinni um borgaralega sjálfsmynd (civic identity). Ríkisborgararéttur nær yfir hugmyndina um að tilheyra samfélagi, þjóð eða ríki. Það er ekki bara lagaleg staða heldur sameiginleg sjálfsmynd, skuldbinding við gildismat og virk þátttaka í málefnum samfélagsins, t.d. í kosningum. Ríkisborgararéttur táknar réttindi og skyldur sem fylgja því að tilheyra pólitískri einingu. Undanfarið hefur fjölgað mjög í hópi þeirra sem hingað flytja í leit að betra lífi og er það ánægjuefni. Við eigum, þegar við loksins setjumst niður við það verkefni að móta okkur innflytjendastefnu, að gera upptöku íslensks ríkisborgararéttar að sérstöku markmiði þeirra sem kjósa að setjast hér að, rétt eins og gert er í Kanada. Þar er frá fyrstu stund frá því einstaklingur lendir á kanadískri grund, unnið að því markvisst að viðkomandi verði - að jafnaði að fimm árum liðnum - að kanadískum ríkisborgara. Þetta ættum við að gera líka. Til þess að svo megi verða þarf það að vera aðlaðandi, sérstaklega fyrir þau sem koma hingað með vegabréf sem veita þeim nánast full réttindi hér, þ.e. aðildarlanda EES, að verða íslenskur ríkisborgari. Það á að vera hátíðleg stund, sem fólk fagnar að fá íslenskan ríkisborgararétt og við eigum að koma á fót fallegri athöfn í kringum það, þar sem fólk mætir með fjölskylduna, uppáklætt og í hátíðarskapi, í stað þess að fólk fái bara tölvupóst og tilkynningu í tölvupósti um aðgang að ísland punktur is, eða hvernig sem þetta gerist í dag. Vegferðin til íslensks ríkisborgararéttar þarf líka að vera skilgreind og þar á færni í íslensku og þekking á sögu og lýðræðisgildum þjóðar og ríkis að skipa sess. Í Kanada er það einnig mjög skýrt, því ríkisborgararéttur er ekki aðeins réttarstaða; það er sameiginleg skuldbinding við þær meginreglur sem binda okkur saman sem samfélag. Hann snýst um að þekkja réttindi okkar, virða skyldur okkar og gildi, efla tilfinningu um einingu í fjölbreytileika og stuðla að velferð og farsæld lýðveldisins Íslands. Höfundur er varaþingmaður Samfylkingarinnar í Reykjavík norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Árni Skjöld Magnússon Mest lesið Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Sjá meira
Hugmyndin um ríkisborgararétt á sér fornar rætur, nánar tiltekið í borgríkinu Aþenu í Grikklandi til forna, þar sem einstaklingar, reyndar bara frjálsir og fullveðja karlmenn, voru viðurkenndir sem borgarar með ákveðin réttindi og skyldur. Þetta var frávik frá hugmyndinni um fólk sem þegna konunga og harðstjóra og til varð fyrirmynd að kerfi sem viðurkenndi þátttöku og ábyrgð meðlima þess. Það gekk síðan í endurnýjun lífdaga í Rómarveldi þar sem ríkisborgararéttur varð að eftirsóknarverðum gæðum og síðan auðvitað í kjölfar frönsku og bandarísku byltinganna undir áhrifum upplýsingarinnar, með hugmyndinni um borgaralega sjálfsmynd (civic identity). Ríkisborgararéttur nær yfir hugmyndina um að tilheyra samfélagi, þjóð eða ríki. Það er ekki bara lagaleg staða heldur sameiginleg sjálfsmynd, skuldbinding við gildismat og virk þátttaka í málefnum samfélagsins, t.d. í kosningum. Ríkisborgararéttur táknar réttindi og skyldur sem fylgja því að tilheyra pólitískri einingu. Undanfarið hefur fjölgað mjög í hópi þeirra sem hingað flytja í leit að betra lífi og er það ánægjuefni. Við eigum, þegar við loksins setjumst niður við það verkefni að móta okkur innflytjendastefnu, að gera upptöku íslensks ríkisborgararéttar að sérstöku markmiði þeirra sem kjósa að setjast hér að, rétt eins og gert er í Kanada. Þar er frá fyrstu stund frá því einstaklingur lendir á kanadískri grund, unnið að því markvisst að viðkomandi verði - að jafnaði að fimm árum liðnum - að kanadískum ríkisborgara. Þetta ættum við að gera líka. Til þess að svo megi verða þarf það að vera aðlaðandi, sérstaklega fyrir þau sem koma hingað með vegabréf sem veita þeim nánast full réttindi hér, þ.e. aðildarlanda EES, að verða íslenskur ríkisborgari. Það á að vera hátíðleg stund, sem fólk fagnar að fá íslenskan ríkisborgararétt og við eigum að koma á fót fallegri athöfn í kringum það, þar sem fólk mætir með fjölskylduna, uppáklætt og í hátíðarskapi, í stað þess að fólk fái bara tölvupóst og tilkynningu í tölvupósti um aðgang að ísland punktur is, eða hvernig sem þetta gerist í dag. Vegferðin til íslensks ríkisborgararéttar þarf líka að vera skilgreind og þar á færni í íslensku og þekking á sögu og lýðræðisgildum þjóðar og ríkis að skipa sess. Í Kanada er það einnig mjög skýrt, því ríkisborgararéttur er ekki aðeins réttarstaða; það er sameiginleg skuldbinding við þær meginreglur sem binda okkur saman sem samfélag. Hann snýst um að þekkja réttindi okkar, virða skyldur okkar og gildi, efla tilfinningu um einingu í fjölbreytileika og stuðla að velferð og farsæld lýðveldisins Íslands. Höfundur er varaþingmaður Samfylkingarinnar í Reykjavík norður.
Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun